Erlent

Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér er ein af síðustu dýfum Cassini-geimfarsins á milli Satúrnusar og hringjanna sýnd á skýringarmynd.
Hér er ein af síðustu dýfum Cassini-geimfarsins á milli Satúrnusar og hringjanna sýnd á skýringarmynd. Vísir/AFP
Geimfarið Cassini, sem verið hefur á ferðinni í grennd við reikistjörnuna Satúrnus í rúm tólf ár, er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þannig mun geimfarið loksins geta ákvarðað lengd dags á Satúrnusi og aldur hringjanna sem umlykja hann. BBC greinir frá.

Þetta hefur þó einnig óhjákvæmileg endalok geimfarins í för með sér en í september mun það verða eldheitum skýjum Satúrnusar að bráð.

Á síðustu árum hefur Cassini-geimfarið notfært sér þyngdarsvið eins af tunglum Satúrnusar, Títans, til að hagræða stefnu sinni. Nú hefur það nýtt sér tunglið í síðasta skiptið og hringsólar í tæplega þrjúþúsund kílómetra hæð yfir skýjum reikistjörnunnar.

Þetta markar endalok ferðalags Cassini-geimfarins, sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, skaut á loft árið 1997. Geimfarið komst svo loks á sporbraut um Satúrnus árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×