Glitnir hyggst greiða 2.700 milljónir króna í bónus til lykilmanna Hörður Ægisson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Taconic og sjóður í eigu George Soros eru á meðal stærstu hluthafa Glitnis. Fréttablaðið/Heiða Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga í árslok 2015, áætlar að bónusgreiðslur til handa stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum félagsins verði samanlagt 22,85 milljónir evra, jafnvirði um 2,7 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Glitnis fyrir árið 2016, sem hefur ekki verið gerður opinber en Markaðurinn hefur undir höndum, en bróðurparturinn af þeirri fjárhæð, eða um 74 prósent, rennur í skaut þriggja stjórnarmanna Glitnis. Stjórn Glitnis HoldCo er skipuð þremur erlendum ríkisborgum og munu greiðslur og launatengd gjöld félagsins að óbreyttu nema um tveimur milljörðum króna vegna bónusa til þeirra. Sá bónus sem stjórnarmennirnir geta því vænst að fá að meðaltali í sinn hlut á mann nemur yfir 600 milljónum. Afgangurinn af bónuspottinum – samtals um 700 milljónir – fer til íslenskra lykilstjórnenda félagsins. Þar munar langsamlega mest um greiðslur til Ingólfs Haukssonar, forstjóra Glitnis Holdco, Snorra Arnars Viðarssonar, forstöðumanns eignastýringar, og Ragnars Björgvinssonar yfirlögfræðings. Markaðurinn greindi frá því 8. mars síðastliðinn að lykilstjórnendur Glitnis væru búnir að vinna sér inn bónusgreiðslur sem næmu samtals á bilinu 1.175 til 1.720 milljónum, samkvæmt útreikningum blaðsins á þeim tíma, í samræmi við umfangsmikið bónuskerfi sem var samþykkt á hluthafafundi í mars 2016. Ljóst var hins vegar að bónuspotturinn ætti eftir að stækka talsvert samhliða frekari útgreiðslum til skuldabréfaeigenda en í lok mars var Glitnir búið að greiða þeim samtals um 1.270 milljónir evra. Núna liggur fyrir, samkvæmt áætlunum Glitnis HoldCo, að heildarbónusgreiðslur, ásamt launatengdum gjöldum, verði sem fyrr segir um 23 milljónir evra. Það er nánast sama upphæð – í evrum talið – og íslenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki, greiddi í bónusa til um tuttugu þáverandi og fyrrverandi lykilstarfsmanna í desember 2015. Fjórir æðstu stjórnendur félagsins fengu um helminginn af þeirri fjárhæð í sinn hlut í bónus.Ingólfur Hauksson er forstjóri Glitnis.Samkomulag sem stjórn Glitnis gerði undir lok síðasta árs við fyrrverandi meðlimi slitastjórnar Glitnis er ástæða þess að lykilstjórnendur félagsins hafa nú þegar unnið sér inn háar bónusgreiðslur. Samkomulagið fól meðal annars í sér í eingreiðslu upp á 640 milljónir til Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar gegn því að 68 milljóna evra skaðleysissjóður yrði lagður niður og fjármunirnir þess í stað greiddir út til hluthafa. Ef ekki hefði komið til þess samkomulags hefðu stjórnendur Glitnis þurft að bíða lengur eftir að fá greiddan bónus í sinn hlut – og heildarbónusgreiðslur hefðu sömuleiðis verið umtalsvert lægri. Fram kemur í ársreikningi Glitnis að laun og þóknanir til stjórnarmanna og forstjóra Glitnis hafi verið samtals 1,9 milljónir evra, jafnvirði 230 milljóna króna, á árinu 2016. Aðalfundur Glitnis HoldCo fer fram í dag, miðvikudag, en samkvæmt tillögum sem hafa verið lagðar fyrir fundinn, og Markaðurinn hefur undir höndum, er lagt til að þóknun stjórnarmanna verði óbreytt frá fyrra ári. Þannig mun Bretinn Mike Wheeler því fá 525 þúsund evrur á ári fyrir sín stjórnarstörf á meðan Daninn Steen Parsholt og Norðmaðurinn Tom Grøndahl fá hvor um sig 350 þúsund evrur. Stærsti einstaki hluthafi Glitnis er félag í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital sem eignaðist nýlega tæplega 10 prósenta hlut í Arion banka. Aðrir stórir hluthafar eru meðal annars Solus Alternative Asset Management og QPTF, sem er vogunarsjóður í eigu hins heimsþekkta fjárfestis George Soros.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga í árslok 2015, áætlar að bónusgreiðslur til handa stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum félagsins verði samanlagt 22,85 milljónir evra, jafnvirði um 2,7 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Glitnis fyrir árið 2016, sem hefur ekki verið gerður opinber en Markaðurinn hefur undir höndum, en bróðurparturinn af þeirri fjárhæð, eða um 74 prósent, rennur í skaut þriggja stjórnarmanna Glitnis. Stjórn Glitnis HoldCo er skipuð þremur erlendum ríkisborgum og munu greiðslur og launatengd gjöld félagsins að óbreyttu nema um tveimur milljörðum króna vegna bónusa til þeirra. Sá bónus sem stjórnarmennirnir geta því vænst að fá að meðaltali í sinn hlut á mann nemur yfir 600 milljónum. Afgangurinn af bónuspottinum – samtals um 700 milljónir – fer til íslenskra lykilstjórnenda félagsins. Þar munar langsamlega mest um greiðslur til Ingólfs Haukssonar, forstjóra Glitnis Holdco, Snorra Arnars Viðarssonar, forstöðumanns eignastýringar, og Ragnars Björgvinssonar yfirlögfræðings. Markaðurinn greindi frá því 8. mars síðastliðinn að lykilstjórnendur Glitnis væru búnir að vinna sér inn bónusgreiðslur sem næmu samtals á bilinu 1.175 til 1.720 milljónum, samkvæmt útreikningum blaðsins á þeim tíma, í samræmi við umfangsmikið bónuskerfi sem var samþykkt á hluthafafundi í mars 2016. Ljóst var hins vegar að bónuspotturinn ætti eftir að stækka talsvert samhliða frekari útgreiðslum til skuldabréfaeigenda en í lok mars var Glitnir búið að greiða þeim samtals um 1.270 milljónir evra. Núna liggur fyrir, samkvæmt áætlunum Glitnis HoldCo, að heildarbónusgreiðslur, ásamt launatengdum gjöldum, verði sem fyrr segir um 23 milljónir evra. Það er nánast sama upphæð – í evrum talið – og íslenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki, greiddi í bónusa til um tuttugu þáverandi og fyrrverandi lykilstarfsmanna í desember 2015. Fjórir æðstu stjórnendur félagsins fengu um helminginn af þeirri fjárhæð í sinn hlut í bónus.Ingólfur Hauksson er forstjóri Glitnis.Samkomulag sem stjórn Glitnis gerði undir lok síðasta árs við fyrrverandi meðlimi slitastjórnar Glitnis er ástæða þess að lykilstjórnendur félagsins hafa nú þegar unnið sér inn háar bónusgreiðslur. Samkomulagið fól meðal annars í sér í eingreiðslu upp á 640 milljónir til Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar gegn því að 68 milljóna evra skaðleysissjóður yrði lagður niður og fjármunirnir þess í stað greiddir út til hluthafa. Ef ekki hefði komið til þess samkomulags hefðu stjórnendur Glitnis þurft að bíða lengur eftir að fá greiddan bónus í sinn hlut – og heildarbónusgreiðslur hefðu sömuleiðis verið umtalsvert lægri. Fram kemur í ársreikningi Glitnis að laun og þóknanir til stjórnarmanna og forstjóra Glitnis hafi verið samtals 1,9 milljónir evra, jafnvirði 230 milljóna króna, á árinu 2016. Aðalfundur Glitnis HoldCo fer fram í dag, miðvikudag, en samkvæmt tillögum sem hafa verið lagðar fyrir fundinn, og Markaðurinn hefur undir höndum, er lagt til að þóknun stjórnarmanna verði óbreytt frá fyrra ári. Þannig mun Bretinn Mike Wheeler því fá 525 þúsund evrur á ári fyrir sín stjórnarstörf á meðan Daninn Steen Parsholt og Norðmaðurinn Tom Grøndahl fá hvor um sig 350 þúsund evrur. Stærsti einstaki hluthafi Glitnis er félag í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital sem eignaðist nýlega tæplega 10 prósenta hlut í Arion banka. Aðrir stórir hluthafar eru meðal annars Solus Alternative Asset Management og QPTF, sem er vogunarsjóður í eigu hins heimsþekkta fjárfestis George Soros.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira