Erlent

Aukið eftirlit með stjórnarháttum í Tyrklandi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands Vísir/Getty
Þing Evrópuráðsins samþykkti í dagmeð miklum meirihluta að auka eftirlit með stjórnarháttum í Tyrklandi. Þá eru yfirvöld í Tyrklandi hvött til að leysa alla þingmenn og fréttamenn sem hnepptir voru í varðhald eftir tilraun til valdaráns í landinu síðastliðið sumar úr haldi.

Þingið segir að viðbrögð yfirvalda við uppreisninni hafi verið öfgafull og að hugleiðingar Tyrkja um að taka upp dauðarefsingu að nýju séu mikil vonbrigði.

Ráðið harmar jafnframt þær fregnir um að mögulega hafi brögð verið í tafli í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þar sem þjóðin samþykkti tillögur sem veita Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, töluvert meiri völd.


Tengdar fréttir

Segja kosninguna vera lögmæta

Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×