Innlent

Mál lögreglumannsins: Brotaþoli fær ekki réttargæslumann

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Úrskurði héraðsdóms var snúið við í hæstarétti í dag.
Úrskurði héraðsdóms var snúið við í hæstarétti í dag. Vísir/gva
Maður sem stefnt hefur lögreglumanni fyrir að hafa beitt sig ofbeldi við flutning fyrir dómara fær ekki réttargæslumann.

Úrskurður um málið var kveðinn upp 6. apríl síðastliðinn en honum var snúið við í dag.

Samkvæmt lögum á brotaþoli rétt á réttargæslumanni ef hann hefur orðið fyrir verulegu líkamlegu eða andlegu tjóni vegna brotsins. Í úrskurðinum frá 6. apríl var Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins, skipaður réttargæslumaður hans.

Verjandi lögreglumannsins, Sigurðar Árna Reynissonar, kærði úrskurðinn til hæstaréttar og var hann í kjölfarið felldur úr gildi. Í mati héraðsdómara kom fram að tjónið sem brotaþoli varð fyrir uppfylli ekki skilyrði til skipunar réttargæslumanns.

Í ákæru yfir lögreglumanninum segir að hann hafi farið offari og beitt umræddan fanga ofbeldi með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka víðsvegar um líkamann. Þá segir einnig að hann hafi ógnað fanganum og slegið höfði hans í gólfið. Þessu neitaði ákærði fyrir dómi.

Atvikið er sagt hafa átt sér stað í maí 2016 en málið var þingfest í byrjun þessa mánaðar.


Tengdar fréttir

Lögreglumaðurinn játar sök að hluta

Lögreglumaðurinn, sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsárás gegn fanga, játaði sök að hluta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×