Asíski draumurinn er framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012.
Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni.
Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið.
Í þættinum í gær vakti eitt atriði sérstaka athygli þegar Pétur Jóhann og Sveppi áttu að fá kennslu í notkun á samúræjasverði. Það fór ekki betur en svo að Pétur var skammaður af meistaranum sjálfum. Hann var stórhættulegur á svæðinu.