Stjarnan byrjar Íslandsmótið í fyrsta sinn í þrettán ár án Hörpu og Ásgerðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 10:30 Harpa Þorsteinsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir verða ekki með í kvöld. vísir/eyþór Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst í dag þegar fjórir leikir af fimm fara fram í fyrstu umferðinni. Fyrsti sjónvarpsleikur sumarsins er viðureign nýliða Hauka og Íslandsmeistara Stjörnunnar en útsending hefst klukkan 19.05 á Stöð 2 Sport 3 HD. Stjarnan verður án tveggja lykilmanna í leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er ólétt og verður ekki með á tímabilinu og þá er Harpa Þorsteinsdóttir ekki klár eftir að eignast sitt annað barn í síðasta mánuði.Sjá einnig:Gæti orðið geggjað sumar Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem Stjarnan byrjar deildarleik án þess að annað hvort Ásgerður eða Harpa séu í liðinu. Það gerðist síðast árið 2004. Ásgerður Stefanía er uppalin hjá Breiðabliki en kom til Stjörnunnar árið 2005 og hefur verið þar síðan. Harpa er uppalin hjá Stjörnunni en fór í Breiðablik árið 2008 og kom aftur 2011. „Sturluð staðreynd: Stjarnan hefur ekki hafið deildarleik síðan árið 2004 þar sem hvorki ég né Adda komum við sögu. Það breytist á morgun,“ skrifaði Harpa Þorsteinsdóttir á Instagram í gær og setti mynd af sér og Ásgerði að fagna Íslandsmeistaratitlinum 2014 saman. Stjarnan var ekki að ná góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu en liðið vann aðeins einn leik af fimm í Lengjubikarnum og komst ekki í undanúrslit mótsins. Þá tapaði liðið 3-0 fyrir Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ síðastliðinn föstudag.1. umferð Pepsi-deildar kvenna:Í dag: 17.45 Þór/KA - Valur, Þórsvelli 19.15 Haukar - Stjarnan, Ásvöllum - Stöð 2 Sport 3 HD 19.15 Breiðablik - FH, Kópavogsvelli 19.15 Fylkir - Grindavík, Floridana-vellinumÁ morgun: 18.00 ÍBV - KR, Hásteinsvelli 21.30 Pepsi-mörk kvenna á Stöð 2 Sport HD Sturluð staðreynd: Stjarnan hefur ekki hafið deildarleik síðan árið 2004 þar sem hvorki ég né Adda komum við sögu. Það breytist á morgun. #fotboltinet #pepsideildin #landsbankadeildin #kempur #goals #2017 #fcstjarnan #komasvo #aimforthestars @stjornustelpur A post shared by harpathorsteins (@harpathorsteins) on Apr 26, 2017 at 3:47pm PDT Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59 Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00 Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00 Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst í dag þegar fjórir leikir af fimm fara fram í fyrstu umferðinni. Fyrsti sjónvarpsleikur sumarsins er viðureign nýliða Hauka og Íslandsmeistara Stjörnunnar en útsending hefst klukkan 19.05 á Stöð 2 Sport 3 HD. Stjarnan verður án tveggja lykilmanna í leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er ólétt og verður ekki með á tímabilinu og þá er Harpa Þorsteinsdóttir ekki klár eftir að eignast sitt annað barn í síðasta mánuði.Sjá einnig:Gæti orðið geggjað sumar Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem Stjarnan byrjar deildarleik án þess að annað hvort Ásgerður eða Harpa séu í liðinu. Það gerðist síðast árið 2004. Ásgerður Stefanía er uppalin hjá Breiðabliki en kom til Stjörnunnar árið 2005 og hefur verið þar síðan. Harpa er uppalin hjá Stjörnunni en fór í Breiðablik árið 2008 og kom aftur 2011. „Sturluð staðreynd: Stjarnan hefur ekki hafið deildarleik síðan árið 2004 þar sem hvorki ég né Adda komum við sögu. Það breytist á morgun,“ skrifaði Harpa Þorsteinsdóttir á Instagram í gær og setti mynd af sér og Ásgerði að fagna Íslandsmeistaratitlinum 2014 saman. Stjarnan var ekki að ná góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu en liðið vann aðeins einn leik af fimm í Lengjubikarnum og komst ekki í undanúrslit mótsins. Þá tapaði liðið 3-0 fyrir Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ síðastliðinn föstudag.1. umferð Pepsi-deildar kvenna:Í dag: 17.45 Þór/KA - Valur, Þórsvelli 19.15 Haukar - Stjarnan, Ásvöllum - Stöð 2 Sport 3 HD 19.15 Breiðablik - FH, Kópavogsvelli 19.15 Fylkir - Grindavík, Floridana-vellinumÁ morgun: 18.00 ÍBV - KR, Hásteinsvelli 21.30 Pepsi-mörk kvenna á Stöð 2 Sport HD Sturluð staðreynd: Stjarnan hefur ekki hafið deildarleik síðan árið 2004 þar sem hvorki ég né Adda komum við sögu. Það breytist á morgun. #fotboltinet #pepsideildin #landsbankadeildin #kempur #goals #2017 #fcstjarnan #komasvo #aimforthestars @stjornustelpur A post shared by harpathorsteins (@harpathorsteins) on Apr 26, 2017 at 3:47pm PDT
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59 Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00 Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00 Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59
Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00
Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00
Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti