Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 22:57 Kim Kardashian var ein á hótelherbergi árið 2016 þegar fimm menn brutust inn. EPA Árið 2016 var brotist á hótelherbergi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, hún bundin á höndum og fótum og skartgripum hennar rænt. Réttarhald yfir mönnunum hefst um miðjan maí og mun Kardashian bera vitni. Þjófunum hefur verið gefið viðurnefnið „afa-ræningjarnir“ en þeir vissu ekki að um stórstjörnu var að ræða fyrr en daginn eftir ránið. Tíu karlmenn, flestir fæddir á sjötta áratug síðustu aldar, fara fyrir dóm um miðjan apríl vegna ránsins. Fimm þeirra eru ákærðir fyrir að taka þátt í ráninu, þar á meðal Yunice Abbas og Aomar Ait Khedache sem hafa játað sök. Hópurinn fékk viðurnefni sitt þar sem flestir eru nú á sjötugsaldri. Abbas skrifaði seinna í endurminningar sínar að ránið átti að vera það síðasta áður en hann færi á eftirlaun. Yunice Abbas, einn ræningjanna, gaf út bók um ránið.EPA Ránið átti sér stað aðfaranótt 3. október árið 2016 þegar Kardashian var stödd á hóteli í París. Abbas og fjórir aðrir samverkamenn fylgdust með hótelinu fram eftir kvöldi. Klukkan þrjú um nóttina réðust þeir svo inn, klæddir sem lögreglumenn og með byssu meðferðis. Þeir hótuðu starfsmanninum í afgreiðslunni sem leiddi mennina fimm upp að herbergi Kardashian. Hún heyrði í hópnum nálgast og reyndi að hringja í neyðarlínuna með símanúmerinu 911 en það er númer neyðarlínunnar í Bandaríkjunum og því svaraði enginn. Mennirnir réðust inn í herbergið og létu hana afhenda trúlofunarhringinn sinn en á þeim tíma var hún trúlofuð rapparanum Kanye West. Þá bundu þeir hana á höndum og fótum og fóru með inn á baðherbergi. Þeir rændu skartgripum að andvirði tíu milljóna dollara sem samsvarar tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þar af kostaði trúlofunarhringurinn fjórar milljónir dollara eða rúmar fimm hundruð milljónir íslenskra króna. Mennirnir fimm flúðu á hjólum en Kardashian náði að losa sig og hringja í lögregluna. Hún yfirgaf borgina strax um morguninn. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar hófu að fjalla um ránið sem Abbas og félagar gerðu sér grein fyrir að þeir hefðu rænt fræga raunveruleikastjörnu. Trúlofunarhringurinn ekki enn fundinn Í ítarlegri umfjöllun BBC um málið segir að bæði öryggisverðir Kardashian og ræningjarnir hafi gert grundvallarmistök þessa nótt. Til að mynda misstu þeir einn poka með skartgripum í á meðan þeir flúðu vettvang „Þeir tóku ekki með í reikninginn hversu þróaður lögreglubúnaðurinn var, sem getur núna fundið agnarsmáar leifar af DNA ræningjanna hvar sem er,“ segir Particia Tourancheau, blaðamaður sem fjallar um glæpi og höfundur bókar um ránið og ítarlega umfjöllun um líf glæpamannanna. Ræningjarnir fóru með skartgripina til Belgíu til að selja þá og fékk Abbas 75 þúsund evrur, eða rúmar tíu milljónir króna, fyrir þá. Hinir fengu lægri upphæð. Trúlofunarhringurinn hvarf hins vegar þar sem þeir töldu hringinn of auðþekkjanlegan til að reyna selja hann. Kardashian ber vitni Líkt og áður kom fram fara tíu menn fyrir dóm en samkvæmt CNN voru tólf menn ákærðir. Einn þeirra er látinn og annar er með alvarlega heilabilun svo líklegt er að honum verði veitt undanþága. Átta hafa neitað sök en Abbas og Khedache hafa játað sök. Kardashian mun bera vitni í dómsal í Frakklandi en verða þá næstum níu ár síðan atburðurinn átti sér stað. Frakkland Hollywood Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Tíu karlmenn, flestir fæddir á sjötta áratug síðustu aldar, fara fyrir dóm um miðjan apríl vegna ránsins. Fimm þeirra eru ákærðir fyrir að taka þátt í ráninu, þar á meðal Yunice Abbas og Aomar Ait Khedache sem hafa játað sök. Hópurinn fékk viðurnefni sitt þar sem flestir eru nú á sjötugsaldri. Abbas skrifaði seinna í endurminningar sínar að ránið átti að vera það síðasta áður en hann færi á eftirlaun. Yunice Abbas, einn ræningjanna, gaf út bók um ránið.EPA Ránið átti sér stað aðfaranótt 3. október árið 2016 þegar Kardashian var stödd á hóteli í París. Abbas og fjórir aðrir samverkamenn fylgdust með hótelinu fram eftir kvöldi. Klukkan þrjú um nóttina réðust þeir svo inn, klæddir sem lögreglumenn og með byssu meðferðis. Þeir hótuðu starfsmanninum í afgreiðslunni sem leiddi mennina fimm upp að herbergi Kardashian. Hún heyrði í hópnum nálgast og reyndi að hringja í neyðarlínuna með símanúmerinu 911 en það er númer neyðarlínunnar í Bandaríkjunum og því svaraði enginn. Mennirnir réðust inn í herbergið og létu hana afhenda trúlofunarhringinn sinn en á þeim tíma var hún trúlofuð rapparanum Kanye West. Þá bundu þeir hana á höndum og fótum og fóru með inn á baðherbergi. Þeir rændu skartgripum að andvirði tíu milljóna dollara sem samsvarar tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þar af kostaði trúlofunarhringurinn fjórar milljónir dollara eða rúmar fimm hundruð milljónir íslenskra króna. Mennirnir fimm flúðu á hjólum en Kardashian náði að losa sig og hringja í lögregluna. Hún yfirgaf borgina strax um morguninn. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar hófu að fjalla um ránið sem Abbas og félagar gerðu sér grein fyrir að þeir hefðu rænt fræga raunveruleikastjörnu. Trúlofunarhringurinn ekki enn fundinn Í ítarlegri umfjöllun BBC um málið segir að bæði öryggisverðir Kardashian og ræningjarnir hafi gert grundvallarmistök þessa nótt. Til að mynda misstu þeir einn poka með skartgripum í á meðan þeir flúðu vettvang „Þeir tóku ekki með í reikninginn hversu þróaður lögreglubúnaðurinn var, sem getur núna fundið agnarsmáar leifar af DNA ræningjanna hvar sem er,“ segir Particia Tourancheau, blaðamaður sem fjallar um glæpi og höfundur bókar um ránið og ítarlega umfjöllun um líf glæpamannanna. Ræningjarnir fóru með skartgripina til Belgíu til að selja þá og fékk Abbas 75 þúsund evrur, eða rúmar tíu milljónir króna, fyrir þá. Hinir fengu lægri upphæð. Trúlofunarhringurinn hvarf hins vegar þar sem þeir töldu hringinn of auðþekkjanlegan til að reyna selja hann. Kardashian ber vitni Líkt og áður kom fram fara tíu menn fyrir dóm en samkvæmt CNN voru tólf menn ákærðir. Einn þeirra er látinn og annar er með alvarlega heilabilun svo líklegt er að honum verði veitt undanþága. Átta hafa neitað sök en Abbas og Khedache hafa játað sök. Kardashian mun bera vitni í dómsal í Frakklandi en verða þá næstum níu ár síðan atburðurinn átti sér stað.
Frakkland Hollywood Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira