Lífið

Falleg íslensk heimili: Yndisleg íbúð á Norðurstíg þar sem munir úr gamalli herstöð njóta sín

Stefán Árni Pálsson skrifar
Norðurstígur er lítil hliðargata í elsta hluta Vesturbæjar Reykjavíkur. Í síðasta þætti af Fallegum íslenskum heimilum var farið í heimsókn í litla fallega íbúð í götunni.

Götunnar er fyrst getið í heimildum árið 1898. Nafnið fékk hún út frá stefnu sinni til norðurs út frá Vesturgötu. Í dag búa þar Jakob Baltzersen og Lára Garðarsdóttir. Heimilið er einstaklega fallegt og kemur mikið af húsgögnunum frá herstöð í Viborg þar sem Jakob bjó.

Í Fallegum íslenskum heimilum fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.

Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.