Fasteignaverð hækkar mun meira en laun og kaupmáttur Sæunn Gísladóttir skrifar 28. apríl 2017 07:00 Spáð er áframhaldandi hækkun fasteignaverðs fram að næsta ári. vísir/vilhelm Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast. Fyrr í mánuðinum varaði Seðlabankinn við að hætta væri á að hátt fasteignaverð gæti leitt til aukinnar skuldsetningar sem geri heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. „Þessi varnaðarorð Seðlabankans byggðust meðal annars á því að við vorum farin að sjá bil á milli raunþróunar fasteignaverðs og kaupmáttarþróunar launa. Þetta er vissulega í þá átt,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka frá því í gær að samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitala um 0,4 prósent í mars. Árs hækkunartaktur vísitölunnar í mars mældist fimm prósent og hefur ekki verið hægari í tvö ár. Kaupmáttur launa jókst um 0,3 prósent í marsmánuði, og mældist hækkunartakturinn 3,3 prósent. Það er hægasta aukning kaupmáttar í tæp tvö ár. Greiningardeildin telur að kaupmáttur og laun muni hækka eitthvað á árinu en hækkunin verði að jafnaði hóflegri í ár en í fyrra. Því gæti myndast bóla á fasteignamarkaði þegar lengra líður og áfram er mikill munur á hækkun fasteignaverðs og launavísitölu. „Það er útlit fyrir að fasteignaverð muni áfram hækka hraðar en kaupmáttur launa næsta misseri þannig að þá er það okkar skoðun að skemmri tíma þróun verði sú að áfram verði bil þarna á milli. Á næsta ári gæti þó farið að draga aftur saman í þessum stærðum.“ Jón Bjarki bendir þó á að mikilvægt sé að hafa í huga að mun meira borð sé fyrir báru fyrir aukna skuldsetningu hjá heimilunum núna en hefur verið um langt skeið. Skuldsetning heimilanna er nú í sögulegu lágmarki. „En það er ekki ólíklegt að við sjáum núna vendipunktinn í þeirri þróun. Tíminn verður að leiða í ljós hvort við náum jafnvægi þarna á milli eða hvort skuldsetningin muni aukast,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast. Fyrr í mánuðinum varaði Seðlabankinn við að hætta væri á að hátt fasteignaverð gæti leitt til aukinnar skuldsetningar sem geri heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. „Þessi varnaðarorð Seðlabankans byggðust meðal annars á því að við vorum farin að sjá bil á milli raunþróunar fasteignaverðs og kaupmáttarþróunar launa. Þetta er vissulega í þá átt,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka frá því í gær að samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitala um 0,4 prósent í mars. Árs hækkunartaktur vísitölunnar í mars mældist fimm prósent og hefur ekki verið hægari í tvö ár. Kaupmáttur launa jókst um 0,3 prósent í marsmánuði, og mældist hækkunartakturinn 3,3 prósent. Það er hægasta aukning kaupmáttar í tæp tvö ár. Greiningardeildin telur að kaupmáttur og laun muni hækka eitthvað á árinu en hækkunin verði að jafnaði hóflegri í ár en í fyrra. Því gæti myndast bóla á fasteignamarkaði þegar lengra líður og áfram er mikill munur á hækkun fasteignaverðs og launavísitölu. „Það er útlit fyrir að fasteignaverð muni áfram hækka hraðar en kaupmáttur launa næsta misseri þannig að þá er það okkar skoðun að skemmri tíma þróun verði sú að áfram verði bil þarna á milli. Á næsta ári gæti þó farið að draga aftur saman í þessum stærðum.“ Jón Bjarki bendir þó á að mikilvægt sé að hafa í huga að mun meira borð sé fyrir báru fyrir aukna skuldsetningu hjá heimilunum núna en hefur verið um langt skeið. Skuldsetning heimilanna er nú í sögulegu lágmarki. „En það er ekki ólíklegt að við sjáum núna vendipunktinn í þeirri þróun. Tíminn verður að leiða í ljós hvort við náum jafnvægi þarna á milli eða hvort skuldsetningin muni aukast,“ segir Jón Bjarki Bentsson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira