Fá ekki að halda áfram rannsóknum án leyfis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. apríl 2017 19:30 Rannsókn lögreglu á leiðangri og starfsemi rannsóknarskipsins Seabed Constructor er lokið. Skipið hefur fengið heimild til þess að fara frá höfn en fær ekki að halda áfram rannsóknum fyrr en leyfi hafa fengist. Mikil leynd hefir hvílt yfir verkefnum Seabed Constructor í efnahagslögsögu Íslands. Landhelgisgæslan færði skipið til hafnar við Skarfabakka í gærmorgun en nú telur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hún sé komin með nægjanlegar skýringar fyrir verkefnum skipsins. Seinni partinn í gær voru kafarar sendir til þess að skoða botn skipsins til að kanna hvaða búnaður væri undir því til að varpa frekara ljósi á þau verkefni sem það sinnir en það er meðal annars búið kafbátum til neðansjávarrannsókna. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru þrír úr áhöfn skipsins færðir til skýrslutöku og telur lögreglan sig vera búin að upplýsa um hvaða verkefni skipið og áhafnarmeðlimir voru í þegar Landhelgisgæslan hafði afskipti af því en þá var skipið statt á slóðum að sem flutningaskipið Minden sökk í seinni heimsstyrjöldinni. Líklegt þykir að þar sé verðmætur farmur sem verið er að bjarga. Lögmaður útgerðarinnar, Landhelgisgæslan og lögreglan sögðu í dag að málið hafi verið í samvinnu. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu að skipið hafi ekki verið haldlagt og enginn úr áhöfn þess hafi verið handtekinn. Áhöfnin hafi samþykkt að vinna með yfirvöldum að lausn málsins því hafi þeir ákveðið að vera í höfn á meðan rannsókn þess stæði yfir. Ekki hafa fengist upplýsingar frá útgerðinni um tilgang ferða skipsins innan lögsögu Íslands og gerði fréttastofan heiðarlega tilraun til þess að ná meðal annars tali af skipstjóra rannsóknarskipsins en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu leið langur tími þar til Landhelgisgæslan fékk í raun að vita hvaða verkefnum skipið var að sinna. Rannsókn málsins telst nú lokið og hefur skipið fengið heimild til þess að láta úr höfn í kvöld. Með í för verða starfsmenn Landhelgisgæslunnar en skipið skildi eftir rannsóknarbúnað á vettvangi sem það hefur heimild til þess að sækja en fær ekki að halda áfram rannsóknum fyrr en leyfi hefur fengist. Tengdar fréttir Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32 Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Rannsókn lögreglu á leiðangri og starfsemi rannsóknarskipsins Seabed Constructor er lokið. Skipið hefur fengið heimild til þess að fara frá höfn en fær ekki að halda áfram rannsóknum fyrr en leyfi hafa fengist. Mikil leynd hefir hvílt yfir verkefnum Seabed Constructor í efnahagslögsögu Íslands. Landhelgisgæslan færði skipið til hafnar við Skarfabakka í gærmorgun en nú telur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hún sé komin með nægjanlegar skýringar fyrir verkefnum skipsins. Seinni partinn í gær voru kafarar sendir til þess að skoða botn skipsins til að kanna hvaða búnaður væri undir því til að varpa frekara ljósi á þau verkefni sem það sinnir en það er meðal annars búið kafbátum til neðansjávarrannsókna. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru þrír úr áhöfn skipsins færðir til skýrslutöku og telur lögreglan sig vera búin að upplýsa um hvaða verkefni skipið og áhafnarmeðlimir voru í þegar Landhelgisgæslan hafði afskipti af því en þá var skipið statt á slóðum að sem flutningaskipið Minden sökk í seinni heimsstyrjöldinni. Líklegt þykir að þar sé verðmætur farmur sem verið er að bjarga. Lögmaður útgerðarinnar, Landhelgisgæslan og lögreglan sögðu í dag að málið hafi verið í samvinnu. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu að skipið hafi ekki verið haldlagt og enginn úr áhöfn þess hafi verið handtekinn. Áhöfnin hafi samþykkt að vinna með yfirvöldum að lausn málsins því hafi þeir ákveðið að vera í höfn á meðan rannsókn þess stæði yfir. Ekki hafa fengist upplýsingar frá útgerðinni um tilgang ferða skipsins innan lögsögu Íslands og gerði fréttastofan heiðarlega tilraun til þess að ná meðal annars tali af skipstjóra rannsóknarskipsins en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu leið langur tími þar til Landhelgisgæslan fékk í raun að vita hvaða verkefnum skipið var að sinna. Rannsókn málsins telst nú lokið og hefur skipið fengið heimild til þess að láta úr höfn í kvöld. Með í för verða starfsmenn Landhelgisgæslunnar en skipið skildi eftir rannsóknarbúnað á vettvangi sem það hefur heimild til þess að sækja en fær ekki að halda áfram rannsóknum fyrr en leyfi hefur fengist.
Tengdar fréttir Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32 Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32
Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41
Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46