Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Áslaug Arna segir það valda sér vonbrigðum að nota eigi boð og bönn í stað forvarna. Vísir/Anton Brink „Finnst ráðherra þetta vera meðalhóf og eðlilegt frumvarp miðað við þær litlu rannsóknar sem liggja fyrir á skaðsemi þessara rafsígaretta? Og ef þetta er meðalhóf, væri þá ekki meðalhóf að veiða rjúpu með sprengju?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata sameinuðust í andstöðu við frumvarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um rafsígarettur. „Það olli mér töluverðum vonbrigðum að sjá frumvarpið, að við séum enn og aftur að líta til boða, takmarkana og banna í stað forvarna. Og að það sé komið frumvarp um eitthvað tól sem ég taldi ekki skaðlegt,“ sagði Áslaug Arna jafnframt. Hildur Sverrisdóttir, flokksystir hennar, tók undir gagnrýni hennar. „Mer finnst mjög dapurlegt að það eigi að fella lög um rafrettur undir tóbaksvarnalög,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og spurði Óttar hvort hann væri opinn fyrir breytingum á frumvarpinu. Hann benti á að frumvarpið hefði sætt mikilli gagnrýni, ekki síst frá neytendum. Gunnar I. Guðmundsson, flokksbróðir Birgittu, gagnrýndi frumvarpið líka. „Væri ekki sniðugt að búa til sérlög um rafsígarettur þar sem þetta eru aðskildir hlutir og við viljum ekki vera með sérverslanir sem eru með tóbak og rafsígarettur á sama stað,“ sagði hann. „Mínar megináhyggjur eru þær að okkar besta þekking í dag bendir til að þessar vörur séu þrátt fyrir allt talsvert hollari en þær vörur sem menn neyta í dag, sem eru venjulegar sígarettur. Þannig að jafnvel þótt neysla á nikótíni myndi eitthvað aukast þá væru heildaráhrifin hugsanlega jákvæð ef svo mætti orða,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, lýsti líka efasemdum sínum um frumvarp Óttars frænda síns. „Ég held að það sé rétt að það sé hætta á því að það að setja rafrettur undir sama hatt og tóbak verði til þess að færri nýti sér þær sem leið til að hætta að reykja. Ég held að það sé hætta á því,“ sagði Kolbeinn. Óttarr sagðist telja að meðalhófs væri gætt í frumvarpinu en telur eðlilegt að breytingar séu gerðar á því í meðferð þingsins. „Það færi vitaskuld eftir því hvaða breytingar það væru á frumvarpinu sem myndi þá kannski hafa áhrif á afstöðu mína til þeirra breytinga. En ég legg frumvarpið fram í lýðheilsulegum tilgangi og kalla eftir því að það fái þinglega meðferð,“ sagði hann. Sömu reglur og gilda um tóbak Með frumvarpi um rafsígarettur er lagt til að sömu reglur gildi varðandi sölu og markaðssetningu á rafsígarettum og gilda um tóbak. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að merkingar verði á umbúðum rafsígaretta. Frumvarpið er liður í innleiðingu á tilskipun um framleiðslu kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum, en vinnan við innleiðinguna hefur staðið yfir í velferðarráðuneyti frá árinu 2014.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Finnst ráðherra þetta vera meðalhóf og eðlilegt frumvarp miðað við þær litlu rannsóknar sem liggja fyrir á skaðsemi þessara rafsígaretta? Og ef þetta er meðalhóf, væri þá ekki meðalhóf að veiða rjúpu með sprengju?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata sameinuðust í andstöðu við frumvarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um rafsígarettur. „Það olli mér töluverðum vonbrigðum að sjá frumvarpið, að við séum enn og aftur að líta til boða, takmarkana og banna í stað forvarna. Og að það sé komið frumvarp um eitthvað tól sem ég taldi ekki skaðlegt,“ sagði Áslaug Arna jafnframt. Hildur Sverrisdóttir, flokksystir hennar, tók undir gagnrýni hennar. „Mer finnst mjög dapurlegt að það eigi að fella lög um rafrettur undir tóbaksvarnalög,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og spurði Óttar hvort hann væri opinn fyrir breytingum á frumvarpinu. Hann benti á að frumvarpið hefði sætt mikilli gagnrýni, ekki síst frá neytendum. Gunnar I. Guðmundsson, flokksbróðir Birgittu, gagnrýndi frumvarpið líka. „Væri ekki sniðugt að búa til sérlög um rafsígarettur þar sem þetta eru aðskildir hlutir og við viljum ekki vera með sérverslanir sem eru með tóbak og rafsígarettur á sama stað,“ sagði hann. „Mínar megináhyggjur eru þær að okkar besta þekking í dag bendir til að þessar vörur séu þrátt fyrir allt talsvert hollari en þær vörur sem menn neyta í dag, sem eru venjulegar sígarettur. Þannig að jafnvel þótt neysla á nikótíni myndi eitthvað aukast þá væru heildaráhrifin hugsanlega jákvæð ef svo mætti orða,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, lýsti líka efasemdum sínum um frumvarp Óttars frænda síns. „Ég held að það sé rétt að það sé hætta á því að það að setja rafrettur undir sama hatt og tóbak verði til þess að færri nýti sér þær sem leið til að hætta að reykja. Ég held að það sé hætta á því,“ sagði Kolbeinn. Óttarr sagðist telja að meðalhófs væri gætt í frumvarpinu en telur eðlilegt að breytingar séu gerðar á því í meðferð þingsins. „Það færi vitaskuld eftir því hvaða breytingar það væru á frumvarpinu sem myndi þá kannski hafa áhrif á afstöðu mína til þeirra breytinga. En ég legg frumvarpið fram í lýðheilsulegum tilgangi og kalla eftir því að það fái þinglega meðferð,“ sagði hann. Sömu reglur og gilda um tóbak Með frumvarpi um rafsígarettur er lagt til að sömu reglur gildi varðandi sölu og markaðssetningu á rafsígarettum og gilda um tóbak. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að merkingar verði á umbúðum rafsígaretta. Frumvarpið er liður í innleiðingu á tilskipun um framleiðslu kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum, en vinnan við innleiðinguna hefur staðið yfir í velferðarráðuneyti frá árinu 2014.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira