Fjölfötluðum dreng neitað um kennslu Sveinn Arnarsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára. Hann er fjölfatlaður og þarf oft að vera lengi frá skóla vegna fötlunar sinnar. vísir/auðunn Akureyrarbær hefur synjað fjölfötluðum dreng um sjúkrakennslu sem foreldrar hans telja hann eiga rétt á samkvæmt lögum. Hafa þau kært synjun Akureyrarbæjar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Vera Kristín Kristjánsdóttir, móðir Kristjáns Loga, segir brotið á barni sínu. Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára, fatlaður og algjörlega háður öðrum með hreyfingu og allar athafnir daglegs lífs. Kristján hefur í gegnum árin fengið miklar öndunarfærasýkingar og því getur hann löngum stundum ekki verið innan um önnur börn.Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á AkureyriSamkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að nemandi, sem að mati læknis getur ekki sótt skóla vegna slyss eða langvarandi veikinda, eigi rétt á sjúkrakennslu annaðhvort á heimili sínu eða á sjúkrastofnun. „Sonur okkar á rétt á ákveðinni þjónustu vegna fötlunar sinnar og sá réttur er óumdeildur. Akureyrarbær ákveður að neita honum um þessi réttindi sín og því getum við ekki annað en farið með málið lengra og kært það til menntamálaráðuneytisins,“ segir Vera Kristín. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir bæinn ekki geta veitt þá þjónustu. Hún hafi í samráði við bæjaryfirvöld viljað taka málið upp við skólastjórnendur á landinu öllu. „Sambærilegum beiðnum hefur verið hafnað annars staðar. Það þarf að ræða þessi mál og fá úr því skorið nákvæmlega hver réttur barna er,“ segir Soffía. Þegar Kristján Logi er hress mætir hann í sérdeild við Giljaskóla á Akureyri en vegna fötlunar þarf hann oft að vera lengi frá skóla. Að mati foreldra Kristjáns Loga á hann rétt á sjúkrakennslu þar sem læknir hefur sannarlega gefið út að hann geti ekki sótt nám í skóla. „Sonur okkar er mjög fatlaður en hefur eins og önnur börn rétt á menntun. Það kom okkur mjög á óvart að fá neitun frá bænum. Akureyrarbær hefur nú tíma til að andmæla kæru okkar. Það er krafa okkar að réttur barnsins sé virtur, að sveitarfélagið uppfylli skyldur sínar,“ segir Vera Kristín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Akureyrarbær hefur synjað fjölfötluðum dreng um sjúkrakennslu sem foreldrar hans telja hann eiga rétt á samkvæmt lögum. Hafa þau kært synjun Akureyrarbæjar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Vera Kristín Kristjánsdóttir, móðir Kristjáns Loga, segir brotið á barni sínu. Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára, fatlaður og algjörlega háður öðrum með hreyfingu og allar athafnir daglegs lífs. Kristján hefur í gegnum árin fengið miklar öndunarfærasýkingar og því getur hann löngum stundum ekki verið innan um önnur börn.Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á AkureyriSamkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að nemandi, sem að mati læknis getur ekki sótt skóla vegna slyss eða langvarandi veikinda, eigi rétt á sjúkrakennslu annaðhvort á heimili sínu eða á sjúkrastofnun. „Sonur okkar á rétt á ákveðinni þjónustu vegna fötlunar sinnar og sá réttur er óumdeildur. Akureyrarbær ákveður að neita honum um þessi réttindi sín og því getum við ekki annað en farið með málið lengra og kært það til menntamálaráðuneytisins,“ segir Vera Kristín. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir bæinn ekki geta veitt þá þjónustu. Hún hafi í samráði við bæjaryfirvöld viljað taka málið upp við skólastjórnendur á landinu öllu. „Sambærilegum beiðnum hefur verið hafnað annars staðar. Það þarf að ræða þessi mál og fá úr því skorið nákvæmlega hver réttur barna er,“ segir Soffía. Þegar Kristján Logi er hress mætir hann í sérdeild við Giljaskóla á Akureyri en vegna fötlunar þarf hann oft að vera lengi frá skóla. Að mati foreldra Kristjáns Loga á hann rétt á sjúkrakennslu þar sem læknir hefur sannarlega gefið út að hann geti ekki sótt nám í skóla. „Sonur okkar er mjög fatlaður en hefur eins og önnur börn rétt á menntun. Það kom okkur mjög á óvart að fá neitun frá bænum. Akureyrarbær hefur nú tíma til að andmæla kæru okkar. Það er krafa okkar að réttur barnsins sé virtur, að sveitarfélagið uppfylli skyldur sínar,“ segir Vera Kristín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira