Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2017 15:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Á fréttavef DR - Danska ríkisútvarpsins - hafa kosningaloforð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, verið tekin saman og hversu mörg loforð hafi verið efnd á þeim hundrað dögum sem forsetinn hefur verið í embætti. Forsetinn setti fram tuttugu og átta loforð þegar hann var í kosningabaráttu og skrifaði undir samning við bandarísku þjóðina að efna þessi loforð. Af þessum 28 loforðum hafa fimm verið efnd. Að hætta við bann Obama og leyfa framkvæmdir á Keystone olíuleiðslunum, ævilangt bann starfsmanna Hvíta hússins að starfa fyrir útlenskar ríkisstjórnir og fimm ára bann að starfa með þrýstihópum eftir ráðningu þeirra, að Bandaríkin hætti viðskiptum við Kyrrahafsþjóðirnar og kjósa staðgengil fyrir Scalia hæstaréttardómara. Sex loforð eru í vinnslu, til að mynda að hætta takmörkunum í iðnaði, hætta fjárframlögum til loftlagsverkefna, flytja burt meira en tvær milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi og byggja upp herinn. Átta loforð hafa verið sett á bið, til að mynda múrinn sem á að reisa við landamæri Mexíkó og að leggja niður Obamacare. Dregið hefur verið úr fjórum loforðum. Til dæmis verður skólaval barna ekki gert alveg frjálst eins og loforðið sagði til um. Hætt hefur verið við fimm loforð. Það er ráðningarbann á opinbera starfsmenn en það féll úr gildi eftir nítíu daga setu Trump í embætti. Hætt hefur verið við að fella allar óstjórnarskrárbundnar ákvarðanir Obama úr gildi enda enginn gjörningur að efna slíkt loforð. Trump hefur ekkert minnst á loforð sín um að takmarka lengd þingmennsku og að útlenskir þrýstihópar megi ekki styðja kosningarbaráttu í Bandaríkjunum. Og í fimmta lagi hefur Trump opinberlega sagst hafa skipt um skoðun um að Kína verði formlega stimplað sem land sem handstýrir gjaldmiðli sínum til að veikja dollarann. Enda þykir það ljóst að Kínverjar hafi hætt allri slíkri iðju. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Á fréttavef DR - Danska ríkisútvarpsins - hafa kosningaloforð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, verið tekin saman og hversu mörg loforð hafi verið efnd á þeim hundrað dögum sem forsetinn hefur verið í embætti. Forsetinn setti fram tuttugu og átta loforð þegar hann var í kosningabaráttu og skrifaði undir samning við bandarísku þjóðina að efna þessi loforð. Af þessum 28 loforðum hafa fimm verið efnd. Að hætta við bann Obama og leyfa framkvæmdir á Keystone olíuleiðslunum, ævilangt bann starfsmanna Hvíta hússins að starfa fyrir útlenskar ríkisstjórnir og fimm ára bann að starfa með þrýstihópum eftir ráðningu þeirra, að Bandaríkin hætti viðskiptum við Kyrrahafsþjóðirnar og kjósa staðgengil fyrir Scalia hæstaréttardómara. Sex loforð eru í vinnslu, til að mynda að hætta takmörkunum í iðnaði, hætta fjárframlögum til loftlagsverkefna, flytja burt meira en tvær milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi og byggja upp herinn. Átta loforð hafa verið sett á bið, til að mynda múrinn sem á að reisa við landamæri Mexíkó og að leggja niður Obamacare. Dregið hefur verið úr fjórum loforðum. Til dæmis verður skólaval barna ekki gert alveg frjálst eins og loforðið sagði til um. Hætt hefur verið við fimm loforð. Það er ráðningarbann á opinbera starfsmenn en það féll úr gildi eftir nítíu daga setu Trump í embætti. Hætt hefur verið við að fella allar óstjórnarskrárbundnar ákvarðanir Obama úr gildi enda enginn gjörningur að efna slíkt loforð. Trump hefur ekkert minnst á loforð sín um að takmarka lengd þingmennsku og að útlenskir þrýstihópar megi ekki styðja kosningarbaráttu í Bandaríkjunum. Og í fimmta lagi hefur Trump opinberlega sagst hafa skipt um skoðun um að Kína verði formlega stimplað sem land sem handstýrir gjaldmiðli sínum til að veikja dollarann. Enda þykir það ljóst að Kínverjar hafi hætt allri slíkri iðju.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira