Vændis- og klámfrí hótel í Reykjavík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. apríl 2017 07:00 Nú eru lögð drög að nýrri stefnu um Reykjavíkurborg sem ferðamannastað. Heiða segir að í því sambandi sé vilji til þess að hótel og gistihús í borginni geti merkt sig sem klám- og vændisfría staði. Vísir/getty Heiða Björg Hilmisdóttir formaður ofbeldisvarnarnefndar í Reykjavík, segir óásættanlega lítið gert í því að stemma stigu við vændi í Reykjavík. Tvö ár eru liðin síðan greiningardeild ríkislögreglustjóra sagði vísbendingar um að mansal tengdist kynlífsþjónustu á kampavínsklúbbum í Reykjavík og að ýmislegt benti til þess að vændisþjónusta þrífist í kringum þessa staði. Lögreglu hefur ekki miðað áfram í rannsóknum sínum frá því að skýrslan kom út en í henni kom einnig fram það álit lögreglu að konurnar væru jafnan ófúsar til samstarfs við lögreglu sem torveldaði rannsóknir. „Lögreglan á sæti í ofbeldisvarnarnefnd og ég lít á það sem sameiginlegt verkefni okkar að finna leið til þess að takast á við vandamálið, mér finnst gæta breyttra viðhorfa hjá lögreglunni og er bjartsýn,“ segir Heiða.Kynferðisglæpir á hótelumHeiða segir ofbeldisvarnarnefnd fylgjast vel með tilkynningum um kynferðisofbeldi og glæpi til lögreglu. „Það er sjáanleg aukning hjá Neyðarmóttökunni og í því samhengi þá eru kynferðisglæpir að færast í auknum mæli inn á hótel og gististaði. Samt ítreka ég að þessir glæpir eru enn helst framdir í heimahúsi, af einhverjum sem þolandi jafnvel þekkir. En við viljum samt bregðast við þessu. Viljum fræðslu til hótel- og gistihúsarekenda.“ Heiða Björg HilmisdóttirNú eru lögð drög að nýrri stefnu um Reykjavíkurborg sem ferðamannastað. Heiða segir að í því sambandi sé vilji til þess að hótel og gistihús í borginni geti merkt sig sem klám- og vændisfría staði. „Mér finnst þetta góð leið. Þetta hefur verið gert í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Scandic-hótelin hafa til dæmis lýst þessu yfir og fleiri stórar hótelkeðjur. Hótelin taka þannig samfélagslega ábyrgð, fræða starfsfólk sitt og láta gesti vita.“Hvað með þolendur, þarf ekki fyrst og fremst að vernda þá? Fara þeir ekki bara undir yfirborðið?„Jú, það þarf að vera stefnan að aðstoða þolendur og að bjóða góða hjálp fyrir þá. Það er markmið nýrrar miðstöðvar, Bjarkahlíðar, sem var opnuð fyrr á árinu. Vændi í Airbnb-íbúðum er til dæmis hugsanlega vandamál í Reykjavík. Það er bara enginn sem veit hvort og hvernig íbúðirnar eru í útleigu. Það er erfitt að koma við eftirliti og veita þolendum aðstoð,“ segir Heiða sem segir þörf á því að framkvæma allsherjar skoðun á kynferðisofbeldi og vændi í Reykjavík út frá þolendum þess. „En við þurfum líka að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi, þá helst með fræðslu og góðu eftirliti og löggæslu. Ef það er ekki gert þá verða til aðstæður fyrir mansal,“ segir Heiða. „Okkur finnst staðan í dag óásættanleg og ætlum að gera eitthvað í þessu, við finnum líka fyrir breyttu viðhorfi innan lögreglunnar til þessa málaflokks.“Erfið sönnunarbyrði„Það hefur ýmislegt verið reynt til að sporna við þessari starfsemi, segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Sönnunarbyrðin er ansi erfið. Það er óhætt að segja það að þeir einstaklingar sem grunur leikur á að séu í vændi, að það hefur ekki náðst að sanna það. Þá er erfitt að ná til þeirra sem grunur leikur á að séu í vændi og þessi mál eru oft þung,“ segir Grímur sem segir enn erfiðara að ná til mögulegra þolenda þegar grunur leikur á kynlífsmansali. „Oft koma þeir einstaklingar frá svæðum þar sem lítið traust er til lögreglu og yfirvalda. En þótt hlutirnir séu erfiðir og málin þung þá þarf að finna leið til að nálgast þessar rannsóknir. Ég tek undir með Heiðu, það er tilefni til þess að fara ofan í kjölinn á þessum málum og skoða eftir það hvaða aðgerða er þörf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður ofbeldisvarnarnefndar í Reykjavík, segir óásættanlega lítið gert í því að stemma stigu við vændi í Reykjavík. Tvö ár eru liðin síðan greiningardeild ríkislögreglustjóra sagði vísbendingar um að mansal tengdist kynlífsþjónustu á kampavínsklúbbum í Reykjavík og að ýmislegt benti til þess að vændisþjónusta þrífist í kringum þessa staði. Lögreglu hefur ekki miðað áfram í rannsóknum sínum frá því að skýrslan kom út en í henni kom einnig fram það álit lögreglu að konurnar væru jafnan ófúsar til samstarfs við lögreglu sem torveldaði rannsóknir. „Lögreglan á sæti í ofbeldisvarnarnefnd og ég lít á það sem sameiginlegt verkefni okkar að finna leið til þess að takast á við vandamálið, mér finnst gæta breyttra viðhorfa hjá lögreglunni og er bjartsýn,“ segir Heiða.Kynferðisglæpir á hótelumHeiða segir ofbeldisvarnarnefnd fylgjast vel með tilkynningum um kynferðisofbeldi og glæpi til lögreglu. „Það er sjáanleg aukning hjá Neyðarmóttökunni og í því samhengi þá eru kynferðisglæpir að færast í auknum mæli inn á hótel og gististaði. Samt ítreka ég að þessir glæpir eru enn helst framdir í heimahúsi, af einhverjum sem þolandi jafnvel þekkir. En við viljum samt bregðast við þessu. Viljum fræðslu til hótel- og gistihúsarekenda.“ Heiða Björg HilmisdóttirNú eru lögð drög að nýrri stefnu um Reykjavíkurborg sem ferðamannastað. Heiða segir að í því sambandi sé vilji til þess að hótel og gistihús í borginni geti merkt sig sem klám- og vændisfría staði. „Mér finnst þetta góð leið. Þetta hefur verið gert í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Scandic-hótelin hafa til dæmis lýst þessu yfir og fleiri stórar hótelkeðjur. Hótelin taka þannig samfélagslega ábyrgð, fræða starfsfólk sitt og láta gesti vita.“Hvað með þolendur, þarf ekki fyrst og fremst að vernda þá? Fara þeir ekki bara undir yfirborðið?„Jú, það þarf að vera stefnan að aðstoða þolendur og að bjóða góða hjálp fyrir þá. Það er markmið nýrrar miðstöðvar, Bjarkahlíðar, sem var opnuð fyrr á árinu. Vændi í Airbnb-íbúðum er til dæmis hugsanlega vandamál í Reykjavík. Það er bara enginn sem veit hvort og hvernig íbúðirnar eru í útleigu. Það er erfitt að koma við eftirliti og veita þolendum aðstoð,“ segir Heiða sem segir þörf á því að framkvæma allsherjar skoðun á kynferðisofbeldi og vændi í Reykjavík út frá þolendum þess. „En við þurfum líka að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi, þá helst með fræðslu og góðu eftirliti og löggæslu. Ef það er ekki gert þá verða til aðstæður fyrir mansal,“ segir Heiða. „Okkur finnst staðan í dag óásættanleg og ætlum að gera eitthvað í þessu, við finnum líka fyrir breyttu viðhorfi innan lögreglunnar til þessa málaflokks.“Erfið sönnunarbyrði„Það hefur ýmislegt verið reynt til að sporna við þessari starfsemi, segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Sönnunarbyrðin er ansi erfið. Það er óhætt að segja það að þeir einstaklingar sem grunur leikur á að séu í vændi, að það hefur ekki náðst að sanna það. Þá er erfitt að ná til þeirra sem grunur leikur á að séu í vændi og þessi mál eru oft þung,“ segir Grímur sem segir enn erfiðara að ná til mögulegra þolenda þegar grunur leikur á kynlífsmansali. „Oft koma þeir einstaklingar frá svæðum þar sem lítið traust er til lögreglu og yfirvalda. En þótt hlutirnir séu erfiðir og málin þung þá þarf að finna leið til að nálgast þessar rannsóknir. Ég tek undir með Heiðu, það er tilefni til þess að fara ofan í kjölinn á þessum málum og skoða eftir það hvaða aðgerða er þörf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira