Erlent

Saka flokk Le Pen um fjársvik

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Marine Le Pen.
Marine Le Pen. Nordicphotos/AFP
Talið er að Franska þjóðfylkingin, flokkur Marine Le Pen, forsetaframbjóðanda í Frakklandi, hafi svikið nærri 600 milljónir króna út úr Evrópuþinginu. Frá þessu greindi BBC í gær og vitnaði í heimildarmenn innan Evrópusambandsins.

Er talið að peningurinn hafi farið til einstaklinga sem áttu að starfa sem aðstoðarmenn Evrópuþingmanna flokksins en hafi í raun eingöngu verið að vinna að starfi flokksins í Frakklandi. Þjóðfylkingin neitar ásökununum og segist Le Pen sæta pólitískum ofsóknum vegna skoðana sinna. Franska þjóðfylkingin á 24 þingmenn á Evrópuþinginu, flesta franskra flokka.

Le Pen mætir Emmanuel Macron í seinni umferð forsetakosninga þann 7. maí. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana mælist hún með 37 prósenta fylgi en Macron með 64 prósent. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×