Erlent

Mikið blóð og merki um átök í íbúðinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglar starfar nú á vettvangi.
Lögreglar starfar nú á vettvangi. Vísir/EPA
Lögregla segir að aðkoman í íbúðinni í Brønshøj í Kaupmannahöfn þar sem ótilgreindur fjöldi líka fannst í morgun hafi verið hryllileg. Líkin fundust er lögregla sinnti útkalli vegna heimiliserja.

„Rannsókn málsins er hafin og við reynum að komast að því hvað átti sér stað hér. Það var mikið blóð í íbúðinni og merki um átök,“ sagði Ove B. Larsson, stjórnandi aðgerða á vettvangi í samtali við Ekstrabladet.

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en lögregla vill ekki gefa upp hvernig hann tengist málinu. Ekki hefur verið upplýst hversu margir fundust látnir, né hvað talið er hafa gerst.

Í samtali við Ekstrabladed segjast nágrannar hafa heyrt öskur og læti frá íbúðinni, þar á meðal barnsgrát.

Fjöldi lögreglumanna og tæknimanna starfar nú á vettvangi við rannsókn málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×