Óttast ekki að missa Granda á Akranes Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2017 05:00 HB Grandi hefur gefið út að ytri þættir stýri því að vinnsla verði ekki á báðum stöðum. Fréttablaðið/AntonBrink Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast ekki að milljarða uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi þýði að störf flytjist frá HB Granda í Reykjavík upp á Akranes. Forstjóri HB Granda hefur útilokað að fyrirtækið haldi áfram bolfiskvinnslu á báðum stöðunum. „Nei, ég óttast það ekki að HB Grandi fari upp á Akranes. Það er mjög mikilvægt að hafnsækin starfsemi verði áfram í borginni,“ segir Dagur. Faxaflóahafnir, Akranes og HB Grandi eiga nú í viðræðum um uppbyggingu hafnarmannvirkja sem kosta á annan milljarð króna sem alfarið verður greitt af Faxaflóahöfnum. Reykvíkingar eiga um 75 prósent af Faxaflóahöfnum,. Til að af uppbyggingunni verður þurfa allir aðilar að samþykkja hana og tryggingu fyrir áframhaldandi starfsemi HB Granda á Skaganum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hefur sagt útilokað að fyrirtækið verði á báðum stöðum með vinnslu. Það sé vegna ytri þátta og hafnarframkvæmdir skipti þannig engu máli.Dagur B Eggertsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna„Áform um uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi eiga sér langa sögu og þessar hugmyndir eru ekki að verða til núna. Allt frá árinu 2007 hefur verið markmið að byggja upp hafnarmannvirki á Akranesi fyrir hafnsækna starfsemi,“ segir Dagur sem er formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Viðræður eru í ágætum og eðlilegum farvegi.“ Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum, segir af og frá að uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi upp á tæpa tvo milljarða feli í sér að HB Grandi hverfi frá Reykjavík. Verkefnið sé arðbært hvort sem HB Grandi ætli sér að vera á Akranesi eða ekki. „Ég horfi ekki þannig á verkefnið og samþykkti uppbygginguna ekki á þeim forsendum,“ segir Marta. „Það er markmið Faxaflóahafna að byggja upp alla okkar hafnaraðstöðu. Við gætum séð ný fyrirtæki nýta sér höfnina á Akranesi. Ég legg mikla áherslu á að HB Grandi verði enn með starfsemi í Reykjavík,“ bætir Marta við. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast ekki að milljarða uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi þýði að störf flytjist frá HB Granda í Reykjavík upp á Akranes. Forstjóri HB Granda hefur útilokað að fyrirtækið haldi áfram bolfiskvinnslu á báðum stöðunum. „Nei, ég óttast það ekki að HB Grandi fari upp á Akranes. Það er mjög mikilvægt að hafnsækin starfsemi verði áfram í borginni,“ segir Dagur. Faxaflóahafnir, Akranes og HB Grandi eiga nú í viðræðum um uppbyggingu hafnarmannvirkja sem kosta á annan milljarð króna sem alfarið verður greitt af Faxaflóahöfnum. Reykvíkingar eiga um 75 prósent af Faxaflóahöfnum,. Til að af uppbyggingunni verður þurfa allir aðilar að samþykkja hana og tryggingu fyrir áframhaldandi starfsemi HB Granda á Skaganum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hefur sagt útilokað að fyrirtækið verði á báðum stöðum með vinnslu. Það sé vegna ytri þátta og hafnarframkvæmdir skipti þannig engu máli.Dagur B Eggertsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna„Áform um uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi eiga sér langa sögu og þessar hugmyndir eru ekki að verða til núna. Allt frá árinu 2007 hefur verið markmið að byggja upp hafnarmannvirki á Akranesi fyrir hafnsækna starfsemi,“ segir Dagur sem er formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Viðræður eru í ágætum og eðlilegum farvegi.“ Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum, segir af og frá að uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi upp á tæpa tvo milljarða feli í sér að HB Grandi hverfi frá Reykjavík. Verkefnið sé arðbært hvort sem HB Grandi ætli sér að vera á Akranesi eða ekki. „Ég horfi ekki þannig á verkefnið og samþykkti uppbygginguna ekki á þeim forsendum,“ segir Marta. „Það er markmið Faxaflóahafna að byggja upp alla okkar hafnaraðstöðu. Við gætum séð ný fyrirtæki nýta sér höfnina á Akranesi. Ég legg mikla áherslu á að HB Grandi verði enn með starfsemi í Reykjavík,“ bætir Marta við.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira