UNICEF hefur neyðarsöfnun fyrir hungruð börn í Suður-Súdan, Jemen, Nígeríu og Sómalíu Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2017 10:15 Rauði liturinn á mælibandinu sýnir að barnið er alvarlega vannært. UNICEF Hungursneyð ríkir nú í Suður-Súdan og eru Jemen, Nígería og Sómalía jafnframt á barmi hungursneyðar. Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum og raunveruleg hætta er á fjórum hungursneyðum í heiminum á sama tíma. Það hefur aldrei gerst áður frá stofnun SÞ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi sem hefur í dag neyðarsöfnun fyrir vannærð börn í ríkjunum sem um ræðir. UNICEF er á vettvangi í öllum fjórum ríkjunum og heldur úti gríðarlega umfangsmiklum neyðaraðgerðum, bæði með hjálp heimsforeldra og þeirra sem styðja neyðarsöfnun UNICEF.Yngstu börnin berskjölduðust Haft er eftir Bergsteini Jónssyni, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi að þegar hafi fjölmargir hér á landi stutt við neyðaraðgerðir UNICEF í Suður-Súdan og það veiti von að finna þann mikla stuðning. „Þar sem hungursneyð vofir nú yfir í þremur ríkjum til viðbótar höfum við ákveðið að blása til sérstakrar neyðarsöfnunar til að bregðast við þessum fordæmalausu aðstæðum,“ segir Bergsteinn. Í tilkynningunni segir að hungursneyð snerti fólk afar misjafnt eftir aldri. „Slíkt neyðarástand er langhættulegast ungum börnum. Helmingurinn af þeim sem lést í hungursneyðinni í Sómalíu árið 2011 voru börn yngri en fimm ára. Sú hungursneyð var sú seinasta í heiminum á undan Suður-Súdan nú í ár. Barn sem þjáist af alvarlegri bráðavannæringu – hættulegasta formi vannæringar – er níu sinnum líklegra til að deyja af völdum sjúkdóma en önnur börn sem veikjast. Þetta geta til dæmis verið malaría, lungnabólga og niðurgangspestir. Niðurgangspestir og mislingar voru megindánarorsökin í hörmungunum í Sómalíu fyrir sex árum. Það sama á við nú og þá að börn deyja ekki einungis vegna skorts á mat. Þau látast einnig vegna þess að þau drekka mengað vatn sem orsakar niðurgangspestir, hafa ekki aðgang að heilsugæslu og missa af lífsnauðsynlegum bólusetningum. Allt gerir þetta þau útsettari en ella fyrir margvíslegum sjúkdómum.“ Segir Bergseteinn að UNICEF leggi af þessum sökum þunga áherslu á að veita margþátta neyðarhjálp. „Bjarga lífi vannærðra barna með því að veita þeim nauðsynlega meðferð, dreifa hreinu vatni, bólusetja börn, tryggja þeim heilsugæslu og sjá til þess að hreinlætismál séu í lagi,“ segir Bergsteinn. Nánar má lesa um söfnunina á heimasíðu UNICEF en hægt er að styrkja hana með því að senda sms-ið BARN í nr 1900 (1.000 kr), gefa með kreditkorti hér og leggja inn á reikning 701-26-102050, kt 481203-2950. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hungursneyð ríkir nú í Suður-Súdan og eru Jemen, Nígería og Sómalía jafnframt á barmi hungursneyðar. Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum og raunveruleg hætta er á fjórum hungursneyðum í heiminum á sama tíma. Það hefur aldrei gerst áður frá stofnun SÞ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi sem hefur í dag neyðarsöfnun fyrir vannærð börn í ríkjunum sem um ræðir. UNICEF er á vettvangi í öllum fjórum ríkjunum og heldur úti gríðarlega umfangsmiklum neyðaraðgerðum, bæði með hjálp heimsforeldra og þeirra sem styðja neyðarsöfnun UNICEF.Yngstu börnin berskjölduðust Haft er eftir Bergsteini Jónssyni, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi að þegar hafi fjölmargir hér á landi stutt við neyðaraðgerðir UNICEF í Suður-Súdan og það veiti von að finna þann mikla stuðning. „Þar sem hungursneyð vofir nú yfir í þremur ríkjum til viðbótar höfum við ákveðið að blása til sérstakrar neyðarsöfnunar til að bregðast við þessum fordæmalausu aðstæðum,“ segir Bergsteinn. Í tilkynningunni segir að hungursneyð snerti fólk afar misjafnt eftir aldri. „Slíkt neyðarástand er langhættulegast ungum börnum. Helmingurinn af þeim sem lést í hungursneyðinni í Sómalíu árið 2011 voru börn yngri en fimm ára. Sú hungursneyð var sú seinasta í heiminum á undan Suður-Súdan nú í ár. Barn sem þjáist af alvarlegri bráðavannæringu – hættulegasta formi vannæringar – er níu sinnum líklegra til að deyja af völdum sjúkdóma en önnur börn sem veikjast. Þetta geta til dæmis verið malaría, lungnabólga og niðurgangspestir. Niðurgangspestir og mislingar voru megindánarorsökin í hörmungunum í Sómalíu fyrir sex árum. Það sama á við nú og þá að börn deyja ekki einungis vegna skorts á mat. Þau látast einnig vegna þess að þau drekka mengað vatn sem orsakar niðurgangspestir, hafa ekki aðgang að heilsugæslu og missa af lífsnauðsynlegum bólusetningum. Allt gerir þetta þau útsettari en ella fyrir margvíslegum sjúkdómum.“ Segir Bergseteinn að UNICEF leggi af þessum sökum þunga áherslu á að veita margþátta neyðarhjálp. „Bjarga lífi vannærðra barna með því að veita þeim nauðsynlega meðferð, dreifa hreinu vatni, bólusetja börn, tryggja þeim heilsugæslu og sjá til þess að hreinlætismál séu í lagi,“ segir Bergsteinn. Nánar má lesa um söfnunina á heimasíðu UNICEF en hægt er að styrkja hana með því að senda sms-ið BARN í nr 1900 (1.000 kr), gefa með kreditkorti hér og leggja inn á reikning 701-26-102050, kt 481203-2950.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira