Óttast ekki að missa Granda á Akranes Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2017 05:00 HB Grandi hefur gefið út að ytri þættir stýri því að vinnsla verði ekki á báðum stöðum. Fréttablaðið/AntonBrink Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast ekki að milljarða uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi þýði að störf flytjist frá HB Granda í Reykjavík upp á Akranes. Forstjóri HB Granda hefur útilokað að fyrirtækið haldi áfram bolfiskvinnslu á báðum stöðunum. „Nei, ég óttast það ekki að HB Grandi fari upp á Akranes. Það er mjög mikilvægt að hafnsækin starfsemi verði áfram í borginni,“ segir Dagur. Faxaflóahafnir, Akranes og HB Grandi eiga nú í viðræðum um uppbyggingu hafnarmannvirkja sem kosta á annan milljarð króna sem alfarið verður greitt af Faxaflóahöfnum. Reykvíkingar eiga um 75 prósent af Faxaflóahöfnum,. Til að af uppbyggingunni verður þurfa allir aðilar að samþykkja hana og tryggingu fyrir áframhaldandi starfsemi HB Granda á Skaganum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hefur sagt útilokað að fyrirtækið verði á báðum stöðum með vinnslu. Það sé vegna ytri þátta og hafnarframkvæmdir skipti þannig engu máli.Dagur B Eggertsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna„Áform um uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi eiga sér langa sögu og þessar hugmyndir eru ekki að verða til núna. Allt frá árinu 2007 hefur verið markmið að byggja upp hafnarmannvirki á Akranesi fyrir hafnsækna starfsemi,“ segir Dagur sem er formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Viðræður eru í ágætum og eðlilegum farvegi.“ Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum, segir af og frá að uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi upp á tæpa tvo milljarða feli í sér að HB Grandi hverfi frá Reykjavík. Verkefnið sé arðbært hvort sem HB Grandi ætli sér að vera á Akranesi eða ekki. „Ég horfi ekki þannig á verkefnið og samþykkti uppbygginguna ekki á þeim forsendum,“ segir Marta. „Það er markmið Faxaflóahafna að byggja upp alla okkar hafnaraðstöðu. Við gætum séð ný fyrirtæki nýta sér höfnina á Akranesi. Ég legg mikla áherslu á að HB Grandi verði enn með starfsemi í Reykjavík,“ bætir Marta við. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast ekki að milljarða uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi þýði að störf flytjist frá HB Granda í Reykjavík upp á Akranes. Forstjóri HB Granda hefur útilokað að fyrirtækið haldi áfram bolfiskvinnslu á báðum stöðunum. „Nei, ég óttast það ekki að HB Grandi fari upp á Akranes. Það er mjög mikilvægt að hafnsækin starfsemi verði áfram í borginni,“ segir Dagur. Faxaflóahafnir, Akranes og HB Grandi eiga nú í viðræðum um uppbyggingu hafnarmannvirkja sem kosta á annan milljarð króna sem alfarið verður greitt af Faxaflóahöfnum. Reykvíkingar eiga um 75 prósent af Faxaflóahöfnum,. Til að af uppbyggingunni verður þurfa allir aðilar að samþykkja hana og tryggingu fyrir áframhaldandi starfsemi HB Granda á Skaganum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hefur sagt útilokað að fyrirtækið verði á báðum stöðum með vinnslu. Það sé vegna ytri þátta og hafnarframkvæmdir skipti þannig engu máli.Dagur B Eggertsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna„Áform um uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi eiga sér langa sögu og þessar hugmyndir eru ekki að verða til núna. Allt frá árinu 2007 hefur verið markmið að byggja upp hafnarmannvirki á Akranesi fyrir hafnsækna starfsemi,“ segir Dagur sem er formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Viðræður eru í ágætum og eðlilegum farvegi.“ Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum, segir af og frá að uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi upp á tæpa tvo milljarða feli í sér að HB Grandi hverfi frá Reykjavík. Verkefnið sé arðbært hvort sem HB Grandi ætli sér að vera á Akranesi eða ekki. „Ég horfi ekki þannig á verkefnið og samþykkti uppbygginguna ekki á þeim forsendum,“ segir Marta. „Það er markmið Faxaflóahafna að byggja upp alla okkar hafnaraðstöðu. Við gætum séð ný fyrirtæki nýta sér höfnina á Akranesi. Ég legg mikla áherslu á að HB Grandi verði enn með starfsemi í Reykjavík,“ bætir Marta við.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira