Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. Í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér segir að stjórnvöld hafa ítrekað gefið fyrirheit um að fjármögnun háskólastigsins á Íslandi verði í takt við það sem gerist í nágrannalöndum. Með fjármálaáætluninni sé ekki verið að efna þessi fyrirheit.
„Fyrirliggjandi fjármálaáætlun er sérstaklega til þess fallin að grafa undan starfsemi Háskóla Íslands en á síðustu árum hefur skólinn mátt þola umtalsverðan niðurskurð. Ef fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur óbreytt verður ekki möguleiki á auknu framlagi til kennslu og rannsókna, sem hefur mátt þola verulegan niðurskurð síðustu ár,“ segir meðal annars.
Þar er einnig bent á að nái fjármálaáætlunin óbreytt fram að ganga sé hætta á að Háskóli Íslands dragist aftur úr í alþjóðlegum samanburði háskóla, þurfi að minnka námsframboð, fresta nauðsynlegri þróun kennsluhátta og hætta við brýna uppbyggingu innviða rannsókna og nýsköpunar.
Stjórnin skorar á ríkisstjórnina að endurskoða fjárhagsáætlun fyrir 2018-2022 með það í huga að hækka töluvert fjárframlag til háskólastigsins.
„Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni,“ segir enn fremur í tilkynningunni.
Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands
Benedikt Bóas skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Ofbýður hvað Reykjavík er ljót
Innlent








Diljá Mist boðar til fundar
Innlent