Lífið

Auddi og Steindi barðir í köku í Asíska drauminum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auddi og Steindi réðu ekkert við andstæðinga sína.
Auddi og Steindi réðu ekkert við andstæðinga sína.
Þriðji þátturinn af Asíska drauminum var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar keppa þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Sverrir Þór Sverrisson á móti Auðunni Blöndal og Steinda Jr.

Asíski draumurinn er framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012.

Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni.

Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið.

Í þættinum á föstudagskvöldið vakti eitt atriði sérstaka athygli þegar Auðunn Blöndal og Steindi Jr. fengu þá áskorun að berjast fyrir lífi sínu í Muay thai. Þetta fór allt fram í bardagahöll og mjög faglega að bardögunum tveimur staðið. Enn einu sinni eru þessir tveir barðir í köku eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Fyrsta stiklan úr Asíska draumnum frumsýnd: Stefnir í sturlun

Tökur á nýrri seríu sem mun bera nafnið Asíski draumurinn fóru fram í janúar og febrúar. Þar munu koma fram Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon líkt og í síðustu þáttaröð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.