Rafrettan á dagskrá Alþingis í dag Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2017 12:30 Frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur verður rætt á þingi í dag. vísir/getty Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir að þeim sem noti eimsígarettur til að reyna að hætta að reykja sé gert erfiðara fyrir með frumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag. Með frumvarpinu verður nikótínvökvi færður undan lyfjalögum og settur undir tóbakasvarnarlög. Það verður í nógu að snúast hjá alþingismönnum á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag. En fundurinn byrjar með sextán kosningum fulltrúa í ýmsar stjórnir og ráð. Þar má nefna bankaráð Seðlabankans, landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir kjördæmanna sex, Landsdóm, stjórn Ríkisútvarpsins og Þingvallanefnd. Þegar öllum þessum kosningum verður lokið eru fjölmörg mál á dagskrá, meðal annars fyrsta umræða um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir, eða rafsígarettur. Það frumvarp er umdeilt en með því er ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á rafsígarettum og áfyllingarílátum. Einnig er í frumvarpinu mælt fyrir um eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu á rafsígarettum og áfyllingarílátum til þess að tryggja viðhlítandi öryggi þessara vara á markaði, eins og segir í frumvarpinu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata er ein þeirra þingmanna sem ekki er sátt við hvaða leið er farin í frumvarpinu. „Mér finnst bagalegt að þetta sé sett undir tóbaksvarnarlög út af því að þetta er að sjálfsögðu ekki vara sem inniheldur tóbak heldur nikótín,“ segir Birgitta. Samkvæmt gildandi lögum er vökvi sem inniheldur nikótín flokkaður sem lyf og fellur því undir ákvæði lyfjalaga. Skilyrði fyrir sölu lyfja samkvæmt lyfjalögum frá árinu 1994 er að viðkomandi lyf hafi fengið markaðsleyfi hér á landi og gefur Lyfjastofnun út slík leyfi. Ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út fyrir nikótínvökva hér á landi og er því óheimilt að selja áfyllingarílát sem innihalda nikótínvökva samkvæmt gildandi löggjöf og er verið að bregðast við því með frumvarpinu. Birgitta segir skrýtið að ekki sé brugðist með sama hætti við nikotíntyggjói og öðrum nikótínvörum. „En ég veit til þess og þekki mjög marga sem verið hafa stórreykingamenn og hafa náð að hætta alveg og hætta á þessu,“ segir Birgitta. Það sé því bagalegt hvernig tekið sé á þessari nýbreyttni í frumvarpinu.Þannig að þú vilt meina að það sé verið að gera fólki sem vill hætta að reykja með þessari leið erfiðara fyrir? „Já algerlega. Þetta er ein mesta byltingin í skaðaminnkun varðandi tóbaksreykingar sem hefur komið fram. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að það sé tekið á þessu máli með opnari huga. Það hefur verið rosalegur hræðsluáróður gagnvart þessu sem hefur verið hrakinn með staðreyndum. Ég ætla að nota tækifærið í dag til að benda á það í fyrstu umræðu um þetta mál,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 FA gagnrýnir rafrettufrumvarp "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ 2. mars 2017 07:00 Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir að þeim sem noti eimsígarettur til að reyna að hætta að reykja sé gert erfiðara fyrir með frumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag. Með frumvarpinu verður nikótínvökvi færður undan lyfjalögum og settur undir tóbakasvarnarlög. Það verður í nógu að snúast hjá alþingismönnum á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag. En fundurinn byrjar með sextán kosningum fulltrúa í ýmsar stjórnir og ráð. Þar má nefna bankaráð Seðlabankans, landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir kjördæmanna sex, Landsdóm, stjórn Ríkisútvarpsins og Þingvallanefnd. Þegar öllum þessum kosningum verður lokið eru fjölmörg mál á dagskrá, meðal annars fyrsta umræða um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir, eða rafsígarettur. Það frumvarp er umdeilt en með því er ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á rafsígarettum og áfyllingarílátum. Einnig er í frumvarpinu mælt fyrir um eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu á rafsígarettum og áfyllingarílátum til þess að tryggja viðhlítandi öryggi þessara vara á markaði, eins og segir í frumvarpinu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata er ein þeirra þingmanna sem ekki er sátt við hvaða leið er farin í frumvarpinu. „Mér finnst bagalegt að þetta sé sett undir tóbaksvarnarlög út af því að þetta er að sjálfsögðu ekki vara sem inniheldur tóbak heldur nikótín,“ segir Birgitta. Samkvæmt gildandi lögum er vökvi sem inniheldur nikótín flokkaður sem lyf og fellur því undir ákvæði lyfjalaga. Skilyrði fyrir sölu lyfja samkvæmt lyfjalögum frá árinu 1994 er að viðkomandi lyf hafi fengið markaðsleyfi hér á landi og gefur Lyfjastofnun út slík leyfi. Ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út fyrir nikótínvökva hér á landi og er því óheimilt að selja áfyllingarílát sem innihalda nikótínvökva samkvæmt gildandi löggjöf og er verið að bregðast við því með frumvarpinu. Birgitta segir skrýtið að ekki sé brugðist með sama hætti við nikotíntyggjói og öðrum nikótínvörum. „En ég veit til þess og þekki mjög marga sem verið hafa stórreykingamenn og hafa náð að hætta alveg og hætta á þessu,“ segir Birgitta. Það sé því bagalegt hvernig tekið sé á þessari nýbreyttni í frumvarpinu.Þannig að þú vilt meina að það sé verið að gera fólki sem vill hætta að reykja með þessari leið erfiðara fyrir? „Já algerlega. Þetta er ein mesta byltingin í skaðaminnkun varðandi tóbaksreykingar sem hefur komið fram. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að það sé tekið á þessu máli með opnari huga. Það hefur verið rosalegur hræðsluáróður gagnvart þessu sem hefur verið hrakinn með staðreyndum. Ég ætla að nota tækifærið í dag til að benda á það í fyrstu umræðu um þetta mál,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 FA gagnrýnir rafrettufrumvarp "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ 2. mars 2017 07:00 Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Sjá meira
Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00
FA gagnrýnir rafrettufrumvarp "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ 2. mars 2017 07:00
Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent