Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Anton Ingi Leifsson í Hertz-höllinni skrifar 23. apríl 2017 15:45 Helena Rut Örvarsdóttir hleypir af í leiknum út á Nesi í dag. vísir/Ernir Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur, en að loknum honum leiddu gestirnir með þremur mörkum. Garðbæingar voru svo sterkari aðilinn í síðari hálfleik og stóðu uppi sem sigurvegarar að lokum. Lokatölur 25-22. Staðan í einvígi liðanna er því jöfn 1-1, en liðin mætast í þriðja sinn í Mýrinni á þriðjudag. Stjarnan byrjaði af miklum krafti og mikil steming var í liðinu. Ljóst var að það var mikill hugur í liðinu eftir tapið súra í fyrsta leiknum, en þær komust í 9-6 og 12-8. Þær voru að fá mörk úr öllum áttum og sóknarleikurinnn öflugur. Garðbæingar lentu svo í skondnu atviki þegar upp komst að Nataly Sæunn Valencia var ekki á leikskýrslu og mátti því ekki spila meir með liðinu þennan leikinn. Hún sat því upp í stúku restina af leiknum, hundsvekkt. Eftir það gekk Grótta á lagið og skoraði fjögur næstu mörkin og jafnaði í 12-12. Þá er eins og Stjarnan hafði vaknað aftur af smá blundi og þær gerðu þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddu 15-12 þegar gengið var til búningsherbergja. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Stjarnan var ávallt skrefi á undan og einhverjir héldu að þær væru að stinga af þegar þær náðu sex marka forystu, 19-13, en allt kom fyrir ekki. Grótta skoraði fimm næstu mörk og munurinn eitt mark, 19-18. Eftir það sigu gestirnir úr Garðabæ hægt og rólega fram úr. Grótta tapaði alltof mörgum boltum og gerðu fullmörg klaufaleg mistök á síðustu fimmtán mínútum leiksins til þess að ná að gera leikinn spennandi undir lokin. Mistökin oft á tíðum of klaufaleg. Lokatölur þriggja marka sigur Stjörnunnar, 25-22. Helena Rut Örvarsdóttir var sem fyrr markahæst hjá Stjörnunni, en hún skoraði átta mörk. Rakel Dögg Bragadóttir gerði mjög vel einnig; stýrði sóknarleiknum af mikilli festu og bætti við sex mörkum. Hjá Gróttu var Unnur Ómarsdóttir markahæst með átta mörk, en hún nýtti færin sín vel. Næstar komu þær Sunna María Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fjögur, en Grótta hefði þurft stærra framlag frá meðal annars þeim til að ná að vinna þennan leik.Rakel Dögg (nr. 27) reynir að verjast skoti Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur.vísir/ernirRakel Dögg: Baráttan gefur þér svo mikið „Mjög mikilvægur sigur. Ótrúlega flott að klára þetta. Það hefði verið mjög þungt að mæta með 2-0 á bakinu á þriðjudaginn. Þessi sigur var gífurlega mikilvægur og ég er mjög sátt,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, lykilmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi. „Við vorum mjög ósáttar eftir leikinn á fimmtudaginn, einna helst að við vorum ekki klárar í alla baráttuna. Við vitum að Grótta er baráttulið. Þær unnu okkur í þeim þætti og vitum að þær eru mikið baráttulið.” „Það sást frá fyrstu mínútu að við vorum klárar, en þetta var mjög flottur leikur hjá okkur í dag,” en Rakel segir að helsta breytingin frá tapleiknum á fimmtudaginn hafi verið breytingin á baráttunni í liðinu. Síðasti leikur liðanna fór í vítakeppni. „Baráttan gefur þér svo mikið. Það skiptir svo miklu máli eitt auka fríkast og eitt auka skref og allt þetta. Við sáum það bara á fimmtudaginn að í svona jöfnum leik þá skiptir þetta máli.” Nú er staðan í einvíginu aftur orðin 1-1, en liðin mætast í þriðja sinn í Mýrinni á þriðjudag. „Nú er þetta leikur númer þrjú. Við vorum ánægðar í dag, en nú þarf að koma sér niður á jörðina og byrja að einbeita sér,” sagði Rakel og bætti við að lokum: „Við erum búnar að spila marga leiki við Gróttu síðustu ár. Þetta er gífurlega sterkt lið og við þurfum að vera algjörlega tipp-top klárar í þetta ef við ætlum að vinna næsta leik,” sagði Rakel.Kári segir sínum stúlkum til.vísir/ernirKári: Getur vel verið að þreytan hafi áhrif „Við gerðum of mikið af mistökum. Það er númer eitt, tvö og þrjú,” sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Við náðum þó með mikilli seiglu að koma okkur inn í þetta eftir að hafa lent sex mörkum undir og maður hélt að leikurinn væri að fara frá okkur. Við minnkuðum í eitt mark.” „Þá náðum við ekki að komast yfir þann hjalla, en þá einmitt gerðum við alltof mikið af mistökum. Í þeirri stöðu náðum við meðal annars ekki að nýta einum fleiri stöður. Það er ýmislegt í þessu.” Mistaken sem Grótta gerði í leiknum voru mörg og tæknifeilarnir rosalega margir, sérstaklega á mikilvægum tímapunktum í leiknum. „Við erum að spila á færri leikmönnum en Stjarnan og það var langur leikur á fimmtudaginn. Ekki það að ég ætla að afsaka mig, en það getur vel verið að það hafi áhrif.” „Einnig hjálpaði það okkur ekki að Guðný sem hefur verið ein af þessum sem við höfum rúllað inn í þetta til þess að reyna mixa þessu saman og dreifa álaginu, hún dettur út. Þetta er of mikið af tæknifeilum hins vegar.” Það var fátt sem benti til þess að Grótta kæmist aftur inn í leikinn þegar liðið var sex mörkum undir i leiknum, en liðið sýndi karakter og kom sér inn í leikinn á ný. „Maður var að vona að við myndum nota meðbyrinn og ná að stríða þeim, en við erum undir allan leikinn og náðum því ekki.” Kári er spenntur fyrir leik númer þrjú á þriðjudag, en Kári segir að liðinu líki ágætlega í Mýrinni. „Okkur hefur ekki leiðst að vinna í Mýrinni undanfarin ár og eigum við ekki að segja að það verði raunin á þriðjudag?” sagði Kári sposkur að lokum.Sólveig Lára Kjærnested reynir að brjótast í gegnum vörn Gróttu.vísir/ernirLeik lokið (22-25): Stjarnan jafnar metin í 1-1 eftir öflugan sigur. Næst mætast liðin á þriðjudaginn í Mýrinni. Umfjöllun og viðtöl koma inná vefinn síðar í dag.59. mín (21-25): Þetta er komið. Helena skorar og Grótta tapar svo boltanum. Ein og hálf mínúta eftir.58. mín (21-24): Laufey Ásta vippar í slá og útaf. Stjarnan með boltann, þremur mörkum yfir og tvær mínútur eftir.57. mín (21-24): Loks kemur mark. Selma nær ekki að koma boltanum frá markinu, Sólveig stelur boltanum og skorar. Loksins kemur mark. Kári tekur leikhlé strax, en sléttar þrjár mínútur eru eftir af leiknum.56. mín (21-23): Ennþá er staðan 21-23. Markaþurrð. Sama staða síðan á 51. mínútu.54. mín (21-23): Sama staða. Helena Rut send í skammakrókinn fyrir hrindingu. Þetta þarf Grótta að nýta sér.51. mín (21-23): Boltinn lekur inn frá Helenu eftir að höndin var komin upp. Mikilvægt mark einum færri.49. mín (20-22): Hanna Guðrún fær tveggja mínútna brottvísun og munurinn er tvö mörk. Jafnar Grótta metin?47. mín (19-22): Tvö mikilvæg mörk í röð hjá Stjörnunni. Nýttu sér liðsmuninn afar vel.45. mín (19-20): Enn sama staða. Anna Úrsúla fær tveggja mínútna brottvísun.43. mín (19-20): Laufey Ásta minnkar muninn í eitt mark.40. mín (17-19): Fjögur mörk í röð frá Gróttu og munurinn allt í einu tvö mörk eftir að hafa verið sex áðan. Halldóri Harra er nóg boðið og tekur hann leikhlé.39. mín (16-19): Geggjuð spilamennska hjá Gróttu sem endar með marki frá Önnu Úrsúlu.38. mín (15-19): Stjarnan tapar boltanum og Unnur skorar úr hraðaupphlaupi. Stuðningsmenn Stjörnunnar ósáttir við dómarana.35. mín (14-19): Fimm marka munur. Unnur minnkar muninn úr horninu eftir góða sókn. Nýttu sér loks liðsmuninn.34. mín (13-19): Þvílíkur kafli hjá Stjörnunni einum færri. Sex marka munur!32. mín (13-17): Rakel fær tveggja mínútna brottvísun og Sunna María minnkar muninn af vítalínunni.31. mín (12-16): Síðari hálfleikurinn er hafinn og Helena Rut Örvarsdóttir skorar fyrsta mark síðari hálfleiks.Tölfræði fyrri hálfleiks: Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla eru með þrjú mörk hvor hjá Gróttu, en hjá Stjörnunni er Helena Rut Örvarsdóttir með fimm mörk. Fyrri hálfleik lokið (12-15): Brynhildur Bergmann kom inn af krafti og skoraði tvö af síðustu þremur mörkum Stjörnunnar. Þær eru þremur mörkum yfir þegar gengið er til búningsherbergja. Við, eins og leikmenn, tökum okkur smá hvíld og komum aftur hress á eftir.28. mín (12-13): Brynhildur kemur inná og kemur Stjörnunni aftur yfir.26. mín (12-12): Fjögur mörk í röð frá Gróttu og þær búnar að jafna. Halldór Harri tekur leikhlé.25. mín (11-12): Tvö mörk í röð frá Gróttunni eftir atvikið skondna. Munurinn eitt mark.23. mín (9-12): Heldur betur athyglisvert atvik hérna í Hertz-höllinni. Natalý Sæunn Valencia var ekki á skýrslunni og var kominn inná. Hún fær ekki að spila meira og Stjarnan fær tvær mínútur. Rosalegt atvik og ekki oft sem maður sér þetta. Natalý er eðlilega brjáluð.20. mín (8-12): Tvö mörk í röð frá Stjörnunni og munurinn fjögur mörk. Sólveig Lára og svo Helena með sitt fimmta mark.18. mín (8-10): Emma með sitt fyrsta mark og minnkar muninn í tvö mörk. Stjarnan þó áfram skrefi á undan.16. mín (7-9): Sólveig Lára fær tvær mínútur fyrir að fara boltann, en á hinum enda vallarins liggur Guðný Hjaltadóttir. Engin veit hvað gerðist, en líklega snúið upp á ökklann. Borin af velli.14. mín (6-9): Góður kafli hjá Stjörnunni, en Anna Úrsúla nær að troða inn marki fyrir Gróttu. Mikilvægu marki. Í varnarmúrinn, lúkurnar á Hafdísi og inn. Þriggja marka leikur.12. mín (5-8): Stjarnan er áfram skrefinu á undan. Helena var að skora sitt þriðja mark með þrumufleyg. Kári tekur leikhlé.11. mín (5-6): Vel spilað og Unnur fer í gegn og skorar.9. mín (4-5): Þrjú mörk í röð frá Stjörnunni áður en Sunna María heggur á hnútinn. Eins marks munur.7. mín (3-4): Rakel Dögg með sitt fyrsta mark, en það er mikilvægt fyrir Stjörnuna að hún skili nokkrum mörkum.5. mín (3-3): Helena Rut komin með tvö mörk og Hafdís með svakalega markvörslu frá Lovísu. Stál í stál hérna í byrjun, en mikill hraði er í leiknum.3. mín (2-2): Þórey Anna í gegnum klofið á Hafdísi og Grótta með tvö mörk í röð, en Stefanía vippar fyrir Selmu í markinu og jafnar.1. mín (0-1): Helena Rut skorar fyrsta mark leiksins.1. mín (0-0): Leikurinn er hafinn!Fyrir leik: Ekki eru margir mættir á pallana þegar tæpar tíu mínútur eru í leikinn. Vonandi fer að fjölga á pöllunum.Fyrir leik: Hjá Gróttu var Selma Jóhannsdóttir að verja vel á mikilvægum tímapunktum í síðasta leik. Lovísa Thompson var einnig frábær eins og oft áður, en Stjarnan ákvað að klippa hana út eftir sem leið á leikinn. Laufey Ásta Guðmundsdóttir skilaði einnig mikilvægum mörkum.Fyrir leik: Helena Rut Örvarsdóttir átti stórkostlegan leik fyrir Stjörnuna í fyrsta leiknum, en það vantaði að fleiri leikmenn myndu leggja hönd á plóg. Halldór Harri vonast væntanlega eftir því að leikmenn eins og Rakel Dögg Bragadóttir og Sólveig Lára Kærnested skili fleiri mörkum í dag.Fyrir leik: Grótta vann fyrsta leik liðanna eftir rosalegan leik. Tvíframlengja þurfti og einnig að grípa til vítakastkeppni þar sem Grótta vann eftir rosalega dramatík. Það er ljóst að það verður hart barist hér í dag.Fyrir leik: Komiði sæl og velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Hertz-höllinni þar sem Stjarnan og Grótta mætast öðru sinni í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur, en að loknum honum leiddu gestirnir með þremur mörkum. Garðbæingar voru svo sterkari aðilinn í síðari hálfleik og stóðu uppi sem sigurvegarar að lokum. Lokatölur 25-22. Staðan í einvígi liðanna er því jöfn 1-1, en liðin mætast í þriðja sinn í Mýrinni á þriðjudag. Stjarnan byrjaði af miklum krafti og mikil steming var í liðinu. Ljóst var að það var mikill hugur í liðinu eftir tapið súra í fyrsta leiknum, en þær komust í 9-6 og 12-8. Þær voru að fá mörk úr öllum áttum og sóknarleikurinnn öflugur. Garðbæingar lentu svo í skondnu atviki þegar upp komst að Nataly Sæunn Valencia var ekki á leikskýrslu og mátti því ekki spila meir með liðinu þennan leikinn. Hún sat því upp í stúku restina af leiknum, hundsvekkt. Eftir það gekk Grótta á lagið og skoraði fjögur næstu mörkin og jafnaði í 12-12. Þá er eins og Stjarnan hafði vaknað aftur af smá blundi og þær gerðu þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddu 15-12 þegar gengið var til búningsherbergja. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Stjarnan var ávallt skrefi á undan og einhverjir héldu að þær væru að stinga af þegar þær náðu sex marka forystu, 19-13, en allt kom fyrir ekki. Grótta skoraði fimm næstu mörk og munurinn eitt mark, 19-18. Eftir það sigu gestirnir úr Garðabæ hægt og rólega fram úr. Grótta tapaði alltof mörgum boltum og gerðu fullmörg klaufaleg mistök á síðustu fimmtán mínútum leiksins til þess að ná að gera leikinn spennandi undir lokin. Mistökin oft á tíðum of klaufaleg. Lokatölur þriggja marka sigur Stjörnunnar, 25-22. Helena Rut Örvarsdóttir var sem fyrr markahæst hjá Stjörnunni, en hún skoraði átta mörk. Rakel Dögg Bragadóttir gerði mjög vel einnig; stýrði sóknarleiknum af mikilli festu og bætti við sex mörkum. Hjá Gróttu var Unnur Ómarsdóttir markahæst með átta mörk, en hún nýtti færin sín vel. Næstar komu þær Sunna María Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fjögur, en Grótta hefði þurft stærra framlag frá meðal annars þeim til að ná að vinna þennan leik.Rakel Dögg (nr. 27) reynir að verjast skoti Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur.vísir/ernirRakel Dögg: Baráttan gefur þér svo mikið „Mjög mikilvægur sigur. Ótrúlega flott að klára þetta. Það hefði verið mjög þungt að mæta með 2-0 á bakinu á þriðjudaginn. Þessi sigur var gífurlega mikilvægur og ég er mjög sátt,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, lykilmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi. „Við vorum mjög ósáttar eftir leikinn á fimmtudaginn, einna helst að við vorum ekki klárar í alla baráttuna. Við vitum að Grótta er baráttulið. Þær unnu okkur í þeim þætti og vitum að þær eru mikið baráttulið.” „Það sást frá fyrstu mínútu að við vorum klárar, en þetta var mjög flottur leikur hjá okkur í dag,” en Rakel segir að helsta breytingin frá tapleiknum á fimmtudaginn hafi verið breytingin á baráttunni í liðinu. Síðasti leikur liðanna fór í vítakeppni. „Baráttan gefur þér svo mikið. Það skiptir svo miklu máli eitt auka fríkast og eitt auka skref og allt þetta. Við sáum það bara á fimmtudaginn að í svona jöfnum leik þá skiptir þetta máli.” Nú er staðan í einvíginu aftur orðin 1-1, en liðin mætast í þriðja sinn í Mýrinni á þriðjudag. „Nú er þetta leikur númer þrjú. Við vorum ánægðar í dag, en nú þarf að koma sér niður á jörðina og byrja að einbeita sér,” sagði Rakel og bætti við að lokum: „Við erum búnar að spila marga leiki við Gróttu síðustu ár. Þetta er gífurlega sterkt lið og við þurfum að vera algjörlega tipp-top klárar í þetta ef við ætlum að vinna næsta leik,” sagði Rakel.Kári segir sínum stúlkum til.vísir/ernirKári: Getur vel verið að þreytan hafi áhrif „Við gerðum of mikið af mistökum. Það er númer eitt, tvö og þrjú,” sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Við náðum þó með mikilli seiglu að koma okkur inn í þetta eftir að hafa lent sex mörkum undir og maður hélt að leikurinn væri að fara frá okkur. Við minnkuðum í eitt mark.” „Þá náðum við ekki að komast yfir þann hjalla, en þá einmitt gerðum við alltof mikið af mistökum. Í þeirri stöðu náðum við meðal annars ekki að nýta einum fleiri stöður. Það er ýmislegt í þessu.” Mistaken sem Grótta gerði í leiknum voru mörg og tæknifeilarnir rosalega margir, sérstaklega á mikilvægum tímapunktum í leiknum. „Við erum að spila á færri leikmönnum en Stjarnan og það var langur leikur á fimmtudaginn. Ekki það að ég ætla að afsaka mig, en það getur vel verið að það hafi áhrif.” „Einnig hjálpaði það okkur ekki að Guðný sem hefur verið ein af þessum sem við höfum rúllað inn í þetta til þess að reyna mixa þessu saman og dreifa álaginu, hún dettur út. Þetta er of mikið af tæknifeilum hins vegar.” Það var fátt sem benti til þess að Grótta kæmist aftur inn í leikinn þegar liðið var sex mörkum undir i leiknum, en liðið sýndi karakter og kom sér inn í leikinn á ný. „Maður var að vona að við myndum nota meðbyrinn og ná að stríða þeim, en við erum undir allan leikinn og náðum því ekki.” Kári er spenntur fyrir leik númer þrjú á þriðjudag, en Kári segir að liðinu líki ágætlega í Mýrinni. „Okkur hefur ekki leiðst að vinna í Mýrinni undanfarin ár og eigum við ekki að segja að það verði raunin á þriðjudag?” sagði Kári sposkur að lokum.Sólveig Lára Kjærnested reynir að brjótast í gegnum vörn Gróttu.vísir/ernirLeik lokið (22-25): Stjarnan jafnar metin í 1-1 eftir öflugan sigur. Næst mætast liðin á þriðjudaginn í Mýrinni. Umfjöllun og viðtöl koma inná vefinn síðar í dag.59. mín (21-25): Þetta er komið. Helena skorar og Grótta tapar svo boltanum. Ein og hálf mínúta eftir.58. mín (21-24): Laufey Ásta vippar í slá og útaf. Stjarnan með boltann, þremur mörkum yfir og tvær mínútur eftir.57. mín (21-24): Loks kemur mark. Selma nær ekki að koma boltanum frá markinu, Sólveig stelur boltanum og skorar. Loksins kemur mark. Kári tekur leikhlé strax, en sléttar þrjár mínútur eru eftir af leiknum.56. mín (21-23): Ennþá er staðan 21-23. Markaþurrð. Sama staða síðan á 51. mínútu.54. mín (21-23): Sama staða. Helena Rut send í skammakrókinn fyrir hrindingu. Þetta þarf Grótta að nýta sér.51. mín (21-23): Boltinn lekur inn frá Helenu eftir að höndin var komin upp. Mikilvægt mark einum færri.49. mín (20-22): Hanna Guðrún fær tveggja mínútna brottvísun og munurinn er tvö mörk. Jafnar Grótta metin?47. mín (19-22): Tvö mikilvæg mörk í röð hjá Stjörnunni. Nýttu sér liðsmuninn afar vel.45. mín (19-20): Enn sama staða. Anna Úrsúla fær tveggja mínútna brottvísun.43. mín (19-20): Laufey Ásta minnkar muninn í eitt mark.40. mín (17-19): Fjögur mörk í röð frá Gróttu og munurinn allt í einu tvö mörk eftir að hafa verið sex áðan. Halldóri Harra er nóg boðið og tekur hann leikhlé.39. mín (16-19): Geggjuð spilamennska hjá Gróttu sem endar með marki frá Önnu Úrsúlu.38. mín (15-19): Stjarnan tapar boltanum og Unnur skorar úr hraðaupphlaupi. Stuðningsmenn Stjörnunnar ósáttir við dómarana.35. mín (14-19): Fimm marka munur. Unnur minnkar muninn úr horninu eftir góða sókn. Nýttu sér loks liðsmuninn.34. mín (13-19): Þvílíkur kafli hjá Stjörnunni einum færri. Sex marka munur!32. mín (13-17): Rakel fær tveggja mínútna brottvísun og Sunna María minnkar muninn af vítalínunni.31. mín (12-16): Síðari hálfleikurinn er hafinn og Helena Rut Örvarsdóttir skorar fyrsta mark síðari hálfleiks.Tölfræði fyrri hálfleiks: Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla eru með þrjú mörk hvor hjá Gróttu, en hjá Stjörnunni er Helena Rut Örvarsdóttir með fimm mörk. Fyrri hálfleik lokið (12-15): Brynhildur Bergmann kom inn af krafti og skoraði tvö af síðustu þremur mörkum Stjörnunnar. Þær eru þremur mörkum yfir þegar gengið er til búningsherbergja. Við, eins og leikmenn, tökum okkur smá hvíld og komum aftur hress á eftir.28. mín (12-13): Brynhildur kemur inná og kemur Stjörnunni aftur yfir.26. mín (12-12): Fjögur mörk í röð frá Gróttu og þær búnar að jafna. Halldór Harri tekur leikhlé.25. mín (11-12): Tvö mörk í röð frá Gróttunni eftir atvikið skondna. Munurinn eitt mark.23. mín (9-12): Heldur betur athyglisvert atvik hérna í Hertz-höllinni. Natalý Sæunn Valencia var ekki á skýrslunni og var kominn inná. Hún fær ekki að spila meira og Stjarnan fær tvær mínútur. Rosalegt atvik og ekki oft sem maður sér þetta. Natalý er eðlilega brjáluð.20. mín (8-12): Tvö mörk í röð frá Stjörnunni og munurinn fjögur mörk. Sólveig Lára og svo Helena með sitt fimmta mark.18. mín (8-10): Emma með sitt fyrsta mark og minnkar muninn í tvö mörk. Stjarnan þó áfram skrefi á undan.16. mín (7-9): Sólveig Lára fær tvær mínútur fyrir að fara boltann, en á hinum enda vallarins liggur Guðný Hjaltadóttir. Engin veit hvað gerðist, en líklega snúið upp á ökklann. Borin af velli.14. mín (6-9): Góður kafli hjá Stjörnunni, en Anna Úrsúla nær að troða inn marki fyrir Gróttu. Mikilvægu marki. Í varnarmúrinn, lúkurnar á Hafdísi og inn. Þriggja marka leikur.12. mín (5-8): Stjarnan er áfram skrefinu á undan. Helena var að skora sitt þriðja mark með þrumufleyg. Kári tekur leikhlé.11. mín (5-6): Vel spilað og Unnur fer í gegn og skorar.9. mín (4-5): Þrjú mörk í röð frá Stjörnunni áður en Sunna María heggur á hnútinn. Eins marks munur.7. mín (3-4): Rakel Dögg með sitt fyrsta mark, en það er mikilvægt fyrir Stjörnuna að hún skili nokkrum mörkum.5. mín (3-3): Helena Rut komin með tvö mörk og Hafdís með svakalega markvörslu frá Lovísu. Stál í stál hérna í byrjun, en mikill hraði er í leiknum.3. mín (2-2): Þórey Anna í gegnum klofið á Hafdísi og Grótta með tvö mörk í röð, en Stefanía vippar fyrir Selmu í markinu og jafnar.1. mín (0-1): Helena Rut skorar fyrsta mark leiksins.1. mín (0-0): Leikurinn er hafinn!Fyrir leik: Ekki eru margir mættir á pallana þegar tæpar tíu mínútur eru í leikinn. Vonandi fer að fjölga á pöllunum.Fyrir leik: Hjá Gróttu var Selma Jóhannsdóttir að verja vel á mikilvægum tímapunktum í síðasta leik. Lovísa Thompson var einnig frábær eins og oft áður, en Stjarnan ákvað að klippa hana út eftir sem leið á leikinn. Laufey Ásta Guðmundsdóttir skilaði einnig mikilvægum mörkum.Fyrir leik: Helena Rut Örvarsdóttir átti stórkostlegan leik fyrir Stjörnuna í fyrsta leiknum, en það vantaði að fleiri leikmenn myndu leggja hönd á plóg. Halldór Harri vonast væntanlega eftir því að leikmenn eins og Rakel Dögg Bragadóttir og Sólveig Lára Kærnested skili fleiri mörkum í dag.Fyrir leik: Grótta vann fyrsta leik liðanna eftir rosalegan leik. Tvíframlengja þurfti og einnig að grípa til vítakastkeppni þar sem Grótta vann eftir rosalega dramatík. Það er ljóst að það verður hart barist hér í dag.Fyrir leik: Komiði sæl og velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Hertz-höllinni þar sem Stjarnan og Grótta mætast öðru sinni í undanúrslitum Olís-deildar kvenna.
Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira