Fjársjóðsleit eða er skipið yfirvarp? Svavar Hávarðsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Leiga skipsins er talin vera um eða yfir 10 milljónir króna á dag. vísir/eyþór Landhelgisgæslan hafði fylgst með norska rannsóknaskipinu Seabed Constructor dögum saman áður en ákveðið var að færa það til hafnar í Reykjavík. Leiga á jafn vel útbúnu rannsóknaskipi í Noregi hleypur á milljónum dag hvern og ljóst að þá daga sem það hefur varið innan íslenskrar lögsögu hleypur kostnaðurinn á tugum eða hundruðum milljóna, að því er næst verður komist. Landhelgisgæslan færði rannsóknaskipið til hafnar í Reykjavík á sunnudag, en um nokkurra daga skeið hafði það haldið sig á afmörkuðu svæði um 120 sjómílur suðaustur af landinu. Þar liggur á hafsbotni þýska flutningaskipið Minden, sem áhöfn þess sökkti sjálf á fyrstu dögum síðari heimsstyrjaldarinnar að skipun þýskra hernaðaryfirvalda. Þá hafði skipið siglt í flasið á breskum herskipum, en áhöfnum þýskra skipa var uppálagt að granda þeim frekar en að þau lentu í höndum óvinarins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins – og snýr málið að því hvað er leyfilegt innan 12 mílna landhelgi Íslands og efnahagslögsögunnar sem liggur utan hennar. Skipstjórinn og tveir aðrir skipverjar voru yfirheyrðir í gær, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns sem stjórnar rannsókninni. Um fínni drætti málsins vildi Grímur fátt segja í gær, en taldi þá að rannsókn væri langt komin. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Swire Seabed, en er leigt af fyrirtækinu Advanced Marine Services, fyrirtækis sem litlar opinberar upplýsingar eru um. Heimildir Fréttablaðsins herma að leiga svo vel útbúins skips af þessari stærðargráðu sé aldrei minni en um milljón norskar krónur á dag – sem eru þrettán íslenskar milljónir. Vitað er að skipið hélt úr höfn á Íslandi 22. mars og því ljóst að kostnaðurinn er gríðarlegur og jafnvel tæpur kvartmilljarður frá því skipið lagði úr höfn í mars.Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaðurvísir/stefánSpurningin sem brennur á allra vörum er því hvað er svo verðmætt um borð í gömlu þýsku flutningaskipi, sem sökkt var fyrir 78 árum, að það réttlæti slík fjárútlát. Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður, gjörþekkir sögu tímabilsins, og ekki síst siglingasögu styrjaldarinnar. „Minden var á leið til Kína en ekki Þýskalands þegar skipið var kallað heim, eins og önnur þýsk kaupskip, sumarið 1939. Farmur þess var því ekki ætlaður í þýsk hergögn eða neitt af því tagi. Að vísu kom skipið við í Brasilíu áður en það lagði upp í síðasta áfangann til Þýskalands, en hvað gæti hafa verið sett þar um borð er engin leið að segja,“ segir Illugi sem telur það athyglisvert að á ýmsum heimasíðum á netinu, sem fjalla um skipsflök, er jafnan mikið fjallað um það ef eitthvað verðmætt hefur verið talið vera í viðkomandi skipi. „Minden hefur aldrei dúkkað upp í slíkum vangaveltum,“ segir Illugi sem nefnir að annaðhvort „hafa þessir Bretar komist yfir einhverjar upplýsingar sem farið hafa fram hjá öllum í tæp 80 ár, eða þeir nefna Minden sem skálkaskjól fyrir annað sem þeir eru að hnusa af þarna niðri í sjónum. Í bili og þangað til annað kemur í ljós finnst mér seinni skýringin töluvert líklegri,“ segir Illugi sem skrifaði ítarlega grein um þessa atburði á vef Stundarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Landhelgisgæslan hafði fylgst með norska rannsóknaskipinu Seabed Constructor dögum saman áður en ákveðið var að færa það til hafnar í Reykjavík. Leiga á jafn vel útbúnu rannsóknaskipi í Noregi hleypur á milljónum dag hvern og ljóst að þá daga sem það hefur varið innan íslenskrar lögsögu hleypur kostnaðurinn á tugum eða hundruðum milljóna, að því er næst verður komist. Landhelgisgæslan færði rannsóknaskipið til hafnar í Reykjavík á sunnudag, en um nokkurra daga skeið hafði það haldið sig á afmörkuðu svæði um 120 sjómílur suðaustur af landinu. Þar liggur á hafsbotni þýska flutningaskipið Minden, sem áhöfn þess sökkti sjálf á fyrstu dögum síðari heimsstyrjaldarinnar að skipun þýskra hernaðaryfirvalda. Þá hafði skipið siglt í flasið á breskum herskipum, en áhöfnum þýskra skipa var uppálagt að granda þeim frekar en að þau lentu í höndum óvinarins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins – og snýr málið að því hvað er leyfilegt innan 12 mílna landhelgi Íslands og efnahagslögsögunnar sem liggur utan hennar. Skipstjórinn og tveir aðrir skipverjar voru yfirheyrðir í gær, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns sem stjórnar rannsókninni. Um fínni drætti málsins vildi Grímur fátt segja í gær, en taldi þá að rannsókn væri langt komin. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Swire Seabed, en er leigt af fyrirtækinu Advanced Marine Services, fyrirtækis sem litlar opinberar upplýsingar eru um. Heimildir Fréttablaðsins herma að leiga svo vel útbúins skips af þessari stærðargráðu sé aldrei minni en um milljón norskar krónur á dag – sem eru þrettán íslenskar milljónir. Vitað er að skipið hélt úr höfn á Íslandi 22. mars og því ljóst að kostnaðurinn er gríðarlegur og jafnvel tæpur kvartmilljarður frá því skipið lagði úr höfn í mars.Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaðurvísir/stefánSpurningin sem brennur á allra vörum er því hvað er svo verðmætt um borð í gömlu þýsku flutningaskipi, sem sökkt var fyrir 78 árum, að það réttlæti slík fjárútlát. Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður, gjörþekkir sögu tímabilsins, og ekki síst siglingasögu styrjaldarinnar. „Minden var á leið til Kína en ekki Þýskalands þegar skipið var kallað heim, eins og önnur þýsk kaupskip, sumarið 1939. Farmur þess var því ekki ætlaður í þýsk hergögn eða neitt af því tagi. Að vísu kom skipið við í Brasilíu áður en það lagði upp í síðasta áfangann til Þýskalands, en hvað gæti hafa verið sett þar um borð er engin leið að segja,“ segir Illugi sem telur það athyglisvert að á ýmsum heimasíðum á netinu, sem fjalla um skipsflök, er jafnan mikið fjallað um það ef eitthvað verðmætt hefur verið talið vera í viðkomandi skipi. „Minden hefur aldrei dúkkað upp í slíkum vangaveltum,“ segir Illugi sem nefnir að annaðhvort „hafa þessir Bretar komist yfir einhverjar upplýsingar sem farið hafa fram hjá öllum í tæp 80 ár, eða þeir nefna Minden sem skálkaskjól fyrir annað sem þeir eru að hnusa af þarna niðri í sjónum. Í bili og þangað til annað kemur í ljós finnst mér seinni skýringin töluvert líklegri,“ segir Illugi sem skrifaði ítarlega grein um þessa atburði á vef Stundarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira