Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2017 06:00 Fleiri sérsveitarmenn voru á vakt um helgina en venja er vegna hryðjuverkanna í Stokkhólmi og sprengju sem fannst í Ósló. vísir/vilhelm Lögreglan mun hafa aukið eftirlit að minnsta kosti fram yfir páska vegna árásarinnar í Stokkhólmi fyrir helgi og atburðar í Ósló um helgina, þegar heimagerð sprengja fannst. Eftir að fréttir af árásinni í Svíþjóð bárust virkjaði greiningardeild Ríkislögreglustjóra verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Í því fólust tilmæli til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vera sérstaklega vakandi vegna flugumferðar, ákveðið var að fjölga sérsveitarmönnum á vakt og lögreglulið fékk tilmæli um að vera á varðbergi gagnvart grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi. „En eins og staðan er núna höfum við ekki hækkað okkar viðbúnaðarstig og við náttúrlega vonumst til þess að ekkert þessu líkt gerist á Íslandi. En við reynum að vera viðbúin og útilokum að sjálfsögðu ekkert,“ segir Haraldur.Haraldur Johannessenvísir/gvaHann segir að auknu eftirliti verði haldið áfram, að minnsta kosti fram yfir páska. „Við ætlum að hafa okkar sérsveitarmenn áfram með sín vopn og fleiri sérsveitarmenn við vinnu fram yfir páska. Við erum líka að beina ákveðnum tilmælum til lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi vopnaburð í flugstöðinni,“ segir Haraldur. Þá beinir Ríkislögreglustjóri einnig tilmælum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um aukið eftirlit á stöðum þar sem mikill fjöldi fólks kemur saman. „Það sem kallar á þetta eru ekki einungis atburðir í Stokkhólmi heldur líka það sem var að gerast í Ósló. Það er okkar mat að við þurfum að fylgjast mjög vel með hér á landi,“ segir Haraldur. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra eftir árásina í Stokkhólmi. Ráðuneytið var meðal annars upplýst um það verklag sem sett var í gang. Sigríður segir reynt að hafa almennan viðbúnað lögreglu í eins góðu horfi og hægt er á hverjum tíma. „Það eru allir tilbúnir til að vera eins vel í stakk búnir og hægt er,“ segir hún. Þá segir hún það alþjóðasamstarf sem Ísland er í á sviði landamæravörslu og löggæslu skipta miklu máli. „Við erum í Schengen-samstarfinu þar sem við höfum aðgang að tækjum og greiningarvinnu sem við nýtum okkur,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Lögreglan mun hafa aukið eftirlit að minnsta kosti fram yfir páska vegna árásarinnar í Stokkhólmi fyrir helgi og atburðar í Ósló um helgina, þegar heimagerð sprengja fannst. Eftir að fréttir af árásinni í Svíþjóð bárust virkjaði greiningardeild Ríkislögreglustjóra verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Í því fólust tilmæli til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vera sérstaklega vakandi vegna flugumferðar, ákveðið var að fjölga sérsveitarmönnum á vakt og lögreglulið fékk tilmæli um að vera á varðbergi gagnvart grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi. „En eins og staðan er núna höfum við ekki hækkað okkar viðbúnaðarstig og við náttúrlega vonumst til þess að ekkert þessu líkt gerist á Íslandi. En við reynum að vera viðbúin og útilokum að sjálfsögðu ekkert,“ segir Haraldur.Haraldur Johannessenvísir/gvaHann segir að auknu eftirliti verði haldið áfram, að minnsta kosti fram yfir páska. „Við ætlum að hafa okkar sérsveitarmenn áfram með sín vopn og fleiri sérsveitarmenn við vinnu fram yfir páska. Við erum líka að beina ákveðnum tilmælum til lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi vopnaburð í flugstöðinni,“ segir Haraldur. Þá beinir Ríkislögreglustjóri einnig tilmælum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um aukið eftirlit á stöðum þar sem mikill fjöldi fólks kemur saman. „Það sem kallar á þetta eru ekki einungis atburðir í Stokkhólmi heldur líka það sem var að gerast í Ósló. Það er okkar mat að við þurfum að fylgjast mjög vel með hér á landi,“ segir Haraldur. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra eftir árásina í Stokkhólmi. Ráðuneytið var meðal annars upplýst um það verklag sem sett var í gang. Sigríður segir reynt að hafa almennan viðbúnað lögreglu í eins góðu horfi og hægt er á hverjum tíma. „Það eru allir tilbúnir til að vera eins vel í stakk búnir og hægt er,“ segir hún. Þá segir hún það alþjóðasamstarf sem Ísland er í á sviði landamæravörslu og löggæslu skipta miklu máli. „Við erum í Schengen-samstarfinu þar sem við höfum aðgang að tækjum og greiningarvinnu sem við nýtum okkur,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira