Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 1-5 | Íslandsmeistararnir fóru létt með nýliðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2017 21:45 Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk. vísir/eyþór Íslandsmeistarar Stjörnunnar hófu titilvörn sína gegn nýliðum Haukum með góðum útisigri á Ásvöllum. Allt útlit var fyrir þægilegan sigur Stjörnunnar sem voru manni fleiri frá 18. mínútu. Sunna Líf Þorbjarnadóttir var rekinn út af fyrir að verja boltann með hendi á marklínu en skömmu áður hafði Guðmunda Brynja Óladóttir opnað markareikninginn, strax á áttundu mínútu. Víti var dæmt og Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði af öryggi. Haukastúlkur gerðu þó afar vel í að þétta raðirnar og verjast manni færri og útlitið varð bjartara eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Þær sýndu á köflum lipra tilburði í framlínunni og bar það ávöxt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Vienna Behnke skoraði eftir góða sókn. Alexandra Jóhannsdóttir bjó til markið þegar hún framhjá nokkrum leikmönnum Stjörnunnar á miðjunni og opnaði pláss fyrir sóknarmenn Hauka. Staðan var 1-2 í hálfleik og fátt sem benti til þess að Haukar væru manni færri á þessum tímapunkti. Seinni hálfleikur var tíðindalítill framan af en athygli vakti þó að Kjartan Stefánsson, þjálfari Hauka, var ekki að pakka í vörn þrátt fyrir að vera manni færri. Hann var áfram með tvo framherja inn á vellinum. Þetta gerði það að verkum að Stjörnustúlkur fengu mikið pláss á vængjunum en lengi vel náðu þær ekki að nýta sér það nógu vel. Aftur og aftur fóru þær upp hægri vænginn og þrátt fyrir nokkrar álitlegar sóknir klikkaði úrslitasendingin alltaf Augljóst var þó að eftir því sem leið á leikinn rann af Haukastúlkum. Stjörnustúlkur gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk undir lok leiksins þar sem þær Katrín og Guðmunda fóru fremstar í flokki. Þær skoruðu þriðja og fjórða mark Stjörnunnar áður en Írunn Þorbjörg Aradóttir gulltryggði sigurinn. Stjörnustúlkur spiluðu á köflum glimrandi fótbolta og koma vel undan vetri. Haukastúlkur geta þó vel við unað að hafa staðið í Íslandsmeisturunum manni færri stærstan hluta leiksins. Þá bendir markið sem þær skoruðu að þarna sé á ferðinni vel spilandi knattspyrnulið.Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar.Ólafur: Á stórum köflum jafn leikur Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar var nokkuð kátur með sína leikmenn eftir ágætan útisigur í fyrstu umferð. Þetta leit vel út í byrjun hjá Stjörnunni, ekki síst eftir að liðið varð manni fleiri á vellinum á 18. mínútu.„Þá fannst mér leikurinn jafnast og þetta varð barátta fram í seinni hálfleikinn þangað til við náðum að setja þriðja markið,“ segir Ólafur.„Á stórum köflum var þetta nokkuð jafn leikur og mér fannst Haukastúlkur vera þrælsprækar eftir að þær misstu manninn sinn út af, hvort sem það var af því að þær efldust eða við slökum á, ég veit það ekki,“ segir Ólafur.Staðan var 1-2 í hálfleik Stjörnustúlkum í vil og í byrjun seinni hálfleiks var ljóst að Stjarnan ætlaði sér að herja mjög á kantana enda mikið um opin svæði þar. Það var með ráðum gert.„Við ræddum um hvernig við ætluðum að nýta svæðin sem við mynduðust þegar við eru manni fleiri. Það gekk ágætlega en það vantaði bara að nýta færin og setja endapunktinn á þetta,“ segir Ólafur en þriðja markið kom ekki fyrr en á 77. mínútu. Eftir það brotnaði ísinn og mörkin urðu fimm þegar uppi var staðið.Fínn sigur hjá Íslandsmeisturunum og er Ólafur sáttur með stigin þrjú í upphafi móts.„Þetta er byrjunin á tímabilinu, það er apríl ennþá. Það er gott að skora fimm mörk en ég er ekki sáttur að fá eitt á mig. Sigur er sigur og við fengum þrjú stig eins og við vildum.Haukar áttu erfitt uppdráttar í kvöld.vísir/eyþórKjartan: Stigum áfram en ekki aftur á bak Kjartan Stefánsson, þjálfari Hauka, var nokkuð brattur í leikslok þrátt fyrir stórt tap Hauka gegn Stjörnunni. Liðið stóð vel í Íslandsmeisturunum manni færri og ef til vill gáfu lokatölur ekki rétta mynd af leiknum.„Ég er ánægður með að stelpurnar skyldu taka á þessu þó við værum einum færri. Við þorðum að spila boltanum og reyndum að spila honum í fætur. Það var að ganga ágætlega. Auðvitað var bensínið að vera búið í restina en ég get tekið helling út úr þessu,“ segir KjartanAthygli vakti að Kjartan var ekki að pakka í vörn þrátt fyrir að vera manni færri og undir gegn Íslandsmeisturunum. Áfram voru tveir framherjar inn á vellinum og liðið reyndi alltaf að spila boltanum. Það var meðvituð ákvörðun.„Ég er ánægðastur með að mér fannst við vera stíga áfram en ekki aftur á bak. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að leyfa ákveðna hluti en við ætluðum að spila boltanum. Við erum að reyna að byggja upp lið og erum með margar efnilegar stelpur sem þurfa að fá það að spila fótbolta,“ segir Kjartan.Næsti leikur er afar mikilvægur fyrir liðið þar sem liðið mætir hinum nýliðum deildarinnar, Grindavík. Þar segir Kjartan að áherslurnar þurfi að vera aðrar.„Við þurfum klárlega að spila öðruvísi á móti Grindavík. Við þurfum að bæta varnarleikinn. Við þurfum að vera þéttari. Núna eru allar stelpurnar reynslunni ríkari og við þurfum að gera helling, ég held að það sé best.“Guðmunda Brynja skoraði tvö mörk í sínum fyrsta deildarleik fyrir Stjörnuna.vísir/eyþórFramvinda leiksins90' Leik lokið. 90' Stjarnan 1-5 Írunn Þorbjörg Aradóttir klafsar boltanum inn á lokamínútunum. Stjarnan að ganga frá nýliðunum á lokamínútunum.85' Anna María Baldursdóttir fer út af fyrir Stjörnuna og inn kemur Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir.85' Tvöföld skipting hjá Haukum. Sara Rakel Hinriksdóttir og Marjani Hing-Glover og inn koma Rún Friðriksdóttir og Konný Arna Hákonardóttir.83' Stjarnan 1-4 - Smá salt í sárin fyrir Hauka. Katrín fyrirliði, sem hefur átt afar góðan leik, finnur Guðmundu Brynju, sem hefur einnig átt afar góðan leik, í teignum. Guðmunda kassar boltann niður en er nærri því búinn að missa jafnvægið. Nær þó að halda því og kemur boltanum örugglega í netið.77' Stjarnan 1-3 - Íslandsmeistararnir gera út um leikinn. Katrín fyrirliði er ein og óvölduð í teignum eftir fyrirgjöf og þarf lítið annað að pota boltanum yfir línuna, sem hún og gerir. 74' Stjörnustúlkur eru ekki lengi að snúa vörn í sókn og færa boltann vel frá vinstri til hægri. Þar er Sigrún Ella ein og óvölduð en hún skóflar boltanum hátt yfir.74' Þarna skall hurð nærri hælum hjá Íslandsmeisturunum. Marjani Hing-Glover brunar upp hægri kantinn og á eitraða fyrirgjöf þar sem Heiða Rakel kemur aðvífandi. Miðvörður Stjörnunnar er þó vel á verði og nær að verjast fyrirgjöfinni. Mátti ekki miklu muna.72' 180 áhorfendur á Ásvöllum í kvöld.67' Afar erfiðar aðstæður á Ásvöllum í augnablikinu enda bullandi haglél dunið á.66' Skipting - Heiða Rakel Guðmundsdóttir kemur inn á fyrir Hildigunni Ólafsdóttur í liði Hauka.64' Skot - Guðmunda Brynja er nú kominn yfir á vinstri kantinn og hún á fyrsta skotið í hálfleiknum. Stjörnustúlkur færa boltann vel frá hægri til vinstri og ná að opna fyrir Guðmundu. Skot hennar fer þó beint í fangið á Ornelu í markinu.57' Seinni hálfleikurinn fer afar rólega af stað. Stjarnan mun meira með boltann en Haukar verjast vel. Það er pláss á hægri kantinum hjá Stjörnunni en það er lítið að gerast í sóknarleik beggja liða.50' Ólafur, þjálfari Stjörnunnar, hefur fært Guðmundu Brynju úr framlínunni og á hægri kantinn. Hún er búinn að fá mikið pláss þar það sem af er seinni hálfleik ásamt bakverðinum Önu Cate. Þær hafa í tvígang spilað sig upp hægri kantinn án þess að það hafi skilað árangri en augljóst að þangað vilja þær sækja. Haukastúlkur þurfa að þétta raðirnar en þær eru einum færri frá 18. mínútu.46' Fyrsta skipting leiksins - María Eva Eyjólfsdóttir kemur inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur í liði Stjörnunnar.46' Seinni hálfleikur hefst. Heimastúlkur hefja leik.Fyrri hálfleikur45' Haukastúlkur hafa gert afar vel í að halda sér inn í þessum leik. Eftir rauða spjaldið virtist fátt benda til annars en stórs Stjörnusigur en heimastúlkur girtu sig í brók og eru nú aðeins marki undir gegn Íslandsmeisturunum. Stefnir í spennandi síðari hálfleik.45' Fyrri hálfleik lokið - Helgi Mikael Jónsson, dómari leiksins, flautar til hálfleiks. Afar fjörugur hálfleikur með fjórum mörkum, rauðu spjaldi og nóg af færum.43' Stjarnan pressar boltann inn fyrir vörn Hauka. Sigrún Ella fær boltann við vítateigshornið og keyrir í átt að marki. Hún þarf hins vegar að bíða eftir Guðmundu Brynju í teignum og fyrirgjöf hennar er of föst, hættuleg sókn.38' Haukar 1-2 - Haukar minnka muninn eftir stórglæsilega sókn. Alexandra leikur sér að miðjumönnum Stjörnunnar og leikur á 2-3. Hún kemur boltanum á kantinn þar sem Marjani Hing-Glover er alveg ein. Hún kemur boltanum fyrir þar sem Vienna Behnke er mætt og hún skallar boltann í netið. Glæsilegt mark og ekki síðri sókn.37' Dauðafæri - Lára Kristín splúndrar vörn Hauka með baneitraði stungusendingu á Guðmundu Brynju. Hún virðist hissa á því hvað hún er ein fyrir innan og á meðan nær Ornela að loka á hana. Færið rennur út í sandinn.30' Skot - Lára Kristín fær ákjósanlegt færi í markteig Hauka en virðist renna og skófla boltanum hátt yfir markið. Hefði átt að gera betur.28' Marktækifæri - Agla María stingur sér inn fyrir vörn Hauka og er líklega tæp á því að vera rangstæð. Flaggið fer ekki upp en Ornela í marki Hauka gerir afskaplega vel í að þrengja færið fyrir Stjörnustúlkuna og ver í horn.25' Haukar sækja - Fyrsta hættulega sókn Hauka lítur dagsins ljós. Þær fá aukaspyrnu af 25 metra færi, ágætis skotfæri. Vienna Behnke lætur vaða úr aukaspyrnunni. Skotið er ágætt og dettur ofan á þaknetið, ekki galin tilraun. Betra frá Haukum.21' Skot - Katrín fær ágætis tækifæri til að bæta við þriðja markinu og auka enn á foyrstu Stjörnunnar. Enn og aftur er allt galopið á köntunum hjá Haukunum. Sigrún Ella nýtir sér það og skeiðar upp hægri kantinn áður en hún rennir boltanum á Katrín. Hún fær fínt skotfæri fyrir utan teig en setur boltann yfir.19' Stjarnan 0-2 Katrín Ásbjörnsdóttir skorar af öryggi úr vítinu. Ornela giskar á rétt horn en nær ekki til boltans.18' Víti og rautt - Sunna Líf er rekin af velli með beint rautt spjald. Hún varði boltann á línunni með hendi eftir skalla Stjörnunnar. Blóðtaka fyrir Hauka en hún mótmælti þessu ekki mikið.17' Haukar ráða illa við kantmenn Stjörnunnar sem eru að komast aftur fyrir bakverðina aftur og aftur. 11' Skalli - Aftur er Guðmunda Brynja aðgangshörð fyrir Stjörnuna. Þær fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Hún er gefin beint fyrir markið þar sem Guðmunda Brynja er ekki langt frá því að vera á undan Ornelu í markinu í boltann.9' Svekkjandi fyrir Haukastúlkur sem voru helst til of sofandi í varnarleiknum eftir hornið. Þær voru ekki nógu snöggar að ýta upp völlinn eftir hornið.8' Stjarnan 0-1 - Stjarnan fær horn sem Haukum tekst ekki að hreinsa nógu vel frá marki. Boltinn berst til Kristrúnar fyrir utan teiginn hægra vinstra megin. Hún gefur boltann fyrir þar sem hann dettur fyrir Guðmundu Brynju sem fær allan tímann í heiminum til að athafna sig í markteignum og hún kemur boltanum í markið.4' Hættulegt færi - Gestirnir örlítið sprækari hér í upphafi leiks og sækja mikið upp vinstri kantinn. Fyrsta færið í kvöld lítur dagsins ljós þegar Sigrún Ella fær ágætis skallafæri í markteignum eftir fínan undirbúning Öglu Maríu. Sendingin er þó örlítið of há og Sigrún Ella nær ekki nógu kröftugum skalla. Toni Ornela í markinu handsamar boltann örugglega.1' Stjörnustúlkur sækja leik, sækja í átt að sjó.Fyrir leik19.10 - Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er heiðursgestur á leiknum. Hann heilsar hér upp á leikmenn og mun fylgjast með veislunni úr stúkunni. 19.10 - Liðin ganga hér til leiks. Ágætis veður en talsverður vindur, eins og við má kannski búast á Ásvöllum. Byrjunarlið Hauka: 1. Tori Ornela (M), 7. Hildigunnur Ólafsdóttir, 11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (F), 12. Marjani Hing-Glover, 13. Vienna Behnke, 17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir, 18. Alexandra Jónsdóttir, 23. Sæunn Björnsdóttir, 24. Sólveig Halldóra Stefánsdóttir, 27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, 30. Tara Björg Gunnarsdóttir.Varamenn: 3. Stefanía Ósk Þórisdóttir, 5. Rún Friðriksdóttir, 9. Konný Arna Hákonardóttir, 19. Heiða Rakel Guðmundsdóttir, 19. Dagrún Birta Karlsdóttir, 20. Hrafntinna M G Haraldsdóttir, 21. Hanna María Jóhannsdóttir.Byrjunarlið Stjörnunnar: 12. Gemma Fay (M), 3. Ana Vitoria Cate, 4. Kim Dolstra, 5. Írunn Þorbjörg Aradóttir, 6. Lára Kristín Pedersen, 8. Sigrún Ella Einarsdóttir, 10. Anna María Baldursdóttir, 11. Guðmunda Brynja Óladóttir, 17. Agla María Albertsdóttir, 30. Katrín Ásbjörnsdóttir (F).Varamenn: 1. Berglind Hrund Jónsdóttir, 14. Donna Key Henry, 15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir, 16. María Eva Eyjólfsdóttir, 19. Birna Jóhannsdóttir, 22. Nótt Jónsdóttir, 24. Bryndís Björnsdóttir19.05 - Það verður fróðlegt að fylgjast með hinni 16 ára gömlu Sæunni Björnsdóttur á miðjunni hjá Haukum. Hún spilaði stórt hlutverk á síðasta tímabili, þrátt fyrir að vera ung að árum. Alvöru prófraun fyrir hana hér á móti Íslandsmeisturunum.19.00 - Fyrsti leikur umferðarinnar er í gangi. Þór/KA spilar við Val fyrir norðan og þar leiða heimastúlkur 1-0 þegar seinni hálfleikur er nýbyrjaður. Sandra Stephanie Gutierez með markið strax á 9. mínútu.18.57 - Stjarnan er með gríðarlegan reynslubolta í markinu en skoski landsliðsmarkmaðurinn Gemma Kay gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. Hún er 36 ára og hefur leikið hátt í 200 landsleiki fyrir Skotland. Geri aðrir betur.18.52 - Fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, verður ekki með liðinu í sumar þar sem hún er ólétt. Stjarnan mun klárlega sakna fyrirliðans síns sem er ekki bara lykilmaður heldur leikjahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi. Þó svo fyrirliðinn geti ekki spilað með liðinu í sumar þá ætlar hún að vinna með liðinu og þjálfarateyminu eins lengi og ástand leyfi og hún er mætt á Ásvelli með liðsfélögum sínum.18.50 - Annar þjálfari Hauka, Kjartan Stefánsson, sagði nú fyrir leik að þessi spá væri líklega skiljanleg en að Haukastúlkur ætli sér að koma á óvart í ár. Kollegi hans hjá Stjörnunni, og fyrrum þjálfari Hauka, Ólafur Þór Guðbjartsson, sagði hins vegar að sú staðreynt að Íslandsmeisturunum væri spáð þriðja sæti væri til marks um hve sterk deildin væri í ár.18.45 - Ólíkt hlutskipti bíður þessara liða ef marka má spá þjálfara og fyrirliða fyrir Pepsi-deild kvenna í ár. Íslandsmeisturum Stjörnunnar er spáð þriðja sæti en Haukar, sem komu ef til vill óvænt upp úr 1. deildinni á síðasta ári er spáð neðsta sæti.18.30 - Það er glampandi sól hér á Ásvöllum þar sem nýliðar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar, hvorki meira né minna. Brekkan er brött fyrir heimamenn en það er oft ekki verra að byrja á erfiðasta heimaleiknum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar hófu titilvörn sína gegn nýliðum Haukum með góðum útisigri á Ásvöllum. Allt útlit var fyrir þægilegan sigur Stjörnunnar sem voru manni fleiri frá 18. mínútu. Sunna Líf Þorbjarnadóttir var rekinn út af fyrir að verja boltann með hendi á marklínu en skömmu áður hafði Guðmunda Brynja Óladóttir opnað markareikninginn, strax á áttundu mínútu. Víti var dæmt og Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði af öryggi. Haukastúlkur gerðu þó afar vel í að þétta raðirnar og verjast manni færri og útlitið varð bjartara eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Þær sýndu á köflum lipra tilburði í framlínunni og bar það ávöxt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Vienna Behnke skoraði eftir góða sókn. Alexandra Jóhannsdóttir bjó til markið þegar hún framhjá nokkrum leikmönnum Stjörnunnar á miðjunni og opnaði pláss fyrir sóknarmenn Hauka. Staðan var 1-2 í hálfleik og fátt sem benti til þess að Haukar væru manni færri á þessum tímapunkti. Seinni hálfleikur var tíðindalítill framan af en athygli vakti þó að Kjartan Stefánsson, þjálfari Hauka, var ekki að pakka í vörn þrátt fyrir að vera manni færri. Hann var áfram með tvo framherja inn á vellinum. Þetta gerði það að verkum að Stjörnustúlkur fengu mikið pláss á vængjunum en lengi vel náðu þær ekki að nýta sér það nógu vel. Aftur og aftur fóru þær upp hægri vænginn og þrátt fyrir nokkrar álitlegar sóknir klikkaði úrslitasendingin alltaf Augljóst var þó að eftir því sem leið á leikinn rann af Haukastúlkum. Stjörnustúlkur gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk undir lok leiksins þar sem þær Katrín og Guðmunda fóru fremstar í flokki. Þær skoruðu þriðja og fjórða mark Stjörnunnar áður en Írunn Þorbjörg Aradóttir gulltryggði sigurinn. Stjörnustúlkur spiluðu á köflum glimrandi fótbolta og koma vel undan vetri. Haukastúlkur geta þó vel við unað að hafa staðið í Íslandsmeisturunum manni færri stærstan hluta leiksins. Þá bendir markið sem þær skoruðu að þarna sé á ferðinni vel spilandi knattspyrnulið.Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar.Ólafur: Á stórum köflum jafn leikur Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar var nokkuð kátur með sína leikmenn eftir ágætan útisigur í fyrstu umferð. Þetta leit vel út í byrjun hjá Stjörnunni, ekki síst eftir að liðið varð manni fleiri á vellinum á 18. mínútu.„Þá fannst mér leikurinn jafnast og þetta varð barátta fram í seinni hálfleikinn þangað til við náðum að setja þriðja markið,“ segir Ólafur.„Á stórum köflum var þetta nokkuð jafn leikur og mér fannst Haukastúlkur vera þrælsprækar eftir að þær misstu manninn sinn út af, hvort sem það var af því að þær efldust eða við slökum á, ég veit það ekki,“ segir Ólafur.Staðan var 1-2 í hálfleik Stjörnustúlkum í vil og í byrjun seinni hálfleiks var ljóst að Stjarnan ætlaði sér að herja mjög á kantana enda mikið um opin svæði þar. Það var með ráðum gert.„Við ræddum um hvernig við ætluðum að nýta svæðin sem við mynduðust þegar við eru manni fleiri. Það gekk ágætlega en það vantaði bara að nýta færin og setja endapunktinn á þetta,“ segir Ólafur en þriðja markið kom ekki fyrr en á 77. mínútu. Eftir það brotnaði ísinn og mörkin urðu fimm þegar uppi var staðið.Fínn sigur hjá Íslandsmeisturunum og er Ólafur sáttur með stigin þrjú í upphafi móts.„Þetta er byrjunin á tímabilinu, það er apríl ennþá. Það er gott að skora fimm mörk en ég er ekki sáttur að fá eitt á mig. Sigur er sigur og við fengum þrjú stig eins og við vildum.Haukar áttu erfitt uppdráttar í kvöld.vísir/eyþórKjartan: Stigum áfram en ekki aftur á bak Kjartan Stefánsson, þjálfari Hauka, var nokkuð brattur í leikslok þrátt fyrir stórt tap Hauka gegn Stjörnunni. Liðið stóð vel í Íslandsmeisturunum manni færri og ef til vill gáfu lokatölur ekki rétta mynd af leiknum.„Ég er ánægður með að stelpurnar skyldu taka á þessu þó við værum einum færri. Við þorðum að spila boltanum og reyndum að spila honum í fætur. Það var að ganga ágætlega. Auðvitað var bensínið að vera búið í restina en ég get tekið helling út úr þessu,“ segir KjartanAthygli vakti að Kjartan var ekki að pakka í vörn þrátt fyrir að vera manni færri og undir gegn Íslandsmeisturunum. Áfram voru tveir framherjar inn á vellinum og liðið reyndi alltaf að spila boltanum. Það var meðvituð ákvörðun.„Ég er ánægðastur með að mér fannst við vera stíga áfram en ekki aftur á bak. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að leyfa ákveðna hluti en við ætluðum að spila boltanum. Við erum að reyna að byggja upp lið og erum með margar efnilegar stelpur sem þurfa að fá það að spila fótbolta,“ segir Kjartan.Næsti leikur er afar mikilvægur fyrir liðið þar sem liðið mætir hinum nýliðum deildarinnar, Grindavík. Þar segir Kjartan að áherslurnar þurfi að vera aðrar.„Við þurfum klárlega að spila öðruvísi á móti Grindavík. Við þurfum að bæta varnarleikinn. Við þurfum að vera þéttari. Núna eru allar stelpurnar reynslunni ríkari og við þurfum að gera helling, ég held að það sé best.“Guðmunda Brynja skoraði tvö mörk í sínum fyrsta deildarleik fyrir Stjörnuna.vísir/eyþórFramvinda leiksins90' Leik lokið. 90' Stjarnan 1-5 Írunn Þorbjörg Aradóttir klafsar boltanum inn á lokamínútunum. Stjarnan að ganga frá nýliðunum á lokamínútunum.85' Anna María Baldursdóttir fer út af fyrir Stjörnuna og inn kemur Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir.85' Tvöföld skipting hjá Haukum. Sara Rakel Hinriksdóttir og Marjani Hing-Glover og inn koma Rún Friðriksdóttir og Konný Arna Hákonardóttir.83' Stjarnan 1-4 - Smá salt í sárin fyrir Hauka. Katrín fyrirliði, sem hefur átt afar góðan leik, finnur Guðmundu Brynju, sem hefur einnig átt afar góðan leik, í teignum. Guðmunda kassar boltann niður en er nærri því búinn að missa jafnvægið. Nær þó að halda því og kemur boltanum örugglega í netið.77' Stjarnan 1-3 - Íslandsmeistararnir gera út um leikinn. Katrín fyrirliði er ein og óvölduð í teignum eftir fyrirgjöf og þarf lítið annað að pota boltanum yfir línuna, sem hún og gerir. 74' Stjörnustúlkur eru ekki lengi að snúa vörn í sókn og færa boltann vel frá vinstri til hægri. Þar er Sigrún Ella ein og óvölduð en hún skóflar boltanum hátt yfir.74' Þarna skall hurð nærri hælum hjá Íslandsmeisturunum. Marjani Hing-Glover brunar upp hægri kantinn og á eitraða fyrirgjöf þar sem Heiða Rakel kemur aðvífandi. Miðvörður Stjörnunnar er þó vel á verði og nær að verjast fyrirgjöfinni. Mátti ekki miklu muna.72' 180 áhorfendur á Ásvöllum í kvöld.67' Afar erfiðar aðstæður á Ásvöllum í augnablikinu enda bullandi haglél dunið á.66' Skipting - Heiða Rakel Guðmundsdóttir kemur inn á fyrir Hildigunni Ólafsdóttur í liði Hauka.64' Skot - Guðmunda Brynja er nú kominn yfir á vinstri kantinn og hún á fyrsta skotið í hálfleiknum. Stjörnustúlkur færa boltann vel frá hægri til vinstri og ná að opna fyrir Guðmundu. Skot hennar fer þó beint í fangið á Ornelu í markinu.57' Seinni hálfleikurinn fer afar rólega af stað. Stjarnan mun meira með boltann en Haukar verjast vel. Það er pláss á hægri kantinum hjá Stjörnunni en það er lítið að gerast í sóknarleik beggja liða.50' Ólafur, þjálfari Stjörnunnar, hefur fært Guðmundu Brynju úr framlínunni og á hægri kantinn. Hún er búinn að fá mikið pláss þar það sem af er seinni hálfleik ásamt bakverðinum Önu Cate. Þær hafa í tvígang spilað sig upp hægri kantinn án þess að það hafi skilað árangri en augljóst að þangað vilja þær sækja. Haukastúlkur þurfa að þétta raðirnar en þær eru einum færri frá 18. mínútu.46' Fyrsta skipting leiksins - María Eva Eyjólfsdóttir kemur inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur í liði Stjörnunnar.46' Seinni hálfleikur hefst. Heimastúlkur hefja leik.Fyrri hálfleikur45' Haukastúlkur hafa gert afar vel í að halda sér inn í þessum leik. Eftir rauða spjaldið virtist fátt benda til annars en stórs Stjörnusigur en heimastúlkur girtu sig í brók og eru nú aðeins marki undir gegn Íslandsmeisturunum. Stefnir í spennandi síðari hálfleik.45' Fyrri hálfleik lokið - Helgi Mikael Jónsson, dómari leiksins, flautar til hálfleiks. Afar fjörugur hálfleikur með fjórum mörkum, rauðu spjaldi og nóg af færum.43' Stjarnan pressar boltann inn fyrir vörn Hauka. Sigrún Ella fær boltann við vítateigshornið og keyrir í átt að marki. Hún þarf hins vegar að bíða eftir Guðmundu Brynju í teignum og fyrirgjöf hennar er of föst, hættuleg sókn.38' Haukar 1-2 - Haukar minnka muninn eftir stórglæsilega sókn. Alexandra leikur sér að miðjumönnum Stjörnunnar og leikur á 2-3. Hún kemur boltanum á kantinn þar sem Marjani Hing-Glover er alveg ein. Hún kemur boltanum fyrir þar sem Vienna Behnke er mætt og hún skallar boltann í netið. Glæsilegt mark og ekki síðri sókn.37' Dauðafæri - Lára Kristín splúndrar vörn Hauka með baneitraði stungusendingu á Guðmundu Brynju. Hún virðist hissa á því hvað hún er ein fyrir innan og á meðan nær Ornela að loka á hana. Færið rennur út í sandinn.30' Skot - Lára Kristín fær ákjósanlegt færi í markteig Hauka en virðist renna og skófla boltanum hátt yfir markið. Hefði átt að gera betur.28' Marktækifæri - Agla María stingur sér inn fyrir vörn Hauka og er líklega tæp á því að vera rangstæð. Flaggið fer ekki upp en Ornela í marki Hauka gerir afskaplega vel í að þrengja færið fyrir Stjörnustúlkuna og ver í horn.25' Haukar sækja - Fyrsta hættulega sókn Hauka lítur dagsins ljós. Þær fá aukaspyrnu af 25 metra færi, ágætis skotfæri. Vienna Behnke lætur vaða úr aukaspyrnunni. Skotið er ágætt og dettur ofan á þaknetið, ekki galin tilraun. Betra frá Haukum.21' Skot - Katrín fær ágætis tækifæri til að bæta við þriðja markinu og auka enn á foyrstu Stjörnunnar. Enn og aftur er allt galopið á köntunum hjá Haukunum. Sigrún Ella nýtir sér það og skeiðar upp hægri kantinn áður en hún rennir boltanum á Katrín. Hún fær fínt skotfæri fyrir utan teig en setur boltann yfir.19' Stjarnan 0-2 Katrín Ásbjörnsdóttir skorar af öryggi úr vítinu. Ornela giskar á rétt horn en nær ekki til boltans.18' Víti og rautt - Sunna Líf er rekin af velli með beint rautt spjald. Hún varði boltann á línunni með hendi eftir skalla Stjörnunnar. Blóðtaka fyrir Hauka en hún mótmælti þessu ekki mikið.17' Haukar ráða illa við kantmenn Stjörnunnar sem eru að komast aftur fyrir bakverðina aftur og aftur. 11' Skalli - Aftur er Guðmunda Brynja aðgangshörð fyrir Stjörnuna. Þær fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Hún er gefin beint fyrir markið þar sem Guðmunda Brynja er ekki langt frá því að vera á undan Ornelu í markinu í boltann.9' Svekkjandi fyrir Haukastúlkur sem voru helst til of sofandi í varnarleiknum eftir hornið. Þær voru ekki nógu snöggar að ýta upp völlinn eftir hornið.8' Stjarnan 0-1 - Stjarnan fær horn sem Haukum tekst ekki að hreinsa nógu vel frá marki. Boltinn berst til Kristrúnar fyrir utan teiginn hægra vinstra megin. Hún gefur boltann fyrir þar sem hann dettur fyrir Guðmundu Brynju sem fær allan tímann í heiminum til að athafna sig í markteignum og hún kemur boltanum í markið.4' Hættulegt færi - Gestirnir örlítið sprækari hér í upphafi leiks og sækja mikið upp vinstri kantinn. Fyrsta færið í kvöld lítur dagsins ljós þegar Sigrún Ella fær ágætis skallafæri í markteignum eftir fínan undirbúning Öglu Maríu. Sendingin er þó örlítið of há og Sigrún Ella nær ekki nógu kröftugum skalla. Toni Ornela í markinu handsamar boltann örugglega.1' Stjörnustúlkur sækja leik, sækja í átt að sjó.Fyrir leik19.10 - Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er heiðursgestur á leiknum. Hann heilsar hér upp á leikmenn og mun fylgjast með veislunni úr stúkunni. 19.10 - Liðin ganga hér til leiks. Ágætis veður en talsverður vindur, eins og við má kannski búast á Ásvöllum. Byrjunarlið Hauka: 1. Tori Ornela (M), 7. Hildigunnur Ólafsdóttir, 11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (F), 12. Marjani Hing-Glover, 13. Vienna Behnke, 17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir, 18. Alexandra Jónsdóttir, 23. Sæunn Björnsdóttir, 24. Sólveig Halldóra Stefánsdóttir, 27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, 30. Tara Björg Gunnarsdóttir.Varamenn: 3. Stefanía Ósk Þórisdóttir, 5. Rún Friðriksdóttir, 9. Konný Arna Hákonardóttir, 19. Heiða Rakel Guðmundsdóttir, 19. Dagrún Birta Karlsdóttir, 20. Hrafntinna M G Haraldsdóttir, 21. Hanna María Jóhannsdóttir.Byrjunarlið Stjörnunnar: 12. Gemma Fay (M), 3. Ana Vitoria Cate, 4. Kim Dolstra, 5. Írunn Þorbjörg Aradóttir, 6. Lára Kristín Pedersen, 8. Sigrún Ella Einarsdóttir, 10. Anna María Baldursdóttir, 11. Guðmunda Brynja Óladóttir, 17. Agla María Albertsdóttir, 30. Katrín Ásbjörnsdóttir (F).Varamenn: 1. Berglind Hrund Jónsdóttir, 14. Donna Key Henry, 15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir, 16. María Eva Eyjólfsdóttir, 19. Birna Jóhannsdóttir, 22. Nótt Jónsdóttir, 24. Bryndís Björnsdóttir19.05 - Það verður fróðlegt að fylgjast með hinni 16 ára gömlu Sæunni Björnsdóttur á miðjunni hjá Haukum. Hún spilaði stórt hlutverk á síðasta tímabili, þrátt fyrir að vera ung að árum. Alvöru prófraun fyrir hana hér á móti Íslandsmeisturunum.19.00 - Fyrsti leikur umferðarinnar er í gangi. Þór/KA spilar við Val fyrir norðan og þar leiða heimastúlkur 1-0 þegar seinni hálfleikur er nýbyrjaður. Sandra Stephanie Gutierez með markið strax á 9. mínútu.18.57 - Stjarnan er með gríðarlegan reynslubolta í markinu en skoski landsliðsmarkmaðurinn Gemma Kay gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. Hún er 36 ára og hefur leikið hátt í 200 landsleiki fyrir Skotland. Geri aðrir betur.18.52 - Fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, verður ekki með liðinu í sumar þar sem hún er ólétt. Stjarnan mun klárlega sakna fyrirliðans síns sem er ekki bara lykilmaður heldur leikjahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi. Þó svo fyrirliðinn geti ekki spilað með liðinu í sumar þá ætlar hún að vinna með liðinu og þjálfarateyminu eins lengi og ástand leyfi og hún er mætt á Ásvelli með liðsfélögum sínum.18.50 - Annar þjálfari Hauka, Kjartan Stefánsson, sagði nú fyrir leik að þessi spá væri líklega skiljanleg en að Haukastúlkur ætli sér að koma á óvart í ár. Kollegi hans hjá Stjörnunni, og fyrrum þjálfari Hauka, Ólafur Þór Guðbjartsson, sagði hins vegar að sú staðreynt að Íslandsmeisturunum væri spáð þriðja sæti væri til marks um hve sterk deildin væri í ár.18.45 - Ólíkt hlutskipti bíður þessara liða ef marka má spá þjálfara og fyrirliða fyrir Pepsi-deild kvenna í ár. Íslandsmeisturum Stjörnunnar er spáð þriðja sæti en Haukar, sem komu ef til vill óvænt upp úr 1. deildinni á síðasta ári er spáð neðsta sæti.18.30 - Það er glampandi sól hér á Ásvöllum þar sem nýliðar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar, hvorki meira né minna. Brekkan er brött fyrir heimamenn en það er oft ekki verra að byrja á erfiðasta heimaleiknum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira