Fá bætur eftir að sérsveitin „eyðilagði brúðkaup“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2017 17:49 Sérsveitin við æfingar. Vísir/GVA Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða brúðhjónum og gesti þeirra skaðabætur eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhús í Grímsnesi þar sem þau héldu veislu 2013. Lögreglan leitaði á þessum tíma að Stefáni Loga Sívarssyni sem var í felum. Taldi lögregla sig hafa upplýsingar um að Stefán Logi dveldist í umræddum sumarbústað. Stefán Logi á sér langa afbrotasögu en hann hlaut meðal annars sex ára fangelsisdóm í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhúsið þar sem veislan fór fram. Í lýsingu stefnenda segir að „Hátíðahöldin hafi fengið skjótan endi þegar vopnað lið svart- og grímuklæddra sérsveitarmanna hafi ruðst inn á lóð sumarhússins og skipað þeim að leggjast niður.“ Segja þau að mikilli hörku hafi verið beitt og kröfðust þau 1,5 milljóna í skaðabætur frá ríkinu, enda hafi ró þeirra verið raskað með harkalegum hætti en í stefnu þeirra segir að innrásin hafi „eyðilagt brúðkaup stefnenda.“ Lögmaður ríkisins mótmælti kröfu stefnenda. Sagði að sérsveitin hefði ekki beitt vopnum sínum og að aðgerðin hafi aðeins tekið örfáar mínútur. Sagði hann að talinn hafi verið hætta á að sá sem leitað var myndi reyna að flýja eða að hann myndi reyna að verjast handtöku með vopnum eða öðrum hætti. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða stefnendum 150 þúsund krónur í bætur en í dóminum var fallist á að á að þessar aðgerðir og framkvæmd þeirra hafi valdið þeim miska, þó ekki hafi verið lögð fram fram haldbær gögn um að frelsisskerðingin hafi haft neinar varanlegar andlegar eða líkamlegar afleiðingar fyrir stefnendur.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða brúðhjónum og gesti þeirra skaðabætur eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhús í Grímsnesi þar sem þau héldu veislu 2013. Lögreglan leitaði á þessum tíma að Stefáni Loga Sívarssyni sem var í felum. Taldi lögregla sig hafa upplýsingar um að Stefán Logi dveldist í umræddum sumarbústað. Stefán Logi á sér langa afbrotasögu en hann hlaut meðal annars sex ára fangelsisdóm í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhúsið þar sem veislan fór fram. Í lýsingu stefnenda segir að „Hátíðahöldin hafi fengið skjótan endi þegar vopnað lið svart- og grímuklæddra sérsveitarmanna hafi ruðst inn á lóð sumarhússins og skipað þeim að leggjast niður.“ Segja þau að mikilli hörku hafi verið beitt og kröfðust þau 1,5 milljóna í skaðabætur frá ríkinu, enda hafi ró þeirra verið raskað með harkalegum hætti en í stefnu þeirra segir að innrásin hafi „eyðilagt brúðkaup stefnenda.“ Lögmaður ríkisins mótmælti kröfu stefnenda. Sagði að sérsveitin hefði ekki beitt vopnum sínum og að aðgerðin hafi aðeins tekið örfáar mínútur. Sagði hann að talinn hafi verið hætta á að sá sem leitað var myndi reyna að flýja eða að hann myndi reyna að verjast handtöku með vopnum eða öðrum hætti. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða stefnendum 150 þúsund krónur í bætur en í dóminum var fallist á að á að þessar aðgerðir og framkvæmd þeirra hafi valdið þeim miska, þó ekki hafi verið lögð fram fram haldbær gögn um að frelsisskerðingin hafi haft neinar varanlegar andlegar eða líkamlegar afleiðingar fyrir stefnendur.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira