Fiskeldi í heiminum er í sókn Einar K. Guðfinnsson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. Oft hefur mátt lesa þetta hér í Fréttablaðinu og síðast nú alveg nýverið. Þó er þessu alveg öfugt farið. Fiskeldi er almennt að aukast í veröldinni. Í þeim löndum á okkar slóðum sem geta stundað fiskeldi hefur það vaxið og áform stjórnvaldanna standa til þess auka það enn frekar. Allt er það að vonum. Það er alveg ljóst - og raunar óumdeilt - að vaxandi fæðuþörf mannkyns verður ekki mætt nema með auknu fiskeldi. Bágt ástand margra villtra fiskistofna gerir það að verkum að því fer fjarri að fiskveiðar geti núna mætt vaxandi fæðuþörf; og alls ekki í framtíðinni. Jafnvel þó betur væri staðið að málum við fiskveiðar í heiminum hrykki það ekki til. Fiskeldi er því svarið við þeirri staðreynd. Fiskeldi er margbreytilegt. Skel og krabbadýr, fjölbreytileg flóra fiskitegunda og áfram má telja. Mismunandi náttúrulegar aðstæður í heiminum ráða því. Sumt fer fram á landi en annað í sjó. Aðstæður í hverju landi og hverjum heimshluta stýra þeirri þróun. Þess vegna er fiskeldi í heiminum í stöðugri sókn og stöðugum vexti. Meira en helmingi allrar fisk og sjávardýraneyslu í heiminum er mætt með fiskeldi. Eldisfiskur í heiminum er framleiddur í meira mæli en nautakjöt. Og ef laxeldi er skoðað sérstaklega þá blasa við athyglisverðar tölur. Laxeldi í heiminum nemur um 2,1 milljón tonna, sem svarar til um 15 milljarða máltíða á ári. Framleiðsluverðmætið er um 10 milljarðar dollara, 1.1100 milljörðum íslenskra króna. Það er því ekki að undra að stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar hvetji til aukins fiskeldis og sama á við um stjórnvöld um víða veröld, svo sem eins og í löndunum í kring um okkur. „Fiskeldi skiptir sköpum til þess að mæta fæðuþörf heimsins næstu 50 árin“, sagði til að mynda Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Það er ástæða fyrir okkur Íslendinga sem og aðra að leggja við hlustir og svara þessu ákalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. Oft hefur mátt lesa þetta hér í Fréttablaðinu og síðast nú alveg nýverið. Þó er þessu alveg öfugt farið. Fiskeldi er almennt að aukast í veröldinni. Í þeim löndum á okkar slóðum sem geta stundað fiskeldi hefur það vaxið og áform stjórnvaldanna standa til þess auka það enn frekar. Allt er það að vonum. Það er alveg ljóst - og raunar óumdeilt - að vaxandi fæðuþörf mannkyns verður ekki mætt nema með auknu fiskeldi. Bágt ástand margra villtra fiskistofna gerir það að verkum að því fer fjarri að fiskveiðar geti núna mætt vaxandi fæðuþörf; og alls ekki í framtíðinni. Jafnvel þó betur væri staðið að málum við fiskveiðar í heiminum hrykki það ekki til. Fiskeldi er því svarið við þeirri staðreynd. Fiskeldi er margbreytilegt. Skel og krabbadýr, fjölbreytileg flóra fiskitegunda og áfram má telja. Mismunandi náttúrulegar aðstæður í heiminum ráða því. Sumt fer fram á landi en annað í sjó. Aðstæður í hverju landi og hverjum heimshluta stýra þeirri þróun. Þess vegna er fiskeldi í heiminum í stöðugri sókn og stöðugum vexti. Meira en helmingi allrar fisk og sjávardýraneyslu í heiminum er mætt með fiskeldi. Eldisfiskur í heiminum er framleiddur í meira mæli en nautakjöt. Og ef laxeldi er skoðað sérstaklega þá blasa við athyglisverðar tölur. Laxeldi í heiminum nemur um 2,1 milljón tonna, sem svarar til um 15 milljarða máltíða á ári. Framleiðsluverðmætið er um 10 milljarðar dollara, 1.1100 milljörðum íslenskra króna. Það er því ekki að undra að stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar hvetji til aukins fiskeldis og sama á við um stjórnvöld um víða veröld, svo sem eins og í löndunum í kring um okkur. „Fiskeldi skiptir sköpum til þess að mæta fæðuþörf heimsins næstu 50 árin“, sagði til að mynda Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Það er ástæða fyrir okkur Íslendinga sem og aðra að leggja við hlustir og svara þessu ákalli.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun