Bráðahjúkrun – í þröngri stöðu Helga Rósa Másdóttir og Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir skrifar 28. apríl 2017 07:00 Þegar einstaklingar leita á bráðamóttöku vegna bráðra veikinda eða slysa eru það bráðahjúkrunarfræðingar sem taka á móti þeim. Bráðahjúkrunarfræðingar nýta menntun sína, þekkingu og reynslu til þess að takast á við breytilegt ástand sjúklings. Þeir hafa sérstaka þjálfun og góða innsýn í sjúkdóms- og áverkaferli, orsakir, áhættuþætti, greiningu og meðferð. Mjög náin samvinna er við bráðalækna, aðra sérfræðinga og sérhæft starfsfólk. Virðing og traust milli samstarfsaðila endurspeglast í miklum metnaði að veita skjólstæðingum góða þjónustu. Starf bráðahjúkrunarfræðingsins er vissulega margþætt og byggist á þeim skjólstæðingum sem leita bráðaþjónustu. Helstu einkenni starfsins eru hraði, fjölbreytileiki og óvæntar uppákomur þar sem bráðahjúkrunarfræðingurinn þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu og hæfni sem nýtt er, oft á skjótan hátt undir miklu álagi en á öruggan og yfirvegaðan hátt. Viðhorf til starfa þarf að vera jákvætt og öllum skjólstæðingum þarf að vera sinnt á einstaklingsmiðaðan hátt en leggja einnig áherslu á góða umönnun aðstandenda hins veika eða slasaða. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa víða. Í heilsugæslu, forvörnum og í kennslu, en aðalstarfsvettvangurinn er á slysa- og bráðamóttökum á sjúkrastofnunum landsins. Hjúkrunin felur m.a. í sér greiningu bráðveikra og slasaðra og forgangsröðun þeirra. Meðferð alvarlegra eða minniháttar slysa og beinbrota. Fjölbreytta hjúkrun bráðveikra til dæmis vegna hjartasjúkdóma, taugasjúkdóma, kviðverkja, bráðaofnæmis, sýkinga eða annarra veikinda. Bráðahjúkrunarfræðingar sinna veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Einnig eru bráðahjúkrunarfræðingar sérþjálfaðir í móttöku og umönnun fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa í viðbragðssveitum sem virkjaðar eru við stórslys og hafa þeir þá hæfni og þekkingu til að starfa með öðrum viðbragðsaðilum við almannavarnaástand. Símenntun og þróun í starfi eru grundvallaratriði í bráðahjúkrun; heilsufarsvandamál eru síbreytileg og framfarir í heilbrigðisvísindum stöðugar. Því er nauðsynlegt að bráðahjúkrunarfræðingurinn nýti ávallt nýjustu þekkingu í umönnun veikra og slasaðra og tryggi þannig gæði hjúkrunar. Á Landspítala hefur Fagráð í bráðahjúkrun verið starfrækt frá 2012 og er hlutverk þess að hafa yfirsýn og vera leiðandi í fræðilegri og faglegri þróun. Fagráðið fjallar um málefni sem tengjast hjúkrun sjúklinga og aðstandenda þeirra, greinir faglegar þarfir skjólstæðinga á sviði bráðahjúkrunar, ákveður áherslur og forgangsraðar rannsóknum, þróun og faglegum verkefnum.Öryggi sjúklinga ógnað Undanfarin ár hafa meðlimir fagráðsins endurtekið lýst yfir áhyggjum af stöðu bráðahjúkrunar á Landspítala. Nánast daglegt brauð er að fjöldi sjúklinga ílengist á bráðamóttöku eftir fyrstu greiningu og meðferð sjúkdóma. Sá fjöldi sjúklinga sem kemst ekki frá bráðamóttökunni á legudeildir spítalans jafnast iðulega á við stærstu legudeildir, eða allt upp undir 30 manns. Eðli málsins samkvæmt þarfnast þessi sjúklingahópur almennt annarrar sérhæfðrar hjúkrunar en tengdum bráðum vandamálum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa af þessum sökum verið undir miklu álagi við að sinna fjölda skjólstæðinga sem í raun þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar á öðrum sviðum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa að sjálfsögðu leitast við að efla hæfni sína varðandi sérhæfðar meðferðir og þarfir þessara skjólstæðinga. Hins vegar er það ljóst að ef best mætti vera fyrir skjólstæðingana ættu þeir að fá hjúkrun á viðeigandi sérsviði hjúkrunar og á sérhæfðum legudeildum. Á bráðamóttöku koma sífellt nýir og nýir bráðveikir einstaklingar sem þarfnast greiningar og fyrstu meðferðar, allt að 200 manns á sólarhring. Þjónusta bráðamóttöku er hönnuð fyrir slíka starfsemi en erilsamt umhverfið og hin sérhæfða bráðaþjónusta er ekki æskileg fyrir langdvöl mikið veikra sjúklinga í virkri meðferð. Hugmyndafræði bráðahjúkrunar leggur áherslu á að umönnun og meðferð slasaðra og bráðveikra einstaklinga sé veitt af fólki með sérþekkingu. Þannig sé sjúklingum tryggð besta mögulega bráðahjúkrun sem völ er á hverju sinni. Fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga og Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala lýsa yfir verulegum áhyggjum af velfarnaði bráðveikra og slasaðra sem leita á yfirfullar bráðamóttökur. Öryggi sjúklinga, sem ættu að vera í sérhæfðri meðferð á legudeildum en liggja langdvölum í óviðeigandi umhverfi á bráðamóttöku, er verulega ógnað. Fyrir hönd bráðahjúkrunarfræðinga kalla undirritaðar eftir skjótum viðbrögðum frá viðeigandi stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingar leita á bráðamóttöku vegna bráðra veikinda eða slysa eru það bráðahjúkrunarfræðingar sem taka á móti þeim. Bráðahjúkrunarfræðingar nýta menntun sína, þekkingu og reynslu til þess að takast á við breytilegt ástand sjúklings. Þeir hafa sérstaka þjálfun og góða innsýn í sjúkdóms- og áverkaferli, orsakir, áhættuþætti, greiningu og meðferð. Mjög náin samvinna er við bráðalækna, aðra sérfræðinga og sérhæft starfsfólk. Virðing og traust milli samstarfsaðila endurspeglast í miklum metnaði að veita skjólstæðingum góða þjónustu. Starf bráðahjúkrunarfræðingsins er vissulega margþætt og byggist á þeim skjólstæðingum sem leita bráðaþjónustu. Helstu einkenni starfsins eru hraði, fjölbreytileiki og óvæntar uppákomur þar sem bráðahjúkrunarfræðingurinn þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu og hæfni sem nýtt er, oft á skjótan hátt undir miklu álagi en á öruggan og yfirvegaðan hátt. Viðhorf til starfa þarf að vera jákvætt og öllum skjólstæðingum þarf að vera sinnt á einstaklingsmiðaðan hátt en leggja einnig áherslu á góða umönnun aðstandenda hins veika eða slasaða. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa víða. Í heilsugæslu, forvörnum og í kennslu, en aðalstarfsvettvangurinn er á slysa- og bráðamóttökum á sjúkrastofnunum landsins. Hjúkrunin felur m.a. í sér greiningu bráðveikra og slasaðra og forgangsröðun þeirra. Meðferð alvarlegra eða minniháttar slysa og beinbrota. Fjölbreytta hjúkrun bráðveikra til dæmis vegna hjartasjúkdóma, taugasjúkdóma, kviðverkja, bráðaofnæmis, sýkinga eða annarra veikinda. Bráðahjúkrunarfræðingar sinna veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Einnig eru bráðahjúkrunarfræðingar sérþjálfaðir í móttöku og umönnun fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa í viðbragðssveitum sem virkjaðar eru við stórslys og hafa þeir þá hæfni og þekkingu til að starfa með öðrum viðbragðsaðilum við almannavarnaástand. Símenntun og þróun í starfi eru grundvallaratriði í bráðahjúkrun; heilsufarsvandamál eru síbreytileg og framfarir í heilbrigðisvísindum stöðugar. Því er nauðsynlegt að bráðahjúkrunarfræðingurinn nýti ávallt nýjustu þekkingu í umönnun veikra og slasaðra og tryggi þannig gæði hjúkrunar. Á Landspítala hefur Fagráð í bráðahjúkrun verið starfrækt frá 2012 og er hlutverk þess að hafa yfirsýn og vera leiðandi í fræðilegri og faglegri þróun. Fagráðið fjallar um málefni sem tengjast hjúkrun sjúklinga og aðstandenda þeirra, greinir faglegar þarfir skjólstæðinga á sviði bráðahjúkrunar, ákveður áherslur og forgangsraðar rannsóknum, þróun og faglegum verkefnum.Öryggi sjúklinga ógnað Undanfarin ár hafa meðlimir fagráðsins endurtekið lýst yfir áhyggjum af stöðu bráðahjúkrunar á Landspítala. Nánast daglegt brauð er að fjöldi sjúklinga ílengist á bráðamóttöku eftir fyrstu greiningu og meðferð sjúkdóma. Sá fjöldi sjúklinga sem kemst ekki frá bráðamóttökunni á legudeildir spítalans jafnast iðulega á við stærstu legudeildir, eða allt upp undir 30 manns. Eðli málsins samkvæmt þarfnast þessi sjúklingahópur almennt annarrar sérhæfðrar hjúkrunar en tengdum bráðum vandamálum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa af þessum sökum verið undir miklu álagi við að sinna fjölda skjólstæðinga sem í raun þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar á öðrum sviðum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa að sjálfsögðu leitast við að efla hæfni sína varðandi sérhæfðar meðferðir og þarfir þessara skjólstæðinga. Hins vegar er það ljóst að ef best mætti vera fyrir skjólstæðingana ættu þeir að fá hjúkrun á viðeigandi sérsviði hjúkrunar og á sérhæfðum legudeildum. Á bráðamóttöku koma sífellt nýir og nýir bráðveikir einstaklingar sem þarfnast greiningar og fyrstu meðferðar, allt að 200 manns á sólarhring. Þjónusta bráðamóttöku er hönnuð fyrir slíka starfsemi en erilsamt umhverfið og hin sérhæfða bráðaþjónusta er ekki æskileg fyrir langdvöl mikið veikra sjúklinga í virkri meðferð. Hugmyndafræði bráðahjúkrunar leggur áherslu á að umönnun og meðferð slasaðra og bráðveikra einstaklinga sé veitt af fólki með sérþekkingu. Þannig sé sjúklingum tryggð besta mögulega bráðahjúkrun sem völ er á hverju sinni. Fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga og Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala lýsa yfir verulegum áhyggjum af velfarnaði bráðveikra og slasaðra sem leita á yfirfullar bráðamóttökur. Öryggi sjúklinga, sem ættu að vera í sérhæfðri meðferð á legudeildum en liggja langdvölum í óviðeigandi umhverfi á bráðamóttöku, er verulega ógnað. Fyrir hönd bráðahjúkrunarfræðinga kalla undirritaðar eftir skjótum viðbrögðum frá viðeigandi stjórnvöldum.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun