Erlent

Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja

Fjölmargir hafa látið lífið í mótmælum í Venesúela á síðustu vikum.
Fjölmargir hafa látið lífið í mótmælum í Venesúela á síðustu vikum. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að draga landið út úr Samtökum Ameríkuríkja og saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins.

Þetta var tilkynnt skömmu eftir að samtökin ákváðu að halda fund þar sem utanríkisráðherrar aðildarríkjanna ætluðu að hittast til að ræða málefni Venesúela og ástandið þar í landi.

Nágrannaríkin hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum með ástandið í landinu en mikil mótmæli hafa verið gegn ríkisstjórn landsins síðustu vikur, sérstaklega í höfuðborginni Caracas.

Tugir manna hafa látið lífið í mótmælunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×