550 hestafla Mustang Ecoboost á 33.000 dollara Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2017 09:46 Ford Mustang. Það eru ekki margri 550 hestafla sportbílarnir sem fást á minna en 4 milljónir króna en slík kaup má gera hjá einum umboðsaðila Ford í Ohio, nánar tiltekið í bænum Lebanon. Þar er þessi vinsæli bíll til sölu með viðbótar Borg-Warner forþjöppu og stærri keflablásara tengda við venjulega Ecoboost Ford vél sem senda 550 hestöfl til afturhjóla bílsins. Verð bílsins er 32.995 dollarar, eða innan við 4 milljónir króna. Ódýrasta gerð Mustang kostar 26.195 dollara en Mustang GT kostar 33.195 dollara. 2018 árgerðin af Ford Mustang GT er 455 hestöfl og því er þessi ódýri Mustang Ecoboost tæplega 100 hestöflum öflugri en samt ódýrari. Þetta magnaða tilboð umboðsaðilans í Ohio ætti því að freista margra þeirra sem vilja eignast öflugan sportbíl á spottprís. Hingað kominn yrði þessi magnaði bíll þó nokkru dýrari þar sem hann fellur vafalaust ekki í ódýrasta vörugjaldsflokk. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent
Það eru ekki margri 550 hestafla sportbílarnir sem fást á minna en 4 milljónir króna en slík kaup má gera hjá einum umboðsaðila Ford í Ohio, nánar tiltekið í bænum Lebanon. Þar er þessi vinsæli bíll til sölu með viðbótar Borg-Warner forþjöppu og stærri keflablásara tengda við venjulega Ecoboost Ford vél sem senda 550 hestöfl til afturhjóla bílsins. Verð bílsins er 32.995 dollarar, eða innan við 4 milljónir króna. Ódýrasta gerð Mustang kostar 26.195 dollara en Mustang GT kostar 33.195 dollara. 2018 árgerðin af Ford Mustang GT er 455 hestöfl og því er þessi ódýri Mustang Ecoboost tæplega 100 hestöflum öflugri en samt ódýrari. Þetta magnaða tilboð umboðsaðilans í Ohio ætti því að freista margra þeirra sem vilja eignast öflugan sportbíl á spottprís. Hingað kominn yrði þessi magnaði bíll þó nokkru dýrari þar sem hann fellur vafalaust ekki í ódýrasta vörugjaldsflokk.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent