Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 23:36 Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Ramzan Kadyrov héraðsstjóri Téténíu. vísir/getty „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ Þetta er brot úr viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Adam, samkynhneigðan mann frá Téténíu, sem var í haldi yfirvalda vegna kynhneigðar sinnar og sætti pyntingum. Hann mátti þola raflost og barsmíðar á meðan ókvæðisorðum var hreytt í hann fyrir að vera samkynhneigður. Mennirnir sem níddust á honum vildu fá upplýsingar um fleiri samkynhneigða menn í Téténíu en það er sjálfsstjórnarhérað í Rússlandi. Frásögn Adams styður við fréttir sem hafa borist frá Téténíu undanfarið um að yfirvöld í héraðinu séu í herferð gegn samkynhneigðum sem þar búa. Talið er að jafnvel hundruð manna hafi verið handteknir vegna kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum.Flúði frá Téténíu Að sögn Adams var hann fluttur í einhvers konar óformlegt fangelsi þar sem hann dvaldi ásamt tólf öðrum samkynhneigðum mönnum. Þeir voru allir pyntaðir á hverjum einasta degi. Adam náði að flýja frá Téténíu eftir að hafa verið í haldi í um tíu daga og var sendur til fjölskyldu sinnar. „Þeir sögðu: „Sonur ykkar er hommi. Þið megið gera það sem þið viljið við hann,““ segir Adam. Hann þrætti þó fyrir það við fjölskyldu sína að vera samkynhneigður en faðir hans neitaði engu að síður að tala við hann og hótaði honum ofbeldi. Adam pakkaði því niður í tösku nokkrum dögum seinna og flúði heimaland sitt. Hann hefur ekkert talað við fjölskylduna sína síðan og vill komast eins langt í burtu frá Téténíu eins og hann getur. „Við erum að tala um ofsóknir gegn samkynhneigðum þar sem hundruð þeirra hefur verið rænt af yfirvöldum í Téténíu. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í Rússlandi eða í nútímaheimssögunni. Það er enginn vafi á því að þetta er glæpur gegn mannkyninu,“ segir Igor Kochetkov, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Sankti Pétursborg í Rússlandi.Lifa tvöföldu lífi Í íhaldssömu samfélagi Téténíu er það séð skömm á allri fjölskyldunni ef einhver fjölskyldumeðlimur er samkynhneigður. Margir samkynhneigðir Téténar lifa því tvöföldu lífi, eru giftir og segja engum frá hvernig þeim raunverulega líður. Talsmaður Ramzan Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, hefur alfarið neitað því að yfirvöld í héraðinu hafi handtekið og pyntað samkynhneigða. Hann hefur raunar sagt að enga samkynhneigða sé að finna í Téténíu og því eigi engar ofsóknir sér stað þar sem ekki sé hægt að ofsækja þá sem eru ekki til. Kadyrov hefur í gegnum tíðina verið sakaður um ýmis konar mannréttindabrot. Hann er nýtur stuðnings Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
„Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ Þetta er brot úr viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Adam, samkynhneigðan mann frá Téténíu, sem var í haldi yfirvalda vegna kynhneigðar sinnar og sætti pyntingum. Hann mátti þola raflost og barsmíðar á meðan ókvæðisorðum var hreytt í hann fyrir að vera samkynhneigður. Mennirnir sem níddust á honum vildu fá upplýsingar um fleiri samkynhneigða menn í Téténíu en það er sjálfsstjórnarhérað í Rússlandi. Frásögn Adams styður við fréttir sem hafa borist frá Téténíu undanfarið um að yfirvöld í héraðinu séu í herferð gegn samkynhneigðum sem þar búa. Talið er að jafnvel hundruð manna hafi verið handteknir vegna kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum.Flúði frá Téténíu Að sögn Adams var hann fluttur í einhvers konar óformlegt fangelsi þar sem hann dvaldi ásamt tólf öðrum samkynhneigðum mönnum. Þeir voru allir pyntaðir á hverjum einasta degi. Adam náði að flýja frá Téténíu eftir að hafa verið í haldi í um tíu daga og var sendur til fjölskyldu sinnar. „Þeir sögðu: „Sonur ykkar er hommi. Þið megið gera það sem þið viljið við hann,““ segir Adam. Hann þrætti þó fyrir það við fjölskyldu sína að vera samkynhneigður en faðir hans neitaði engu að síður að tala við hann og hótaði honum ofbeldi. Adam pakkaði því niður í tösku nokkrum dögum seinna og flúði heimaland sitt. Hann hefur ekkert talað við fjölskylduna sína síðan og vill komast eins langt í burtu frá Téténíu eins og hann getur. „Við erum að tala um ofsóknir gegn samkynhneigðum þar sem hundruð þeirra hefur verið rænt af yfirvöldum í Téténíu. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í Rússlandi eða í nútímaheimssögunni. Það er enginn vafi á því að þetta er glæpur gegn mannkyninu,“ segir Igor Kochetkov, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Sankti Pétursborg í Rússlandi.Lifa tvöföldu lífi Í íhaldssömu samfélagi Téténíu er það séð skömm á allri fjölskyldunni ef einhver fjölskyldumeðlimur er samkynhneigður. Margir samkynhneigðir Téténar lifa því tvöföldu lífi, eru giftir og segja engum frá hvernig þeim raunverulega líður. Talsmaður Ramzan Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, hefur alfarið neitað því að yfirvöld í héraðinu hafi handtekið og pyntað samkynhneigða. Hann hefur raunar sagt að enga samkynhneigða sé að finna í Téténíu og því eigi engar ofsóknir sér stað þar sem ekki sé hægt að ofsækja þá sem eru ekki til. Kadyrov hefur í gegnum tíðina verið sakaður um ýmis konar mannréttindabrot. Hann er nýtur stuðnings Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31
Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43