Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna Sæunn Gísladóttir skrifar 24. apríl 2017 07:00 Kristín Finnbogadóttir hefur verið framkvæmdastjóri Gróttu í fjórtán ár. Vísir/Ernir Ég vona að allir Seltirningar og vandamenn Gróttu komi að heimsækja okkur,“ segir Kristín Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Gróttu. Íþróttafélagið er fimmtíu ára gamalt í dag og fer skipulögð dagskrá fram í dag, en einnig á fimmtudag, föstudag og laugardag. Páll Óskar mætir í dag og treður upp í Hertz-höllinni og einnig verða ávörp og ræður, vegleg myndasýning og veitingar í boði. „Það verður flott dagskrá í dag. Hápunktur hátíðarhaldanna er í dag því það er afmælisdagurinn og því aðaldagurinn. Við vonum að Seltirningar komi allir og fagni með okkur. Fái sér köku og börnin fái andlitsmálningu og allt þetta venjulega. Forsetinn ætlar að koma að heimsækja okkur, hann bjó nú hérna hjá okkur,“ segir Kristín. „Þetta er opið hús og við vonum svo sannarlega að það komi fullt af fólki.“ Grótta er með þrjár íþróttadeildir, fótbolta, handbolta og fimleika. Iðkendur er yfir þúsund og á öllum aldri, frá þriggja ára og upp úr. Kristín er búin að vera framkvæmdastjóri Gróttu í fjórtán ár og hefur séð félagið taka miklum breytingum á þeim tíma. „Ég hef séð handboltann verða fyrsta boltaliðið okkar sem vinnur stórtitla, í hitteðfyrra urðum við deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna og í fyrra urðum við Íslandsmeistarar. Það er stórkostlegur árangur og hefur aldrei gerst í sögu félagsins áður. Það var alveg frábært. Fótboltinn er svo að fara í fyrsta sinn upp í fyrstu deild og það er alveg stórkostlegt, þeir voru í fjórðu deild þegar ég byrjaði hérna.“ Kristín segir því ljóst að það sé heilmikið að gerast hjá íþróttafélaginu. Litið fram á veginn segist Kristín ekki eiga von á því að bætt verði við íþróttagreinum hjá félaginu eins og staðan er í dag, framkvæmdir séu þó fram undan. „Nú er verið að stækka íþróttamiðstöðina, það verður byrjað á því í haust. Það verður töluvert mikil aukning á plássi og betri aðstaða. Það verður aðallega fimleikasalurinn sem verður stækkaður en í framhaldinu losnar um í hinum sölunum sem er mjög hagkvæmt fyrir hinar deildirnar.“ Hátíðardagskráin heldur sem fyrr segir áfram út vikuna og lýkur með Pallaballi á laugardagskvöldinu. „Það koma bara vonandi sem flestir á Pallaballið,“ segir Kristín að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Sjá meira
Ég vona að allir Seltirningar og vandamenn Gróttu komi að heimsækja okkur,“ segir Kristín Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Gróttu. Íþróttafélagið er fimmtíu ára gamalt í dag og fer skipulögð dagskrá fram í dag, en einnig á fimmtudag, föstudag og laugardag. Páll Óskar mætir í dag og treður upp í Hertz-höllinni og einnig verða ávörp og ræður, vegleg myndasýning og veitingar í boði. „Það verður flott dagskrá í dag. Hápunktur hátíðarhaldanna er í dag því það er afmælisdagurinn og því aðaldagurinn. Við vonum að Seltirningar komi allir og fagni með okkur. Fái sér köku og börnin fái andlitsmálningu og allt þetta venjulega. Forsetinn ætlar að koma að heimsækja okkur, hann bjó nú hérna hjá okkur,“ segir Kristín. „Þetta er opið hús og við vonum svo sannarlega að það komi fullt af fólki.“ Grótta er með þrjár íþróttadeildir, fótbolta, handbolta og fimleika. Iðkendur er yfir þúsund og á öllum aldri, frá þriggja ára og upp úr. Kristín er búin að vera framkvæmdastjóri Gróttu í fjórtán ár og hefur séð félagið taka miklum breytingum á þeim tíma. „Ég hef séð handboltann verða fyrsta boltaliðið okkar sem vinnur stórtitla, í hitteðfyrra urðum við deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna og í fyrra urðum við Íslandsmeistarar. Það er stórkostlegur árangur og hefur aldrei gerst í sögu félagsins áður. Það var alveg frábært. Fótboltinn er svo að fara í fyrsta sinn upp í fyrstu deild og það er alveg stórkostlegt, þeir voru í fjórðu deild þegar ég byrjaði hérna.“ Kristín segir því ljóst að það sé heilmikið að gerast hjá íþróttafélaginu. Litið fram á veginn segist Kristín ekki eiga von á því að bætt verði við íþróttagreinum hjá félaginu eins og staðan er í dag, framkvæmdir séu þó fram undan. „Nú er verið að stækka íþróttamiðstöðina, það verður byrjað á því í haust. Það verður töluvert mikil aukning á plássi og betri aðstaða. Það verður aðallega fimleikasalurinn sem verður stækkaður en í framhaldinu losnar um í hinum sölunum sem er mjög hagkvæmt fyrir hinar deildirnar.“ Hátíðardagskráin heldur sem fyrr segir áfram út vikuna og lýkur með Pallaballi á laugardagskvöldinu. „Það koma bara vonandi sem flestir á Pallaballið,“ segir Kristín að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp