Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2017 23:04 Úr leik liðanna í gær. vísir/ernir Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Í yfirlýsingunni segir að mannleg mistök hafi átt sér stað og enginn ásetningur hafi verið fyrir hendi. Stjarnan harmar niðurstöðu mótanefndar HSÍ og tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu til HSÍ eftir leikinn í gær. Í yfirlýsingunni segir að Gróttu hafi gefist tækifæri til að gefa frá sér yfirlýsingu um að úrslitin myndu standa en það hafi ekki verið gert. Þá kemur einnig fram að Stjarnan muni óska eftir endurupptöku ákvörðunar í málinu. Liðin mætast í þriðja sinn í TM-höllinni í Garðabæ annað kvöld og með sigri þar tryggir Grótta sér sæti í úrslitaeinvíginu.Yfirlýsing Stjörnunnar: Handknattleiksdeild Stjörnunnar barst niðurstaða mótanefndar HSÍ um að Stjarnan hefði notað ólöglegan leikmann í leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta. Niðurstaða mótanefndar HSÍ er að Stjarnan hafi tapað leiknum 10-0. Málsatvik voru á þann veg að leikmaður Stjörnunnar nr. 17, Nataly Sæunn Valencia, tók þátt í leiknum en var ekki á leikskýrslu. Handknattleiksdeild Stjörnunnar viðurkennir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Það er alveg skýrt af hálfu handkattleiksdeildar að engin ásetningur hafi verið fyrir hendi. Ljóst er að handknattleiksdeild Gróttu fékk tækifæri til að gefa yfirlýsingu um að úrslit leiksins myndu standa og óskaði handknattleiksdeild Stjörnunnar eftir því. Handknattleikdeild Gróttu tók þá ákvörðun að aðhafast ekkert frekar í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir forsvarsmanna handknattleiksdeildar Stjörnunnar og stendur því úrskurður mótanefndar HSÍ og Gróttu dæmdur sigur í leiknum. Handknattleiksdeild Stjörnunnar harmar niðurstöðu mótsnefndar hsí og tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu til HSÍ. Stjarnan telur þessa niðurstöðu íþróttinni ekki til framdráttar. Handknattleiksdeild Stjörnunnar mun senda inn ósk um endurupptöku ákvörðunar í málinu til HSÍ. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45 Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47 Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi verður fimmtíu ára í dag. Um þúsund iðkendur eru hjá íþróttafélaginu sem býður upp á handbolta, fótbolta og fimleika. Hátíðardagskrá fer fram í Hertz-höllinni í dag. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira
Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Í yfirlýsingunni segir að mannleg mistök hafi átt sér stað og enginn ásetningur hafi verið fyrir hendi. Stjarnan harmar niðurstöðu mótanefndar HSÍ og tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu til HSÍ eftir leikinn í gær. Í yfirlýsingunni segir að Gróttu hafi gefist tækifæri til að gefa frá sér yfirlýsingu um að úrslitin myndu standa en það hafi ekki verið gert. Þá kemur einnig fram að Stjarnan muni óska eftir endurupptöku ákvörðunar í málinu. Liðin mætast í þriðja sinn í TM-höllinni í Garðabæ annað kvöld og með sigri þar tryggir Grótta sér sæti í úrslitaeinvíginu.Yfirlýsing Stjörnunnar: Handknattleiksdeild Stjörnunnar barst niðurstaða mótanefndar HSÍ um að Stjarnan hefði notað ólöglegan leikmann í leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta. Niðurstaða mótanefndar HSÍ er að Stjarnan hafi tapað leiknum 10-0. Málsatvik voru á þann veg að leikmaður Stjörnunnar nr. 17, Nataly Sæunn Valencia, tók þátt í leiknum en var ekki á leikskýrslu. Handknattleiksdeild Stjörnunnar viðurkennir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Það er alveg skýrt af hálfu handkattleiksdeildar að engin ásetningur hafi verið fyrir hendi. Ljóst er að handknattleiksdeild Gróttu fékk tækifæri til að gefa yfirlýsingu um að úrslit leiksins myndu standa og óskaði handknattleiksdeild Stjörnunnar eftir því. Handknattleikdeild Gróttu tók þá ákvörðun að aðhafast ekkert frekar í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir forsvarsmanna handknattleiksdeildar Stjörnunnar og stendur því úrskurður mótanefndar HSÍ og Gróttu dæmdur sigur í leiknum. Handknattleiksdeild Stjörnunnar harmar niðurstöðu mótsnefndar hsí og tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu til HSÍ. Stjarnan telur þessa niðurstöðu íþróttinni ekki til framdráttar. Handknattleiksdeild Stjörnunnar mun senda inn ósk um endurupptöku ákvörðunar í málinu til HSÍ.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45 Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47 Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi verður fimmtíu ára í dag. Um þúsund iðkendur eru hjá íþróttafélaginu sem býður upp á handbolta, fótbolta og fimleika. Hátíðardagskrá fer fram í Hertz-höllinni í dag. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45
Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33
Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47
Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi verður fimmtíu ára í dag. Um þúsund iðkendur eru hjá íþróttafélaginu sem býður upp á handbolta, fótbolta og fimleika. Hátíðardagskrá fer fram í Hertz-höllinni í dag. 24. apríl 2017 07:00