Segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þensluhvetjandi Höskuldur Kári Schram skrifar 27. apríl 2017 18:55 Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Vísir/GVA Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir að hún kyndi undir þenslu í samfélaginu. Áfram sé gert ráð fyrir því að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var lögð fram á Alþingi í lok síðasta mánaðar en hún nær til ársins 2022. Áætlunin gerir meðal annars ráð fyrir áframhaldandi hagvexti og að skuldir ríkisins muni lækka hratt á tímabilinu. Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir þessa áætlun í pistil sem hann birti á heimasíðu samtakanna í dag. Hann telur að forsendur áætlunarinnar byggi á of mikilli bjartsýni og þá sé hún þensluhvetjandi. „Við bendum einfaldlega á þá einföldu staðreynd að ef að hagvöxtur dregst saman um eitt prósent á ári út spátímann þá verður kominn fjárlagahalli í lok spátímabilsins. Það teljum við gagnrýnivert. Í miðju góðæri er mikilvægt að leggja til hliðar og hugsa til mögru áranna. Þetta eru bara einföld skilaboð sem allir Íslendingar skilja. Við eigum að draga úr umsvifum hins opinbera á góðæristímum og núna er rétti tíminn til þess og þetta endurspeglast ekki í fjármálaáætluninni,“ segir Halldór. Halldór segir að skattbyrðin hér á landi sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD og ekki sé lögð fram nein framtíðarsýn varðandi þróun skattkerfisins í áætlun ríkisstjórnarinnar. „Forsendur þess til að lækka skatta til lengri tíma er að draga úr á útgjaldahliðinni. Það er fyrsta skrefið. Í bullandi hagsveiflu er rétt að gera það til þess að búa í haginn fyrir niðursveifluna sem óhjákvæmilega mun koma,“ segir Halldór. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir að hún kyndi undir þenslu í samfélaginu. Áfram sé gert ráð fyrir því að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var lögð fram á Alþingi í lok síðasta mánaðar en hún nær til ársins 2022. Áætlunin gerir meðal annars ráð fyrir áframhaldandi hagvexti og að skuldir ríkisins muni lækka hratt á tímabilinu. Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir þessa áætlun í pistil sem hann birti á heimasíðu samtakanna í dag. Hann telur að forsendur áætlunarinnar byggi á of mikilli bjartsýni og þá sé hún þensluhvetjandi. „Við bendum einfaldlega á þá einföldu staðreynd að ef að hagvöxtur dregst saman um eitt prósent á ári út spátímann þá verður kominn fjárlagahalli í lok spátímabilsins. Það teljum við gagnrýnivert. Í miðju góðæri er mikilvægt að leggja til hliðar og hugsa til mögru áranna. Þetta eru bara einföld skilaboð sem allir Íslendingar skilja. Við eigum að draga úr umsvifum hins opinbera á góðæristímum og núna er rétti tíminn til þess og þetta endurspeglast ekki í fjármálaáætluninni,“ segir Halldór. Halldór segir að skattbyrðin hér á landi sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD og ekki sé lögð fram nein framtíðarsýn varðandi þróun skattkerfisins í áætlun ríkisstjórnarinnar. „Forsendur þess til að lækka skatta til lengri tíma er að draga úr á útgjaldahliðinni. Það er fyrsta skrefið. Í bullandi hagsveiflu er rétt að gera það til þess að búa í haginn fyrir niðursveifluna sem óhjákvæmilega mun koma,“ segir Halldór.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira