Hættan á kjarnorkusprengingu ekki meiri síðan í Kalda stríðinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2017 18:30 Frá kjarnorkutilraunum Bandaríkjamanna í Kyrrahafi árið 1958. Vísir/Getty Hættan á kjarnorkusprengingu, hvort sem það er af ásettu ráði eða fyrir mistök, hefur ekki verið meiri síðan í Kalda stríðinu, sem lauk fyrir um 26 árum, og er það ekki síst vegna þessa að fjarað hefur undan sambandi ríkja sem búa yfir kjarnavopnum. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem Afvopnunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Institute for Disarmament Research eða UNIDIR) birti á dögunum. Það er mat stofnunarinnar að heimsbyggðin hafi „alla burði til hamfara“ eins og það er orðað í skýrslunni. „Hættan á að kjarnavopna springi árið 2017 hefur ekki verið meiri í 26 ár eða allt frá falli Sovétríkjanna,“ segja rannsakendahópurinn sem samanstendur af virtum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði afvopnunar. Ógnarjafnvægið hefur verið, og er í raun enn, eitt af hryggjastykkjunum í varnarmálaáætlunum margra stærstu herríkja heims. Níu ríki; Kína, Bretland, Bandaríkin, Indland, Pakistan, Frakkland, Norður-Kórea, Ísrael og Rússland búa yfir alls 15 þúsund kjarnavopnum og ekkert lát virðist á fjárútlátum til áframhaldandi þróunar vopnanna. Stirt samband Bandaríkjanna og Rússlands er ein helsta ástæðan fyrir niðurstöðum skýrslunnar að sögn rannsakendanna. „Endurkoma Kalda stríðslegs viðhorfs ríkjanna hefur grafið undan alþjóðasamstarfi og trausti alþjóðasamfélagsins,“ segja rannsakendurnar sem telja lausnina þó ekki felast í því að Bandaríkin minnki kjarnorkuvopnabúr sitt. „Ef Bandaríkin veikja stöðu sína gæti það orðið til þess að ýta undir framsækni annarra ríkja í þróun kjarnavopna. Ógnarjafnvægið virkar - allt þangað til að það hættir að virka, sú hætta er alltaf til staðar og þegar heppnin er úti verða afleiðingarnar hörmulegar,“ segir í skýrslunni sem nálgast má hér. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hættan á kjarnorkusprengingu, hvort sem það er af ásettu ráði eða fyrir mistök, hefur ekki verið meiri síðan í Kalda stríðinu, sem lauk fyrir um 26 árum, og er það ekki síst vegna þessa að fjarað hefur undan sambandi ríkja sem búa yfir kjarnavopnum. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem Afvopnunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Institute for Disarmament Research eða UNIDIR) birti á dögunum. Það er mat stofnunarinnar að heimsbyggðin hafi „alla burði til hamfara“ eins og það er orðað í skýrslunni. „Hættan á að kjarnavopna springi árið 2017 hefur ekki verið meiri í 26 ár eða allt frá falli Sovétríkjanna,“ segja rannsakendahópurinn sem samanstendur af virtum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði afvopnunar. Ógnarjafnvægið hefur verið, og er í raun enn, eitt af hryggjastykkjunum í varnarmálaáætlunum margra stærstu herríkja heims. Níu ríki; Kína, Bretland, Bandaríkin, Indland, Pakistan, Frakkland, Norður-Kórea, Ísrael og Rússland búa yfir alls 15 þúsund kjarnavopnum og ekkert lát virðist á fjárútlátum til áframhaldandi þróunar vopnanna. Stirt samband Bandaríkjanna og Rússlands er ein helsta ástæðan fyrir niðurstöðum skýrslunnar að sögn rannsakendanna. „Endurkoma Kalda stríðslegs viðhorfs ríkjanna hefur grafið undan alþjóðasamstarfi og trausti alþjóðasamfélagsins,“ segja rannsakendurnar sem telja lausnina þó ekki felast í því að Bandaríkin minnki kjarnorkuvopnabúr sitt. „Ef Bandaríkin veikja stöðu sína gæti það orðið til þess að ýta undir framsækni annarra ríkja í þróun kjarnavopna. Ógnarjafnvægið virkar - allt þangað til að það hættir að virka, sú hætta er alltaf til staðar og þegar heppnin er úti verða afleiðingarnar hörmulegar,“ segir í skýrslunni sem nálgast má hér.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira