Upp komast svik Jón Sigurðsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Sögur hafa gengið um einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka. Orð stóð gegn orði. Nú hefur ónefndur maður afhent gögn sem virðast upplýsa margt varðandi Búnaðarbankann og S-hópinn. Undirritaður var á sínum tíma stjórnarmaður í Samvinnutryggingum/Andvöku og varamaður í stjórn VÍS og sat fundi í undirbúningi málsins. Vilhjálmur Bjarnason, núv. alþingismaður, hefur haft rétt fyrir sér um það að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi ekki lagt fé í þessi viðskipti. Þó höfðu fulltrúar Société Générale sagt annað áður. Annað mál er að sölu Búnaðarbankans andmæltu aðrir sem vildu fá góðan bita af kökunni.Málsatvik virðast þessi:1. Menn úr S-hópnum settu upp blekkingavef á síðustu stundu. – Einkavæðingarnefnd var blekkt, svo og aðrir fulltrúar fyrirtækja í S-hópnum, ásamt öðrum sem málinu tengdust. Við þetta voru notaðir starfsmenn sem ekki fengu að sjá neitt samhengi eða heildarmynd.2. Lögð var áhersla á að S-hópurinn legði fram verulegt eigið fé. – Nú má sjá að fjármagn, sem á vantaði, kom frá öðru íslensku fjármálafyrirtæki, en þessu var leynt.3. Sérstaklega var ætlast til að erlent fjármagn kæmi með og þá frá ótengdum aðila. – Blekkingum var beitt um þetta.4. Gert var ráð fyrir að Búnaðarbankinn starfaði áfram sem sjálfstætt fyrirtæki. – Annað íslenskt fjármálafyrirtæki yfirtók bankann í raun þá þegar.5. Þessi viðskipti áttu að vera opinber og algerlega gegnsæ. – Nú má sjá að blekkingaslaufu var brugðið um viðskiptin í lokin, með viðkomu á Tortóla, og verulegar þóknanir runnu til einstaklinga.6. Sagt er að skrifstofuhúsnæði fyrir Framsóknarflokkinn tengist þessu en ekki liggur fyrir hvernig þau tengsl kunna að hafa verið. Vitað var um bláþræði í einkavæðingu bankanna. Fallið var frá dreifðri sölu og þrýst á að hraða verkum. Aðeins fimm tilboð bárust og matsaðilar töldu aðeins tvö þeirra tæk. Hæsta boði var ekki tekið í annan bankann. Ómálefnaleg afskipti virðast hafa ráðið miklu varðandi báða bankana. Þessar nýju upplýsingar virðast eyða vafa um margt. Allt er þetta skammarlegt. Hugsanleg lögbrot kunna að vera fyrnd. En réttum upplýsingum skal fagna, – svo og málagjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Sögur hafa gengið um einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka. Orð stóð gegn orði. Nú hefur ónefndur maður afhent gögn sem virðast upplýsa margt varðandi Búnaðarbankann og S-hópinn. Undirritaður var á sínum tíma stjórnarmaður í Samvinnutryggingum/Andvöku og varamaður í stjórn VÍS og sat fundi í undirbúningi málsins. Vilhjálmur Bjarnason, núv. alþingismaður, hefur haft rétt fyrir sér um það að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi ekki lagt fé í þessi viðskipti. Þó höfðu fulltrúar Société Générale sagt annað áður. Annað mál er að sölu Búnaðarbankans andmæltu aðrir sem vildu fá góðan bita af kökunni.Málsatvik virðast þessi:1. Menn úr S-hópnum settu upp blekkingavef á síðustu stundu. – Einkavæðingarnefnd var blekkt, svo og aðrir fulltrúar fyrirtækja í S-hópnum, ásamt öðrum sem málinu tengdust. Við þetta voru notaðir starfsmenn sem ekki fengu að sjá neitt samhengi eða heildarmynd.2. Lögð var áhersla á að S-hópurinn legði fram verulegt eigið fé. – Nú má sjá að fjármagn, sem á vantaði, kom frá öðru íslensku fjármálafyrirtæki, en þessu var leynt.3. Sérstaklega var ætlast til að erlent fjármagn kæmi með og þá frá ótengdum aðila. – Blekkingum var beitt um þetta.4. Gert var ráð fyrir að Búnaðarbankinn starfaði áfram sem sjálfstætt fyrirtæki. – Annað íslenskt fjármálafyrirtæki yfirtók bankann í raun þá þegar.5. Þessi viðskipti áttu að vera opinber og algerlega gegnsæ. – Nú má sjá að blekkingaslaufu var brugðið um viðskiptin í lokin, með viðkomu á Tortóla, og verulegar þóknanir runnu til einstaklinga.6. Sagt er að skrifstofuhúsnæði fyrir Framsóknarflokkinn tengist þessu en ekki liggur fyrir hvernig þau tengsl kunna að hafa verið. Vitað var um bláþræði í einkavæðingu bankanna. Fallið var frá dreifðri sölu og þrýst á að hraða verkum. Aðeins fimm tilboð bárust og matsaðilar töldu aðeins tvö þeirra tæk. Hæsta boði var ekki tekið í annan bankann. Ómálefnaleg afskipti virðast hafa ráðið miklu varðandi báða bankana. Þessar nýju upplýsingar virðast eyða vafa um margt. Allt er þetta skammarlegt. Hugsanleg lögbrot kunna að vera fyrnd. En réttum upplýsingum skal fagna, – svo og málagjöldum.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun