Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2017 15:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Á fréttavef DR - Danska ríkisútvarpsins - hafa kosningaloforð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, verið tekin saman og hversu mörg loforð hafi verið efnd á þeim hundrað dögum sem forsetinn hefur verið í embætti. Forsetinn setti fram tuttugu og átta loforð þegar hann var í kosningabaráttu og skrifaði undir samning við bandarísku þjóðina að efna þessi loforð. Af þessum 28 loforðum hafa fimm verið efnd. Að hætta við bann Obama og leyfa framkvæmdir á Keystone olíuleiðslunum, ævilangt bann starfsmanna Hvíta hússins að starfa fyrir útlenskar ríkisstjórnir og fimm ára bann að starfa með þrýstihópum eftir ráðningu þeirra, að Bandaríkin hætti viðskiptum við Kyrrahafsþjóðirnar og kjósa staðgengil fyrir Scalia hæstaréttardómara. Sex loforð eru í vinnslu, til að mynda að hætta takmörkunum í iðnaði, hætta fjárframlögum til loftlagsverkefna, flytja burt meira en tvær milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi og byggja upp herinn. Átta loforð hafa verið sett á bið, til að mynda múrinn sem á að reisa við landamæri Mexíkó og að leggja niður Obamacare. Dregið hefur verið úr fjórum loforðum. Til dæmis verður skólaval barna ekki gert alveg frjálst eins og loforðið sagði til um. Hætt hefur verið við fimm loforð. Það er ráðningarbann á opinbera starfsmenn en það féll úr gildi eftir nítíu daga setu Trump í embætti. Hætt hefur verið við að fella allar óstjórnarskrárbundnar ákvarðanir Obama úr gildi enda enginn gjörningur að efna slíkt loforð. Trump hefur ekkert minnst á loforð sín um að takmarka lengd þingmennsku og að útlenskir þrýstihópar megi ekki styðja kosningarbaráttu í Bandaríkjunum. Og í fimmta lagi hefur Trump opinberlega sagst hafa skipt um skoðun um að Kína verði formlega stimplað sem land sem handstýrir gjaldmiðli sínum til að veikja dollarann. Enda þykir það ljóst að Kínverjar hafi hætt allri slíkri iðju. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Á fréttavef DR - Danska ríkisútvarpsins - hafa kosningaloforð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, verið tekin saman og hversu mörg loforð hafi verið efnd á þeim hundrað dögum sem forsetinn hefur verið í embætti. Forsetinn setti fram tuttugu og átta loforð þegar hann var í kosningabaráttu og skrifaði undir samning við bandarísku þjóðina að efna þessi loforð. Af þessum 28 loforðum hafa fimm verið efnd. Að hætta við bann Obama og leyfa framkvæmdir á Keystone olíuleiðslunum, ævilangt bann starfsmanna Hvíta hússins að starfa fyrir útlenskar ríkisstjórnir og fimm ára bann að starfa með þrýstihópum eftir ráðningu þeirra, að Bandaríkin hætti viðskiptum við Kyrrahafsþjóðirnar og kjósa staðgengil fyrir Scalia hæstaréttardómara. Sex loforð eru í vinnslu, til að mynda að hætta takmörkunum í iðnaði, hætta fjárframlögum til loftlagsverkefna, flytja burt meira en tvær milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi og byggja upp herinn. Átta loforð hafa verið sett á bið, til að mynda múrinn sem á að reisa við landamæri Mexíkó og að leggja niður Obamacare. Dregið hefur verið úr fjórum loforðum. Til dæmis verður skólaval barna ekki gert alveg frjálst eins og loforðið sagði til um. Hætt hefur verið við fimm loforð. Það er ráðningarbann á opinbera starfsmenn en það féll úr gildi eftir nítíu daga setu Trump í embætti. Hætt hefur verið við að fella allar óstjórnarskrárbundnar ákvarðanir Obama úr gildi enda enginn gjörningur að efna slíkt loforð. Trump hefur ekkert minnst á loforð sín um að takmarka lengd þingmennsku og að útlenskir þrýstihópar megi ekki styðja kosningarbaráttu í Bandaríkjunum. Og í fimmta lagi hefur Trump opinberlega sagst hafa skipt um skoðun um að Kína verði formlega stimplað sem land sem handstýrir gjaldmiðli sínum til að veikja dollarann. Enda þykir það ljóst að Kínverjar hafi hætt allri slíkri iðju.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira