Bráðahjúkrun – í þröngri stöðu Helga Rósa Másdóttir og Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir skrifar 28. apríl 2017 07:00 Þegar einstaklingar leita á bráðamóttöku vegna bráðra veikinda eða slysa eru það bráðahjúkrunarfræðingar sem taka á móti þeim. Bráðahjúkrunarfræðingar nýta menntun sína, þekkingu og reynslu til þess að takast á við breytilegt ástand sjúklings. Þeir hafa sérstaka þjálfun og góða innsýn í sjúkdóms- og áverkaferli, orsakir, áhættuþætti, greiningu og meðferð. Mjög náin samvinna er við bráðalækna, aðra sérfræðinga og sérhæft starfsfólk. Virðing og traust milli samstarfsaðila endurspeglast í miklum metnaði að veita skjólstæðingum góða þjónustu. Starf bráðahjúkrunarfræðingsins er vissulega margþætt og byggist á þeim skjólstæðingum sem leita bráðaþjónustu. Helstu einkenni starfsins eru hraði, fjölbreytileiki og óvæntar uppákomur þar sem bráðahjúkrunarfræðingurinn þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu og hæfni sem nýtt er, oft á skjótan hátt undir miklu álagi en á öruggan og yfirvegaðan hátt. Viðhorf til starfa þarf að vera jákvætt og öllum skjólstæðingum þarf að vera sinnt á einstaklingsmiðaðan hátt en leggja einnig áherslu á góða umönnun aðstandenda hins veika eða slasaða. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa víða. Í heilsugæslu, forvörnum og í kennslu, en aðalstarfsvettvangurinn er á slysa- og bráðamóttökum á sjúkrastofnunum landsins. Hjúkrunin felur m.a. í sér greiningu bráðveikra og slasaðra og forgangsröðun þeirra. Meðferð alvarlegra eða minniháttar slysa og beinbrota. Fjölbreytta hjúkrun bráðveikra til dæmis vegna hjartasjúkdóma, taugasjúkdóma, kviðverkja, bráðaofnæmis, sýkinga eða annarra veikinda. Bráðahjúkrunarfræðingar sinna veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Einnig eru bráðahjúkrunarfræðingar sérþjálfaðir í móttöku og umönnun fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa í viðbragðssveitum sem virkjaðar eru við stórslys og hafa þeir þá hæfni og þekkingu til að starfa með öðrum viðbragðsaðilum við almannavarnaástand. Símenntun og þróun í starfi eru grundvallaratriði í bráðahjúkrun; heilsufarsvandamál eru síbreytileg og framfarir í heilbrigðisvísindum stöðugar. Því er nauðsynlegt að bráðahjúkrunarfræðingurinn nýti ávallt nýjustu þekkingu í umönnun veikra og slasaðra og tryggi þannig gæði hjúkrunar. Á Landspítala hefur Fagráð í bráðahjúkrun verið starfrækt frá 2012 og er hlutverk þess að hafa yfirsýn og vera leiðandi í fræðilegri og faglegri þróun. Fagráðið fjallar um málefni sem tengjast hjúkrun sjúklinga og aðstandenda þeirra, greinir faglegar þarfir skjólstæðinga á sviði bráðahjúkrunar, ákveður áherslur og forgangsraðar rannsóknum, þróun og faglegum verkefnum.Öryggi sjúklinga ógnað Undanfarin ár hafa meðlimir fagráðsins endurtekið lýst yfir áhyggjum af stöðu bráðahjúkrunar á Landspítala. Nánast daglegt brauð er að fjöldi sjúklinga ílengist á bráðamóttöku eftir fyrstu greiningu og meðferð sjúkdóma. Sá fjöldi sjúklinga sem kemst ekki frá bráðamóttökunni á legudeildir spítalans jafnast iðulega á við stærstu legudeildir, eða allt upp undir 30 manns. Eðli málsins samkvæmt þarfnast þessi sjúklingahópur almennt annarrar sérhæfðrar hjúkrunar en tengdum bráðum vandamálum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa af þessum sökum verið undir miklu álagi við að sinna fjölda skjólstæðinga sem í raun þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar á öðrum sviðum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa að sjálfsögðu leitast við að efla hæfni sína varðandi sérhæfðar meðferðir og þarfir þessara skjólstæðinga. Hins vegar er það ljóst að ef best mætti vera fyrir skjólstæðingana ættu þeir að fá hjúkrun á viðeigandi sérsviði hjúkrunar og á sérhæfðum legudeildum. Á bráðamóttöku koma sífellt nýir og nýir bráðveikir einstaklingar sem þarfnast greiningar og fyrstu meðferðar, allt að 200 manns á sólarhring. Þjónusta bráðamóttöku er hönnuð fyrir slíka starfsemi en erilsamt umhverfið og hin sérhæfða bráðaþjónusta er ekki æskileg fyrir langdvöl mikið veikra sjúklinga í virkri meðferð. Hugmyndafræði bráðahjúkrunar leggur áherslu á að umönnun og meðferð slasaðra og bráðveikra einstaklinga sé veitt af fólki með sérþekkingu. Þannig sé sjúklingum tryggð besta mögulega bráðahjúkrun sem völ er á hverju sinni. Fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga og Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala lýsa yfir verulegum áhyggjum af velfarnaði bráðveikra og slasaðra sem leita á yfirfullar bráðamóttökur. Öryggi sjúklinga, sem ættu að vera í sérhæfðri meðferð á legudeildum en liggja langdvölum í óviðeigandi umhverfi á bráðamóttöku, er verulega ógnað. Fyrir hönd bráðahjúkrunarfræðinga kalla undirritaðar eftir skjótum viðbrögðum frá viðeigandi stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingar leita á bráðamóttöku vegna bráðra veikinda eða slysa eru það bráðahjúkrunarfræðingar sem taka á móti þeim. Bráðahjúkrunarfræðingar nýta menntun sína, þekkingu og reynslu til þess að takast á við breytilegt ástand sjúklings. Þeir hafa sérstaka þjálfun og góða innsýn í sjúkdóms- og áverkaferli, orsakir, áhættuþætti, greiningu og meðferð. Mjög náin samvinna er við bráðalækna, aðra sérfræðinga og sérhæft starfsfólk. Virðing og traust milli samstarfsaðila endurspeglast í miklum metnaði að veita skjólstæðingum góða þjónustu. Starf bráðahjúkrunarfræðingsins er vissulega margþætt og byggist á þeim skjólstæðingum sem leita bráðaþjónustu. Helstu einkenni starfsins eru hraði, fjölbreytileiki og óvæntar uppákomur þar sem bráðahjúkrunarfræðingurinn þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu og hæfni sem nýtt er, oft á skjótan hátt undir miklu álagi en á öruggan og yfirvegaðan hátt. Viðhorf til starfa þarf að vera jákvætt og öllum skjólstæðingum þarf að vera sinnt á einstaklingsmiðaðan hátt en leggja einnig áherslu á góða umönnun aðstandenda hins veika eða slasaða. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa víða. Í heilsugæslu, forvörnum og í kennslu, en aðalstarfsvettvangurinn er á slysa- og bráðamóttökum á sjúkrastofnunum landsins. Hjúkrunin felur m.a. í sér greiningu bráðveikra og slasaðra og forgangsröðun þeirra. Meðferð alvarlegra eða minniháttar slysa og beinbrota. Fjölbreytta hjúkrun bráðveikra til dæmis vegna hjartasjúkdóma, taugasjúkdóma, kviðverkja, bráðaofnæmis, sýkinga eða annarra veikinda. Bráðahjúkrunarfræðingar sinna veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Einnig eru bráðahjúkrunarfræðingar sérþjálfaðir í móttöku og umönnun fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa í viðbragðssveitum sem virkjaðar eru við stórslys og hafa þeir þá hæfni og þekkingu til að starfa með öðrum viðbragðsaðilum við almannavarnaástand. Símenntun og þróun í starfi eru grundvallaratriði í bráðahjúkrun; heilsufarsvandamál eru síbreytileg og framfarir í heilbrigðisvísindum stöðugar. Því er nauðsynlegt að bráðahjúkrunarfræðingurinn nýti ávallt nýjustu þekkingu í umönnun veikra og slasaðra og tryggi þannig gæði hjúkrunar. Á Landspítala hefur Fagráð í bráðahjúkrun verið starfrækt frá 2012 og er hlutverk þess að hafa yfirsýn og vera leiðandi í fræðilegri og faglegri þróun. Fagráðið fjallar um málefni sem tengjast hjúkrun sjúklinga og aðstandenda þeirra, greinir faglegar þarfir skjólstæðinga á sviði bráðahjúkrunar, ákveður áherslur og forgangsraðar rannsóknum, þróun og faglegum verkefnum.Öryggi sjúklinga ógnað Undanfarin ár hafa meðlimir fagráðsins endurtekið lýst yfir áhyggjum af stöðu bráðahjúkrunar á Landspítala. Nánast daglegt brauð er að fjöldi sjúklinga ílengist á bráðamóttöku eftir fyrstu greiningu og meðferð sjúkdóma. Sá fjöldi sjúklinga sem kemst ekki frá bráðamóttökunni á legudeildir spítalans jafnast iðulega á við stærstu legudeildir, eða allt upp undir 30 manns. Eðli málsins samkvæmt þarfnast þessi sjúklingahópur almennt annarrar sérhæfðrar hjúkrunar en tengdum bráðum vandamálum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa af þessum sökum verið undir miklu álagi við að sinna fjölda skjólstæðinga sem í raun þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar á öðrum sviðum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa að sjálfsögðu leitast við að efla hæfni sína varðandi sérhæfðar meðferðir og þarfir þessara skjólstæðinga. Hins vegar er það ljóst að ef best mætti vera fyrir skjólstæðingana ættu þeir að fá hjúkrun á viðeigandi sérsviði hjúkrunar og á sérhæfðum legudeildum. Á bráðamóttöku koma sífellt nýir og nýir bráðveikir einstaklingar sem þarfnast greiningar og fyrstu meðferðar, allt að 200 manns á sólarhring. Þjónusta bráðamóttöku er hönnuð fyrir slíka starfsemi en erilsamt umhverfið og hin sérhæfða bráðaþjónusta er ekki æskileg fyrir langdvöl mikið veikra sjúklinga í virkri meðferð. Hugmyndafræði bráðahjúkrunar leggur áherslu á að umönnun og meðferð slasaðra og bráðveikra einstaklinga sé veitt af fólki með sérþekkingu. Þannig sé sjúklingum tryggð besta mögulega bráðahjúkrun sem völ er á hverju sinni. Fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga og Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala lýsa yfir verulegum áhyggjum af velfarnaði bráðveikra og slasaðra sem leita á yfirfullar bráðamóttökur. Öryggi sjúklinga, sem ættu að vera í sérhæfðri meðferð á legudeildum en liggja langdvölum í óviðeigandi umhverfi á bráðamóttöku, er verulega ógnað. Fyrir hönd bráðahjúkrunarfræðinga kalla undirritaðar eftir skjótum viðbrögðum frá viðeigandi stjórnvöldum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun