Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. apríl 2017 06:00 Fjölmenni minntist látinna á götum Stokkhólms. Nordicphotos/AFP Búið var að vísa hinum 39 ára Úsbeka, Rakhmat Akilov, sem játaði í gær að hafa framið hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á föstudag, úr landi. Umsókn hans um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Frá þessu greindi sænska lögreglan á blaðamannafundi í gær en maðurinn er nú í haldi lögreglu. Líkt og í Nice í Frakklandi og Berlín í Þýskalandi í fyrra ók árásarmaður vöruflutningabíl inn í hóp fólks. Í þessu tilfelli var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms. Þá var annar maður handtekinn og er hann einnig grunaður um aðild að árásinni. Lögregla sagði hann liggja undir grun um að hafa framið hryðjuverk en Reuters greindi frá því að maðurinn lægi undir minni grun en Akilov. Akilov sótti um dvalarleyfi árið 2014 en eins og áður segir var umsókn hans hafnað. Í desember síðastliðnum fékk hann fjögurra vikna frest til að koma sér úr landi. Þá hvarf hann og hafði lögregla leitað hans vikum saman. Samkvæmt lögreglu hafði hann lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtök á borð við Íslamska ríkið. Þá greindu sænskir fjölmiðlar frá því að hann ætti vini í samtökunum Hizb ut-Tharir og lýst sjálfum sér í atvinnuviðtali sem sprengjusérfræðingi. Expressen greindi frá því í gær að Akilov hefði játað glæpinn. Þá hefði hann sagt við lögreglumenn að hann væri ánægður með það sem hann hefði gert og það hafi heppnast vel. Alls létust fjórir í árásinni. Tveir Svíar, einn Breti og einn Belgi. Fimmtán særðust. Maður var stöðvaður í miðborg Oslóar um helgina þar sem hann var gangandi með sprengju í kassa. Norska öryggislögreglan hefur nú tekið yfir rannsókn þess máls. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Búið var að vísa hinum 39 ára Úsbeka, Rakhmat Akilov, sem játaði í gær að hafa framið hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á föstudag, úr landi. Umsókn hans um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Frá þessu greindi sænska lögreglan á blaðamannafundi í gær en maðurinn er nú í haldi lögreglu. Líkt og í Nice í Frakklandi og Berlín í Þýskalandi í fyrra ók árásarmaður vöruflutningabíl inn í hóp fólks. Í þessu tilfelli var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms. Þá var annar maður handtekinn og er hann einnig grunaður um aðild að árásinni. Lögregla sagði hann liggja undir grun um að hafa framið hryðjuverk en Reuters greindi frá því að maðurinn lægi undir minni grun en Akilov. Akilov sótti um dvalarleyfi árið 2014 en eins og áður segir var umsókn hans hafnað. Í desember síðastliðnum fékk hann fjögurra vikna frest til að koma sér úr landi. Þá hvarf hann og hafði lögregla leitað hans vikum saman. Samkvæmt lögreglu hafði hann lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtök á borð við Íslamska ríkið. Þá greindu sænskir fjölmiðlar frá því að hann ætti vini í samtökunum Hizb ut-Tharir og lýst sjálfum sér í atvinnuviðtali sem sprengjusérfræðingi. Expressen greindi frá því í gær að Akilov hefði játað glæpinn. Þá hefði hann sagt við lögreglumenn að hann væri ánægður með það sem hann hefði gert og það hafi heppnast vel. Alls létust fjórir í árásinni. Tveir Svíar, einn Breti og einn Belgi. Fimmtán særðust. Maður var stöðvaður í miðborg Oslóar um helgina þar sem hann var gangandi með sprengju í kassa. Norska öryggislögreglan hefur nú tekið yfir rannsókn þess máls.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira