Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Anton Ingi Leifsson í Schenker-höllinni skrifar 15. apríl 2017 18:30 Ivan Ivkovivc, stórskytta Hauka, náði sér ekki á strik í dag. vísir/anton Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. Liðin höfðu fyrir leikinn unnið sitthvorn leikinn á útivelli. Staðan var 32-32 eftir venjulegan leiktíma, en eftir fyrstu framlenginu var staðan jöfn 37-37. Aftur var svo jafnt eftir framlenginu númer tvö, 43-43. Því þurfti að grípa til vítakastkeppni. Í henni reyndust gestirnir úr Safamýrinni sterkari og unnu að lokum, eftir vítakastkeppni, 47-45. Þeir eru því komnir í undanúrslit og mæta þar Val. Rosalegur leikur að baki. Haukarnir byrjuðu af krafti og náðu að finna ágætis takt gegn vörn Fram fyrstu fimm mínúturnar eða svo og voru komnir 3-1 yfir. Þeir náðu svo fljótlega þriggja marka forskoti, 7-4, en eftir það breyttist leikur Fram til hins betra. Þeir höfðu glutrað boltanum trekk í trekk fyrsta stundarfjórðunginn og Haukarnir skoruðu í autt markið enda tóku gestirnir markvörðinn útaf og létu aukamann inn í sóknarleikinn. Eftir þeir hættu því og fóru að spila agaðari sóknarleik og stórkostlegan varnarleik breyttist allt til hins betra. Þeir voru komnir 8-7 yfir eftir 19. mínútur. Heimamenn áttu í stökustu vandræðum í uppstilltum sóknarleik og reyndir menn eins og Tjörvi Þorgeirsson voru að kasta boltanum útaf trekk í trekk og fá dæmd á sig sóknarbrot. Arnar Birkir Hálfdánsson ætlaði svo sannarlega að koma sterkur til baka eftir leikbannið, en hann var kominn með sex mörk í fyrri hálfleik. Gestirnir einu marki yfir, 14-13, í hálfleik. Sama orkan var í varnarleik Fram í síðari hálfleik og áttu Íslandsmeistararnir í öskrandi vandræðum með varnarleik Fram. Daníel Þór Ingason var svo eini með lífsmarki í sóknarleik Hauka, en hann algjrölega dró þá að landi. Hann var með tólf mörk eftir venjulegan leiktíma. Sóknarlega hjá Fram var Arnar Birkir í sérflokki í leiknum, en margir lögðu þó lóð á vogaskálarnar í sóknarleik Fram. Hornamenninir Andri Þór og Þorgeir Bjarki voru komnir með nærri helming marka liðsins eftir venjulegan leiktíma. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka leiddu gestirnir með fjórum mörkum, 27-23 og heimamenn höfðu tíu mínútur til þess að bjarga andlitinu og sjálfu tímabilinu. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu og Guðmundur Árni jafnaði metin í fyrsta skiptið í langan tíma þegar hann jafnaði í 29-29. Eftir fjöugar lokamínútur var jafnt eftir venjulegan leiktíma, 32-32, og því þurfti að framlengja. Liðin skiptust á að skora í framlengingu númer eitt og Sigurður Örn Þorsteinsson jafnaði metin með svakalegu skoti rétt fyrir lok framlengarinnar og jafnaði því metin í 37-37. Því þurfti að framlengja aftur, en eftir framlengingu númer tvö voru liðin enn jöfn, 43-43. Því þurfti að knýja úrslitin fram í vító. Þar klúðruðu Framarar einu víti, en Haukarnir klúðruðu tveimur og því tryggði Fram sér sæti í undanúrslitum þvert á allar spár. Lokatölur tveggja marka sigur Fram, 47-45, í einum magnaðasta leik í manna minnum. Arnar Birkir Hálfdánsson var markahæstur Fram með tólf mörk alls, en einnig fékk Fram mikið af mörkum úr hornunum og þau reyndust mikilvæg. Saman skoruðu hornamennirnir Andri Þór Helgason og Þorgeir Bjarki Davíðsson 22 mörk samtals. Viktor Gísli Hallgrímsson átti svo algjöran stórleik í marki Fram, en drengurinn er einungis sextán ára gamall. Hann varði rúmlega tuttugu skot, en hann varði meira en markverðir Hauka tveir til samans. Ævintýraferð Fram heldur áfram, en þeim var af mörgum spáð frjálsu falli í vetur. Þeir mæta Val í undanúrslitum. Vonbrigðartímabil á enda hjá Haukum, en Íslandsmeistararnir frá því í fyrra unnu ekki neinn bikar á þessu ári og það er óásættanlegt á Ásvöllum. Daníel Þór Ingason var markahæstur hjá Haukum með tólf mörk, en hann var framan af eini með lífsmarki í sóknarleik Hauka. Markverðirnir náðu sér alls ekki á strik, en Tjörvi Þorgeirsson steig upp í síðari hlutanum af þessum maraþonleik. Hann endaði með tíu mörk, en Adam Haukur Baumruk, sem jafnaði undir lok annarar framlengarinnar, endaði með átta mörk.Gunnar: Stundum er sportið grimmt „Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram. „Við erum að tapa tveimur leikjum í þessu einvígi svona. Það er eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður. Það er erfitt að kyngja þessu, en við erum að klúðra þremur dauðafærum í báðum framlengingunum.” „Þetta voru færi af línunni og í hraðaupphlaupum þar sem við hefðum getað komið þessu í tvö mörk og náð frumkvæði. Við náðum því ekki og náðum þar af leiðandi ekki að hrista þá af okkur.” „Þetta er svekkjandi og ég veit ekki hvað maður getur sagt. Að tapa í vítakeppni er svekkjandi.” Gunnar er sammála undirrituðum með það að Haukarnir hefðu átt að spila betur í venjulegum leiktíma og áttu mikið inni fyrstu 60 mínútur leiksins. „Ég er svekktur yfir því hvernig við spiluðum í dag. Mér fannst við eiga nokkra inni í dag í smá tíma og náðum ekki sama varnarleik í dag og í síðustu tveimur leikjum.” „Mér fannst við koma okkur í færi 7 á 6, en við verðum að nýta þessi færi betur í oddaleik. Þú lifir ekkert af með svona mörg dauðafæri sem þú ferð með. Þetta er dýrt.” Í fyrsta leik liðanna komu Haukarnir með smá meðbyr inn í fyrstu framlenginguna og Gunnar fannst það sama vera upp á teningnum í kvöld. „Mér fannst við í báðum framlengingunum við vera með smá frumkvæði. Í báðum framlengingunum náðum við þrisvar að búa til færi til að koma okkur tveimur mörkum yfir. Ef þú ert kominn tveimur yfir í framlengingu þá ertu kominn með helvíti stór skref.” Tímabilið er titlalaust hjá Haukum og það er óásættanlegur árangur þar á bæ. Gunnar segir að það sé hægt að horfa á þetta frá fleiru en einu sjónarhorni. „Þetta eru mikil vonbrigði. Mér finnst við aldrei að hafa náð þeim hæðum sem við náðum í nóvember og desember. Mér finnst við hafa verið óstöðugir eftir áramót; bæði í leikjunum og á milli leikja. Ekki náð þessum stöðugleika.” „Við tölum um titlalaust tímabilið. Við töpum í bikarnum á síðustu sekúndunni í framlengingu og hérna töpum við tveimur leikjum í framlengingu á vítaköstum á síðustu sekúndunum,” sagði Gunnar og bætti við að lokum: „Við værum kannski að tala um allt annað dæmi ef þetta hefði fallið með okkur. Stundum er bara sportið grimmt. Maður þarf að kyngja þessu, en ég skal viðurkenna það að það mun taka einhvern tíma að komast yfir þetta sjokk,” sagði Gunnar hundfúll að lokum.Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, en Andri var frábær í vinstra horninu. „Þeir jöfnuðu tvisvar alveg í lokin og tryggðu sér þannig framlengingu, en við náðum að loka þessu í vító og áhorfendurnir fengu eitthvað fyrir peninginn.” Fram var komið í afar góða stöðu undir lok venjulegs leiktíma, en kastaði þeirri forystu frá sér. Þeir höfðu þetta að lokum og Andra er því alveg sama. „Við eigum það til að vera klaufar, eiginlega bara í flestum leikjum. Við erum búnir að vera klára þessa leiki þar sem þetta hefur verið jafnt.” „Ef við hefðum haldið betur á spilunum hefðum við getað klárað þetta í lokin, en við hleyptum þeim inn í leikinn. Þetta fór í tvær framlengingar og við unnum svo mér er alveg sama.” Fyrir tímabilið var litið á Fram sem algjört fallbyssufóður. Þeir höfðu misst marga lykilmenn og Guðmundur Helgi Pálsson tók við liðinu síðla sumars. Árangurinn er sér í lagi magnaður. „Ég held við séum búnir að troða sokk upp í ansi marga, en ég meina spá er bara spá. Þetta peppaði okkur bara upp. Ég ætla þakka ykkur bara fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi. Þetta hefur hjálpað okkur mikið.” Andra líst vel á grannaslaginn sem er framundan í undanúrslitunum, en þar mætir Fram grönnum sínum í Val. „Það er draumur. Ég hef aldrei verið í svona nágrannaslögum í handboltanum. Þetta er Valur-Fram og ég trúi ekki öðru en það verði fullt bæði í Fram-heimilinu og Valshöllinni. Þetta verður bara sama veislan og þetta er búið að vera,” sagði þessi öflugi vinstri hornamaður að lokum.Vítakastkeppni:45-47 Þorgeir Bjarki skorar og skýtur Fram í undanúrslit. 45-46 Brynjólfur Snær skýtur í stöngina. 45-46 Arnar Birkir skorar. 45-45 Hákon Daði skorar. 44-45 Þorsteinn Gauti skorar. 44-44 Viktor Gísli ver frá Guðmundi Árna.44-44 Andri Þór skorar. 44-43 Tjörvi skorar. 43-43 Giedrius ver frá Matthíasi Daðasyni.80. mín (43-43): Arnar Birkir kom Fram yfir þegar tíu sekúndur voru eftir, en Haukarnir fóru í sókn og náðu að jafna metin. Heimir Óli gerði það af línunni. Við erum að fara í vító!80. mín (42-42): Adam Haukur jafnar! 40 sekúndur eftir. Fram í sókn.79. mín (41-42): Andri þór í gegnum Grétar og inn. Skorar. Ég sver það að boltinn fór í gegnum Grétar. Mikilvægt mark! Mínúta eftir og Haukar í sókn.78. mín (41-41): Adam skýtur í slá og Fram er með boltann. Rétt innan við tvær mínútur eftir.77. mín (41-41): Tjörvi rölti framhjá Matthíasi og skorar. Höndin var uppi. Dýrt. Hinu megin jafnar Þorsteinn Gauti. Þetta ætlar engan endi að taka.76. mín (40-40): Viktor Gísli heldur áfram að fara á kostum í markinu!! Ver hraðaupphlaup frá Guðmundi Árna og Andri Þór jafnar hinu megin með sínu áttunda marki. Þetta er einn rosalegasti leikur sem ég hef séð.Fyrri hálfleik framlengarinnar lokið (40-39): Guðmundur Árni kemur Haukum yfir. Það eru fimm mínútur í viðbót og ef það er jafnt eftir það erum við að fara í vítakastkeppni.74. mín (39-38): Viktor Gísli ver frá Heimi Óla af línunni. Andri Þór inn á demantinum nánast og skorar.973. mín (39-38): Adam Haukur kemur Haukunum yfir með alvöru neglu.72. mín (38-38): Löng sókn hjá Haukum sem endar með geggjuðu marki frá Tjörva. Átta frá honum. Þorsteinn Gauti jafnar hinu megin eftir frákast.Fyrstu framlengingu lokið (37-37): Haukarnir ná ekki að klára leikinn, en Ivkovic skýtur framhjá úr fríkastinu sem Haukarnir fengu undir lok leiktímans. Önnur framlenging!70. mín (36-37): Tjörvi skorar skorar og Sigurður jafnar!! ÞESSI DRAMATÍK!!!!69. mín (36-36): Haukarnir með boltann þegar 37 sekúndur eru eftir. Höndin fer að koma upp.68. mín (36-36): Valur vann í Eyjum, en hér var Adam að jafna. Tvær mínútur eftir.67. mín (35-35): Adam svarar strax og Þorgeir Bjarki fær svo dæmdan á sig ruðning. Viktor Gísli ver svo frá Guðmundi Árna í horninu.66. mín (34-35): Arnar Birkir með sitt tíunda mark. Grétar sá þennan aldrei.Fyrri hálfleik framlengingar lokið (34-34): Jafnt eftir fyrri hálfleik! Andri Þór jafnar eftir að Heimir Óli klúðraði dauðafæri af línunni hinu megin.64. mín (33-34): Guðmundur Árni kemur Haukunum yfir! Framarar voru alltof lengi að skila markverðinum í markið og fengu það í bakið.63. mín (33-33): Tjörvi jafnar með frábæru marki. Komið inn á köflum með mikilvæg mörk.62. mín (32-33): Sigurður Örn rekinn af velli með brottvísun, en Daníel Þór skýtur svo yfir. Fram með boltann.62. mín (32-33): Þorgeir Bjarki með sitt tíunda mark. Frábær leikur hjá honm.61. mín (32-32): Ömurlegt skot Ivkovic sem Viktor Gísli, einn besti maður vallarins í dag, ver auðveldlega.Venjulegum leiktíma lokið (32-32): ÞVÍLÍKAR LOKAMÍNÚTUR!!! Þorgeir Bjarki virtist vera tryggja Fram sigurinn þegar hann kom þeim í 32-31 þegar 20 sekúndur voru eftir, en Adam Haukur Baumruk jafnaði metin þegar fimm sekúndur voru eftir. Við erum á leið í framlengingu!60. mín (31-31): Daníel Þór skorar. Hver annar? Tólf mörk frá kappanum. Rosalegur leikur! Guðmundur Helgi tekur leikhlé þegar 38 sekúndur eru eftir.60. mín (30-31): Framarar stela boltanum og Matthías skorar í autt markið!! 50 sekúndur!!59. mín (30-30): Gunnar tekur leikhlé þegar ein mínúta og tólf sekúndur eru til leiksloka. Haukarnir eru með boltann, en höndin er uppi. Mark hér og Haukarnir eru búnir að tryggja sér að minnsta kosti framlengingu! Þvílík dramatík.59. mín (30-30): Grétar ver frá Arnari Birki, en gestirnir vilja fá fríkast. Haukarnir í sókn.58. mín (30-30): Gestirnir vinna boltann, en Matthías skýtur boltanum framhjá frá miðjunni gegn opnu marki! Dramatíkin ætlar ekki að taka enda, en Tjörvi jafnar hinu megin.57. mín (29-30): Matthías Bernhöj Daðason kemur Fram yfir af vítalínunni. Þrjár mínútur.56. mín (29-29): Viktor Gísli varði, en Andri Þór ætlaði að reyna henda boltanum fram á Þorgeir Bjarka en hann greip ekki boltann. Guðmundur Árni jafnar hinu megin.55. mín (28-29): Daníel Þór með sitt ellefta mark og munurinn eitt mark! Rúmar fimm mínútur eftir.54. mín (27-29): Sitthvor mörkin hjá liðunum. Grétar svo með mikilvæga vörslu.52. mín (26-28): Ivan Ivkovic með svakalegt mark. Um sjö mínútur eftir þegar Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram tekur leikhlé. Taugarnar verða þandar á þessum lokamínútum.52. mín (25-28): Þrjú mörk og átta mínútur.49. mín (23-27): Er Fram að slá út Íslandsmeistaranna? Fjögurra marka munur þegar Gunnari Magnússyni er nóg boðið og tekur leikhlé. Þórður Rafn er kominn í hornið í fyrsta sinn í leiknum. Ellefu mínútur til stefnu.48. mín (23-26): Einhver hiti í áhorfendum Hauka og bekknum hjá Fram. Sá ekki hvað gerðist, en Viktor Gísli er að verja virkilega vel í marki Fram. Drengurinn er 16 ára og er bara loka markinu.47. mín (22-26): Arnar Birkir er í ruglinu hérna. Var að hamra einum í netið. Níu mörk frá kappanum. Fjögurra marka munur áfram.46. mín (22-25): Daníel Þór Ingason er að draga Haukana að landi hérna. Eini sem er að skora, en drengurinn er kominn með átta mörk. Fleiri þurfa að stíga upp ef ekki á illa að fara.45. mín (21-25): Fjögurra marka munur! Stundarfjórðungur eftir.44. mín (21-23): Liðin skora á víxl.42. mín (20-22): Arnar Birkir fær núna smá hvíld í sókninni, en Haukarnir spila sjö í sókninni þessar mínútur. Ivkovic kemur í hægri skyttuna eftir langa hvíld.40. mín (19-21): Adam Haukur minnkar muninn í eitt mark, en Andri Þór svarar hinu megin. Haukarnir klippa Arnar Birki út núna.38. mín (18-20): Haukarnir geta minnkað muninn í eitt mark.37. mín (17-19): Tveggja marka munur. Heimamenn fá sína fyrstu brottvísun þegar Andra Heimi er vikið af velli. Rosaleg spenna hérna. Fjör í stúkunni líka.35. mín (16-18): Loksins skora heimamenn, en það gerir Daníel Þór af vítapunktinum. Grétar reynir svo skora yfir allan völlinn, en tveir Framarar fórna sér fyrir boltann. Þvílík ástríða. Guðmundur Árni minnkar svo muninn í tvö mörk. Haukarnir eru að finna gírinn sinn.33. mín (14-18): Þvílík byrjun á síðari hálfleiknum hjá Fram! Tvö hraðaupphlaup í röð og Haukarnir ráðþrota.31. mín (14-15): Sitt hvort markið frá liðunum hérna í upphafi síðari hálfleiks. Fram fær svo ódýra brottvísun á sig, en þeir hafa fengið þrjár í leiknum.31. mín (13-14): Síðari hálfleikur er hafinn. ÍBV er 16-14 yfir gegn Val í Eyjum, en sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir sigurvegaranum hér á Ásvöllum.Hálfleikur (13-14): Gestirnir úr Safamýrinni einu marki yfir í hálfleik. Þeir hafa verið sterkari og eru að vissu leyti óheppnir að vera ekki með meira forskot en raun ber vitni. Arnar Birkir er búinn vera frábær og er með sex mörk, en Viktor Gísli hefur verið öflugur í markinu. Hjá Haukum eru Tjörvi og Daníel Þór með þrjú mörk hvor, en Giedrius hefur dottið niður eftir öflugar upphafsmínútur. Grétar Ari er kominn í markið, en við erum að fara fá dúndur síðari hálfleik. Heyrumst eftir smá!28. mín (12-14): Andri þór skorar sitt þriðja mark í dag af vítalínunni. Tvær mínútur til hálfleiks og munurinn tvö mörk.26. mín (11-13): Haukarnir eru í tómu veseni. Tvisvar sinnum klúðra Framarar skoti yfir allan völlinn til þess að ná þriggja marka forskoti; fyrst skaut Andri í stöngina og svo Arnar Birkir rétt yfir markið. Heimamenn ljónheppnir.24. mín (10-12): Áfram leiða gestirnir.23. mín (9-11): Guðmundur Árni reyndi að jafna af vítalínunni eftir að Matthías Daðason var dæmdur brotlegur, en Viktor Gísli varði frá honum. Matthías fékk 2ja mínútna brottvísun í þokkabót svo Framarar er einum færri í annað skipti í leiknum. Arnar Birkir er í stuði.21. mín (8-9): Framarar halda forystunni. Þorgeir Bjarki með fáránlega afgreiðslu úr horninu. Geggjað mark.19. mín (7-8): Fjögur mörk í röð frá gestunum og Gunnari er nóg boðið og tekur leikhlé. Haukarnir eiga enn í vandræðum með uppstilltan sóknarleik og Viktor Gísli er í stuði bakvið sterka vörn.18. mín (7-7): Andri þór með tvö í röð og jafnar í 7-7. Líf og fjör.17. mín (7-6): Í uppstilltum sóknarleik eiga Haukarnir í töluverðu basli með að finna opnanir á Fram-vörninni. Andri Þór var að minnka muninn rétt í þessu af línunni.15. mín (7-5): Hratt síðustu mínútur en bæði lið að klúðra sínum færum. Giedrius heldur áfram að verja. Sirkús-mark frá Fram. Vonandi kveikir þetta aðeins í þeim aftur.12. mín (7-4): Þrjú í röð í autt markið. Ballið búið. Framarar missa svo boltann og Hákon Daði skorar úr hraðaupphlaupi. Þvílíkar mínútur hjá Fram. Afhroð.11. mín (5-4): Tvö mörk í röð frá Haukum þar sem þeir leggja boltann í autt markið.10. mín (3-3): Arnar Birkir er í stuði og jafnar metin þegar Fram er einum færri. Tjörvi kastar boltanum tvisvar útaf þegar Haukarnir eru fleiri í sókn. 1-0 fyrir Fram meðan þeir voru einum færri.8. mín (3-2): Óskynsamur sóknarleikur og ruðningur dæmdur á Þorstein Gauta. Framarar ná síðan ekki að skipta markverðinum inná svo hann hleypur af stað og dæmt tveggja mínútna brottvísun á bekkinn. Dýrt.7. mín (3-2): Hinn umtalaði Arnar Birkir kominn á blað. Morkunas er að loka búrinu hjá Haukunum.5. mín (3-1): Adam Haukur yfir allan völlinn og skorar. Tjörvi kominn með tvö. Sóknarleikur Fram staður.3. mín (1-1): Þorgeir Bjarki jafnar strax í næstu sókn fyrir Fram áður. Framarar að spila þétta og góða vörn hér í upphafi. Spila svo sjö í sókninni.1. mín (1-0): Tjörvi skorar fyrsta markið með geggjuðu undirhandaskoti. Fáránlega góður skotmaður.Fyrir leik: Liðin eru komin út á völl. Hent í Svakalegt ljósa-show hérna. Þetta er að hefjast.Fyrir leik: Átta mínútur í leik. Það er að fjölga á pöllunum. Liðin farin til búningsherbergja.Fyrir leik: Framarar voru afar ósáttir með frétt vefsíðunnar Fimmeinn.is á dögunum þar sem þeir birtu myndband af brotum Arnars Birkis gegn Haukum. Þeim var misboðið, en athyglisverð grein birtist á vefsíðu félagsins.Fyrir leik: Leikmenn Fram eru það fókuseraðir að tveir leikmenn hafa neitað Hauki Harðarsyni, íþróttafréttamanni á RÚV, um viðtal fyrir leikinn, en það eru þeir Arnar Birkir Hálfdánarson og markvörðurinn ungi, Viktor Gísli Hallgrímsson.Fyrir leik: Bæði lið eru þessa stundina að hita upp, en dómararnir þeir Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur Þrastarson eru með flauturnar. Eftirlitsmenn eru svo þeir Hlynur Leifsson og Arnar Geir Nikulásson.Fyrir leik: Arnar Birkir Hálfdánsson, stórskytta Fram, fékk rautt spjald í fyrsta leik liðanna og var í leikbanni í leik númer tvö. Það munar um minna í ungu liði Fram því hann skoraði sjö mörk í fyrsta leik liðanna. Það er gott fyrir Fram að endurheimta hann því hann er gífurlega mikilvægur þessu liði enda var hann valinn í úrvalslið seinni umferða Olís-deildarinnar.Fyrir leik: Fram vann fyrsta leik liðanna á Ásvöllum 33-32, en Haukarnir klúðruðu vítakasti undir lok leiktímans. Haukarnir unnu svo í Safamýrinni á þriðjudaginn með fjórum mörkum, 28-24. Fyrir leik: Hér í dag og kvöld er gífurlega mikið undir. Liðið sem tapar er á leið í sumarfrí, en þeir sem standa uppi sem sigurvegarar mæta ÍBV eða Val í undanúrslitunum. Þau mætast einnig í oddaleik í dag.Fyrir leik: Komiði sæl. Hér verður leik Hauka og Fram lýst, en þetta er oddaleikur milli liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Olís-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. Liðin höfðu fyrir leikinn unnið sitthvorn leikinn á útivelli. Staðan var 32-32 eftir venjulegan leiktíma, en eftir fyrstu framlenginu var staðan jöfn 37-37. Aftur var svo jafnt eftir framlenginu númer tvö, 43-43. Því þurfti að grípa til vítakastkeppni. Í henni reyndust gestirnir úr Safamýrinni sterkari og unnu að lokum, eftir vítakastkeppni, 47-45. Þeir eru því komnir í undanúrslit og mæta þar Val. Rosalegur leikur að baki. Haukarnir byrjuðu af krafti og náðu að finna ágætis takt gegn vörn Fram fyrstu fimm mínúturnar eða svo og voru komnir 3-1 yfir. Þeir náðu svo fljótlega þriggja marka forskoti, 7-4, en eftir það breyttist leikur Fram til hins betra. Þeir höfðu glutrað boltanum trekk í trekk fyrsta stundarfjórðunginn og Haukarnir skoruðu í autt markið enda tóku gestirnir markvörðinn útaf og létu aukamann inn í sóknarleikinn. Eftir þeir hættu því og fóru að spila agaðari sóknarleik og stórkostlegan varnarleik breyttist allt til hins betra. Þeir voru komnir 8-7 yfir eftir 19. mínútur. Heimamenn áttu í stökustu vandræðum í uppstilltum sóknarleik og reyndir menn eins og Tjörvi Þorgeirsson voru að kasta boltanum útaf trekk í trekk og fá dæmd á sig sóknarbrot. Arnar Birkir Hálfdánsson ætlaði svo sannarlega að koma sterkur til baka eftir leikbannið, en hann var kominn með sex mörk í fyrri hálfleik. Gestirnir einu marki yfir, 14-13, í hálfleik. Sama orkan var í varnarleik Fram í síðari hálfleik og áttu Íslandsmeistararnir í öskrandi vandræðum með varnarleik Fram. Daníel Þór Ingason var svo eini með lífsmarki í sóknarleik Hauka, en hann algjrölega dró þá að landi. Hann var með tólf mörk eftir venjulegan leiktíma. Sóknarlega hjá Fram var Arnar Birkir í sérflokki í leiknum, en margir lögðu þó lóð á vogaskálarnar í sóknarleik Fram. Hornamenninir Andri Þór og Þorgeir Bjarki voru komnir með nærri helming marka liðsins eftir venjulegan leiktíma. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka leiddu gestirnir með fjórum mörkum, 27-23 og heimamenn höfðu tíu mínútur til þess að bjarga andlitinu og sjálfu tímabilinu. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu og Guðmundur Árni jafnaði metin í fyrsta skiptið í langan tíma þegar hann jafnaði í 29-29. Eftir fjöugar lokamínútur var jafnt eftir venjulegan leiktíma, 32-32, og því þurfti að framlengja. Liðin skiptust á að skora í framlengingu númer eitt og Sigurður Örn Þorsteinsson jafnaði metin með svakalegu skoti rétt fyrir lok framlengarinnar og jafnaði því metin í 37-37. Því þurfti að framlengja aftur, en eftir framlengingu númer tvö voru liðin enn jöfn, 43-43. Því þurfti að knýja úrslitin fram í vító. Þar klúðruðu Framarar einu víti, en Haukarnir klúðruðu tveimur og því tryggði Fram sér sæti í undanúrslitum þvert á allar spár. Lokatölur tveggja marka sigur Fram, 47-45, í einum magnaðasta leik í manna minnum. Arnar Birkir Hálfdánsson var markahæstur Fram með tólf mörk alls, en einnig fékk Fram mikið af mörkum úr hornunum og þau reyndust mikilvæg. Saman skoruðu hornamennirnir Andri Þór Helgason og Þorgeir Bjarki Davíðsson 22 mörk samtals. Viktor Gísli Hallgrímsson átti svo algjöran stórleik í marki Fram, en drengurinn er einungis sextán ára gamall. Hann varði rúmlega tuttugu skot, en hann varði meira en markverðir Hauka tveir til samans. Ævintýraferð Fram heldur áfram, en þeim var af mörgum spáð frjálsu falli í vetur. Þeir mæta Val í undanúrslitum. Vonbrigðartímabil á enda hjá Haukum, en Íslandsmeistararnir frá því í fyrra unnu ekki neinn bikar á þessu ári og það er óásættanlegt á Ásvöllum. Daníel Þór Ingason var markahæstur hjá Haukum með tólf mörk, en hann var framan af eini með lífsmarki í sóknarleik Hauka. Markverðirnir náðu sér alls ekki á strik, en Tjörvi Þorgeirsson steig upp í síðari hlutanum af þessum maraþonleik. Hann endaði með tíu mörk, en Adam Haukur Baumruk, sem jafnaði undir lok annarar framlengarinnar, endaði með átta mörk.Gunnar: Stundum er sportið grimmt „Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram. „Við erum að tapa tveimur leikjum í þessu einvígi svona. Það er eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður. Það er erfitt að kyngja þessu, en við erum að klúðra þremur dauðafærum í báðum framlengingunum.” „Þetta voru færi af línunni og í hraðaupphlaupum þar sem við hefðum getað komið þessu í tvö mörk og náð frumkvæði. Við náðum því ekki og náðum þar af leiðandi ekki að hrista þá af okkur.” „Þetta er svekkjandi og ég veit ekki hvað maður getur sagt. Að tapa í vítakeppni er svekkjandi.” Gunnar er sammála undirrituðum með það að Haukarnir hefðu átt að spila betur í venjulegum leiktíma og áttu mikið inni fyrstu 60 mínútur leiksins. „Ég er svekktur yfir því hvernig við spiluðum í dag. Mér fannst við eiga nokkra inni í dag í smá tíma og náðum ekki sama varnarleik í dag og í síðustu tveimur leikjum.” „Mér fannst við koma okkur í færi 7 á 6, en við verðum að nýta þessi færi betur í oddaleik. Þú lifir ekkert af með svona mörg dauðafæri sem þú ferð með. Þetta er dýrt.” Í fyrsta leik liðanna komu Haukarnir með smá meðbyr inn í fyrstu framlenginguna og Gunnar fannst það sama vera upp á teningnum í kvöld. „Mér fannst við í báðum framlengingunum við vera með smá frumkvæði. Í báðum framlengingunum náðum við þrisvar að búa til færi til að koma okkur tveimur mörkum yfir. Ef þú ert kominn tveimur yfir í framlengingu þá ertu kominn með helvíti stór skref.” Tímabilið er titlalaust hjá Haukum og það er óásættanlegur árangur þar á bæ. Gunnar segir að það sé hægt að horfa á þetta frá fleiru en einu sjónarhorni. „Þetta eru mikil vonbrigði. Mér finnst við aldrei að hafa náð þeim hæðum sem við náðum í nóvember og desember. Mér finnst við hafa verið óstöðugir eftir áramót; bæði í leikjunum og á milli leikja. Ekki náð þessum stöðugleika.” „Við tölum um titlalaust tímabilið. Við töpum í bikarnum á síðustu sekúndunni í framlengingu og hérna töpum við tveimur leikjum í framlengingu á vítaköstum á síðustu sekúndunum,” sagði Gunnar og bætti við að lokum: „Við værum kannski að tala um allt annað dæmi ef þetta hefði fallið með okkur. Stundum er bara sportið grimmt. Maður þarf að kyngja þessu, en ég skal viðurkenna það að það mun taka einhvern tíma að komast yfir þetta sjokk,” sagði Gunnar hundfúll að lokum.Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, en Andri var frábær í vinstra horninu. „Þeir jöfnuðu tvisvar alveg í lokin og tryggðu sér þannig framlengingu, en við náðum að loka þessu í vító og áhorfendurnir fengu eitthvað fyrir peninginn.” Fram var komið í afar góða stöðu undir lok venjulegs leiktíma, en kastaði þeirri forystu frá sér. Þeir höfðu þetta að lokum og Andra er því alveg sama. „Við eigum það til að vera klaufar, eiginlega bara í flestum leikjum. Við erum búnir að vera klára þessa leiki þar sem þetta hefur verið jafnt.” „Ef við hefðum haldið betur á spilunum hefðum við getað klárað þetta í lokin, en við hleyptum þeim inn í leikinn. Þetta fór í tvær framlengingar og við unnum svo mér er alveg sama.” Fyrir tímabilið var litið á Fram sem algjört fallbyssufóður. Þeir höfðu misst marga lykilmenn og Guðmundur Helgi Pálsson tók við liðinu síðla sumars. Árangurinn er sér í lagi magnaður. „Ég held við séum búnir að troða sokk upp í ansi marga, en ég meina spá er bara spá. Þetta peppaði okkur bara upp. Ég ætla þakka ykkur bara fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi. Þetta hefur hjálpað okkur mikið.” Andra líst vel á grannaslaginn sem er framundan í undanúrslitunum, en þar mætir Fram grönnum sínum í Val. „Það er draumur. Ég hef aldrei verið í svona nágrannaslögum í handboltanum. Þetta er Valur-Fram og ég trúi ekki öðru en það verði fullt bæði í Fram-heimilinu og Valshöllinni. Þetta verður bara sama veislan og þetta er búið að vera,” sagði þessi öflugi vinstri hornamaður að lokum.Vítakastkeppni:45-47 Þorgeir Bjarki skorar og skýtur Fram í undanúrslit. 45-46 Brynjólfur Snær skýtur í stöngina. 45-46 Arnar Birkir skorar. 45-45 Hákon Daði skorar. 44-45 Þorsteinn Gauti skorar. 44-44 Viktor Gísli ver frá Guðmundi Árna.44-44 Andri Þór skorar. 44-43 Tjörvi skorar. 43-43 Giedrius ver frá Matthíasi Daðasyni.80. mín (43-43): Arnar Birkir kom Fram yfir þegar tíu sekúndur voru eftir, en Haukarnir fóru í sókn og náðu að jafna metin. Heimir Óli gerði það af línunni. Við erum að fara í vító!80. mín (42-42): Adam Haukur jafnar! 40 sekúndur eftir. Fram í sókn.79. mín (41-42): Andri þór í gegnum Grétar og inn. Skorar. Ég sver það að boltinn fór í gegnum Grétar. Mikilvægt mark! Mínúta eftir og Haukar í sókn.78. mín (41-41): Adam skýtur í slá og Fram er með boltann. Rétt innan við tvær mínútur eftir.77. mín (41-41): Tjörvi rölti framhjá Matthíasi og skorar. Höndin var uppi. Dýrt. Hinu megin jafnar Þorsteinn Gauti. Þetta ætlar engan endi að taka.76. mín (40-40): Viktor Gísli heldur áfram að fara á kostum í markinu!! Ver hraðaupphlaup frá Guðmundi Árna og Andri Þór jafnar hinu megin með sínu áttunda marki. Þetta er einn rosalegasti leikur sem ég hef séð.Fyrri hálfleik framlengarinnar lokið (40-39): Guðmundur Árni kemur Haukum yfir. Það eru fimm mínútur í viðbót og ef það er jafnt eftir það erum við að fara í vítakastkeppni.74. mín (39-38): Viktor Gísli ver frá Heimi Óla af línunni. Andri Þór inn á demantinum nánast og skorar.973. mín (39-38): Adam Haukur kemur Haukunum yfir með alvöru neglu.72. mín (38-38): Löng sókn hjá Haukum sem endar með geggjuðu marki frá Tjörva. Átta frá honum. Þorsteinn Gauti jafnar hinu megin eftir frákast.Fyrstu framlengingu lokið (37-37): Haukarnir ná ekki að klára leikinn, en Ivkovic skýtur framhjá úr fríkastinu sem Haukarnir fengu undir lok leiktímans. Önnur framlenging!70. mín (36-37): Tjörvi skorar skorar og Sigurður jafnar!! ÞESSI DRAMATÍK!!!!69. mín (36-36): Haukarnir með boltann þegar 37 sekúndur eru eftir. Höndin fer að koma upp.68. mín (36-36): Valur vann í Eyjum, en hér var Adam að jafna. Tvær mínútur eftir.67. mín (35-35): Adam svarar strax og Þorgeir Bjarki fær svo dæmdan á sig ruðning. Viktor Gísli ver svo frá Guðmundi Árna í horninu.66. mín (34-35): Arnar Birkir með sitt tíunda mark. Grétar sá þennan aldrei.Fyrri hálfleik framlengingar lokið (34-34): Jafnt eftir fyrri hálfleik! Andri Þór jafnar eftir að Heimir Óli klúðraði dauðafæri af línunni hinu megin.64. mín (33-34): Guðmundur Árni kemur Haukunum yfir! Framarar voru alltof lengi að skila markverðinum í markið og fengu það í bakið.63. mín (33-33): Tjörvi jafnar með frábæru marki. Komið inn á köflum með mikilvæg mörk.62. mín (32-33): Sigurður Örn rekinn af velli með brottvísun, en Daníel Þór skýtur svo yfir. Fram með boltann.62. mín (32-33): Þorgeir Bjarki með sitt tíunda mark. Frábær leikur hjá honm.61. mín (32-32): Ömurlegt skot Ivkovic sem Viktor Gísli, einn besti maður vallarins í dag, ver auðveldlega.Venjulegum leiktíma lokið (32-32): ÞVÍLÍKAR LOKAMÍNÚTUR!!! Þorgeir Bjarki virtist vera tryggja Fram sigurinn þegar hann kom þeim í 32-31 þegar 20 sekúndur voru eftir, en Adam Haukur Baumruk jafnaði metin þegar fimm sekúndur voru eftir. Við erum á leið í framlengingu!60. mín (31-31): Daníel Þór skorar. Hver annar? Tólf mörk frá kappanum. Rosalegur leikur! Guðmundur Helgi tekur leikhlé þegar 38 sekúndur eru eftir.60. mín (30-31): Framarar stela boltanum og Matthías skorar í autt markið!! 50 sekúndur!!59. mín (30-30): Gunnar tekur leikhlé þegar ein mínúta og tólf sekúndur eru til leiksloka. Haukarnir eru með boltann, en höndin er uppi. Mark hér og Haukarnir eru búnir að tryggja sér að minnsta kosti framlengingu! Þvílík dramatík.59. mín (30-30): Grétar ver frá Arnari Birki, en gestirnir vilja fá fríkast. Haukarnir í sókn.58. mín (30-30): Gestirnir vinna boltann, en Matthías skýtur boltanum framhjá frá miðjunni gegn opnu marki! Dramatíkin ætlar ekki að taka enda, en Tjörvi jafnar hinu megin.57. mín (29-30): Matthías Bernhöj Daðason kemur Fram yfir af vítalínunni. Þrjár mínútur.56. mín (29-29): Viktor Gísli varði, en Andri Þór ætlaði að reyna henda boltanum fram á Þorgeir Bjarka en hann greip ekki boltann. Guðmundur Árni jafnar hinu megin.55. mín (28-29): Daníel Þór með sitt ellefta mark og munurinn eitt mark! Rúmar fimm mínútur eftir.54. mín (27-29): Sitthvor mörkin hjá liðunum. Grétar svo með mikilvæga vörslu.52. mín (26-28): Ivan Ivkovic með svakalegt mark. Um sjö mínútur eftir þegar Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram tekur leikhlé. Taugarnar verða þandar á þessum lokamínútum.52. mín (25-28): Þrjú mörk og átta mínútur.49. mín (23-27): Er Fram að slá út Íslandsmeistaranna? Fjögurra marka munur þegar Gunnari Magnússyni er nóg boðið og tekur leikhlé. Þórður Rafn er kominn í hornið í fyrsta sinn í leiknum. Ellefu mínútur til stefnu.48. mín (23-26): Einhver hiti í áhorfendum Hauka og bekknum hjá Fram. Sá ekki hvað gerðist, en Viktor Gísli er að verja virkilega vel í marki Fram. Drengurinn er 16 ára og er bara loka markinu.47. mín (22-26): Arnar Birkir er í ruglinu hérna. Var að hamra einum í netið. Níu mörk frá kappanum. Fjögurra marka munur áfram.46. mín (22-25): Daníel Þór Ingason er að draga Haukana að landi hérna. Eini sem er að skora, en drengurinn er kominn með átta mörk. Fleiri þurfa að stíga upp ef ekki á illa að fara.45. mín (21-25): Fjögurra marka munur! Stundarfjórðungur eftir.44. mín (21-23): Liðin skora á víxl.42. mín (20-22): Arnar Birkir fær núna smá hvíld í sókninni, en Haukarnir spila sjö í sókninni þessar mínútur. Ivkovic kemur í hægri skyttuna eftir langa hvíld.40. mín (19-21): Adam Haukur minnkar muninn í eitt mark, en Andri Þór svarar hinu megin. Haukarnir klippa Arnar Birki út núna.38. mín (18-20): Haukarnir geta minnkað muninn í eitt mark.37. mín (17-19): Tveggja marka munur. Heimamenn fá sína fyrstu brottvísun þegar Andra Heimi er vikið af velli. Rosaleg spenna hérna. Fjör í stúkunni líka.35. mín (16-18): Loksins skora heimamenn, en það gerir Daníel Þór af vítapunktinum. Grétar reynir svo skora yfir allan völlinn, en tveir Framarar fórna sér fyrir boltann. Þvílík ástríða. Guðmundur Árni minnkar svo muninn í tvö mörk. Haukarnir eru að finna gírinn sinn.33. mín (14-18): Þvílík byrjun á síðari hálfleiknum hjá Fram! Tvö hraðaupphlaup í röð og Haukarnir ráðþrota.31. mín (14-15): Sitt hvort markið frá liðunum hérna í upphafi síðari hálfleiks. Fram fær svo ódýra brottvísun á sig, en þeir hafa fengið þrjár í leiknum.31. mín (13-14): Síðari hálfleikur er hafinn. ÍBV er 16-14 yfir gegn Val í Eyjum, en sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir sigurvegaranum hér á Ásvöllum.Hálfleikur (13-14): Gestirnir úr Safamýrinni einu marki yfir í hálfleik. Þeir hafa verið sterkari og eru að vissu leyti óheppnir að vera ekki með meira forskot en raun ber vitni. Arnar Birkir er búinn vera frábær og er með sex mörk, en Viktor Gísli hefur verið öflugur í markinu. Hjá Haukum eru Tjörvi og Daníel Þór með þrjú mörk hvor, en Giedrius hefur dottið niður eftir öflugar upphafsmínútur. Grétar Ari er kominn í markið, en við erum að fara fá dúndur síðari hálfleik. Heyrumst eftir smá!28. mín (12-14): Andri þór skorar sitt þriðja mark í dag af vítalínunni. Tvær mínútur til hálfleiks og munurinn tvö mörk.26. mín (11-13): Haukarnir eru í tómu veseni. Tvisvar sinnum klúðra Framarar skoti yfir allan völlinn til þess að ná þriggja marka forskoti; fyrst skaut Andri í stöngina og svo Arnar Birkir rétt yfir markið. Heimamenn ljónheppnir.24. mín (10-12): Áfram leiða gestirnir.23. mín (9-11): Guðmundur Árni reyndi að jafna af vítalínunni eftir að Matthías Daðason var dæmdur brotlegur, en Viktor Gísli varði frá honum. Matthías fékk 2ja mínútna brottvísun í þokkabót svo Framarar er einum færri í annað skipti í leiknum. Arnar Birkir er í stuði.21. mín (8-9): Framarar halda forystunni. Þorgeir Bjarki með fáránlega afgreiðslu úr horninu. Geggjað mark.19. mín (7-8): Fjögur mörk í röð frá gestunum og Gunnari er nóg boðið og tekur leikhlé. Haukarnir eiga enn í vandræðum með uppstilltan sóknarleik og Viktor Gísli er í stuði bakvið sterka vörn.18. mín (7-7): Andri þór með tvö í röð og jafnar í 7-7. Líf og fjör.17. mín (7-6): Í uppstilltum sóknarleik eiga Haukarnir í töluverðu basli með að finna opnanir á Fram-vörninni. Andri Þór var að minnka muninn rétt í þessu af línunni.15. mín (7-5): Hratt síðustu mínútur en bæði lið að klúðra sínum færum. Giedrius heldur áfram að verja. Sirkús-mark frá Fram. Vonandi kveikir þetta aðeins í þeim aftur.12. mín (7-4): Þrjú í röð í autt markið. Ballið búið. Framarar missa svo boltann og Hákon Daði skorar úr hraðaupphlaupi. Þvílíkar mínútur hjá Fram. Afhroð.11. mín (5-4): Tvö mörk í röð frá Haukum þar sem þeir leggja boltann í autt markið.10. mín (3-3): Arnar Birkir er í stuði og jafnar metin þegar Fram er einum færri. Tjörvi kastar boltanum tvisvar útaf þegar Haukarnir eru fleiri í sókn. 1-0 fyrir Fram meðan þeir voru einum færri.8. mín (3-2): Óskynsamur sóknarleikur og ruðningur dæmdur á Þorstein Gauta. Framarar ná síðan ekki að skipta markverðinum inná svo hann hleypur af stað og dæmt tveggja mínútna brottvísun á bekkinn. Dýrt.7. mín (3-2): Hinn umtalaði Arnar Birkir kominn á blað. Morkunas er að loka búrinu hjá Haukunum.5. mín (3-1): Adam Haukur yfir allan völlinn og skorar. Tjörvi kominn með tvö. Sóknarleikur Fram staður.3. mín (1-1): Þorgeir Bjarki jafnar strax í næstu sókn fyrir Fram áður. Framarar að spila þétta og góða vörn hér í upphafi. Spila svo sjö í sókninni.1. mín (1-0): Tjörvi skorar fyrsta markið með geggjuðu undirhandaskoti. Fáránlega góður skotmaður.Fyrir leik: Liðin eru komin út á völl. Hent í Svakalegt ljósa-show hérna. Þetta er að hefjast.Fyrir leik: Átta mínútur í leik. Það er að fjölga á pöllunum. Liðin farin til búningsherbergja.Fyrir leik: Framarar voru afar ósáttir með frétt vefsíðunnar Fimmeinn.is á dögunum þar sem þeir birtu myndband af brotum Arnars Birkis gegn Haukum. Þeim var misboðið, en athyglisverð grein birtist á vefsíðu félagsins.Fyrir leik: Leikmenn Fram eru það fókuseraðir að tveir leikmenn hafa neitað Hauki Harðarsyni, íþróttafréttamanni á RÚV, um viðtal fyrir leikinn, en það eru þeir Arnar Birkir Hálfdánarson og markvörðurinn ungi, Viktor Gísli Hallgrímsson.Fyrir leik: Bæði lið eru þessa stundina að hita upp, en dómararnir þeir Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur Þrastarson eru með flauturnar. Eftirlitsmenn eru svo þeir Hlynur Leifsson og Arnar Geir Nikulásson.Fyrir leik: Arnar Birkir Hálfdánsson, stórskytta Fram, fékk rautt spjald í fyrsta leik liðanna og var í leikbanni í leik númer tvö. Það munar um minna í ungu liði Fram því hann skoraði sjö mörk í fyrsta leik liðanna. Það er gott fyrir Fram að endurheimta hann því hann er gífurlega mikilvægur þessu liði enda var hann valinn í úrvalslið seinni umferða Olís-deildarinnar.Fyrir leik: Fram vann fyrsta leik liðanna á Ásvöllum 33-32, en Haukarnir klúðruðu vítakasti undir lok leiktímans. Haukarnir unnu svo í Safamýrinni á þriðjudaginn með fjórum mörkum, 28-24. Fyrir leik: Hér í dag og kvöld er gífurlega mikið undir. Liðið sem tapar er á leið í sumarfrí, en þeir sem standa uppi sem sigurvegarar mæta ÍBV eða Val í undanúrslitunum. Þau mætast einnig í oddaleik í dag.Fyrir leik: Komiði sæl. Hér verður leik Hauka og Fram lýst, en þetta er oddaleikur milli liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla.
Olís-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti