Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2017 17:15 Bílar frá Tesla. Vísir/AFP Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. Magnús er grunaður um „stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“ á bílnum og að hafa valdið slysi á Reykjanesbrautinni. Sterklega komi til greina að reynt verði að gera bílinn upptækan. Í frétt DV frá því í síðasta mánuði kemur fram að um 20 milljóna króna Teslu sé að ræða.Tilkynningar um ofsaaksturSamkvæmt dómsgögnum er Magnús sakaður um að hafa keyrt allt of hratt vestur eftir Reykjanesbrautinni þann 20. desember í fyrra. Þá segir að aðstæður hafi verið slæmar og að Magnús hafi misst stjórn á bílnum og lent utan í öðrum bíl. Báðir bílarnir eru sagðir hafa skemmst nokkuð en ökumaður hins bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Upprunalega var hald lagt á bílinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Í dómnum segir að tilkynningar um ofsaakstur rauðar bifreiðar hafi borist neyðarlínu og lögreglu fyrir slysið og eftir það. Magnús segir að „um afar einfalt mál sé að ræða,“ eins og það segir í dómnum. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna með þeim afleiðingum að hann hafi rekist á annan bíl. Hann segir málið gefa ekkert tilefni til þeirrar ítarlegu og íþyngjandi rannsóknar sem hann hafi þurft að sæta. Ekkert tilefni sé til haldlagningar lengur og lagaskilyrði bresti til að halda bílnum áfram. Þar að auki hljóti skoðun á bílnum að vera löngu lokið. Þá mótmælir hann því að til greina komi að gera bílinn upptækan. Magnús telur lögreglu hafa farið langt fram úr heimildum sínum og brotið gegn friðhelgi sinni með því að fara í gegnum persónuupplýsingar í bílnum án dómsúrskurðar.Á að flytja bílinn úr landi Í dómi Hæstaréttar segir að leggja skuli hald á muni hafi þeir sönnunargildi í sakamáli, þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða þeir kunni að verða gerðir upptækir. Í þessu tilviki komi „sterklega“ til greina að krafa verði gerð um að bíllinn verði gerður upptækur með dómi samkvæmt 107. grein a. umferðarlaga nr. 50/1987, „enda sé fyrir hendi sterkur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“. Saksóknarar telja bílinn hafa sönnunargildi og segja mjög líklegt að gerð verði krafa um að bíllinn verði gerður upptækur. Rannsókn málsins er ekki lokið og er ekki búið að gefa út ákæru. Þá bendi gögn málsins til þess að bílnum hafi verið ekið á allt að tæplega 183 kílómetra hraða um fimmtán sekúndum áður en slysið varð. 90 kílómetra hámarkshraði er á Reykjanesbrautinni. Í ljós hafi komið að Magnús sé með tíu hraðakstursmál í kerfinu á Íslandi og eitt í Danmörku. Um hafi verið að ræða „gróf“ hraðakstursbrot og að sjö þeirra séu frá því í fyrra. Enn fremur segist saksóknari telja að verði bíllinn leystur úr haldi og síðar verði fallist á hugsanlega kröfu um upptöku hans, gæti reynst erfitt að nálgast hann. Til standi að flytja hann til útlanda. United Silicon Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. Magnús er grunaður um „stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“ á bílnum og að hafa valdið slysi á Reykjanesbrautinni. Sterklega komi til greina að reynt verði að gera bílinn upptækan. Í frétt DV frá því í síðasta mánuði kemur fram að um 20 milljóna króna Teslu sé að ræða.Tilkynningar um ofsaaksturSamkvæmt dómsgögnum er Magnús sakaður um að hafa keyrt allt of hratt vestur eftir Reykjanesbrautinni þann 20. desember í fyrra. Þá segir að aðstæður hafi verið slæmar og að Magnús hafi misst stjórn á bílnum og lent utan í öðrum bíl. Báðir bílarnir eru sagðir hafa skemmst nokkuð en ökumaður hins bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Upprunalega var hald lagt á bílinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Í dómnum segir að tilkynningar um ofsaakstur rauðar bifreiðar hafi borist neyðarlínu og lögreglu fyrir slysið og eftir það. Magnús segir að „um afar einfalt mál sé að ræða,“ eins og það segir í dómnum. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna með þeim afleiðingum að hann hafi rekist á annan bíl. Hann segir málið gefa ekkert tilefni til þeirrar ítarlegu og íþyngjandi rannsóknar sem hann hafi þurft að sæta. Ekkert tilefni sé til haldlagningar lengur og lagaskilyrði bresti til að halda bílnum áfram. Þar að auki hljóti skoðun á bílnum að vera löngu lokið. Þá mótmælir hann því að til greina komi að gera bílinn upptækan. Magnús telur lögreglu hafa farið langt fram úr heimildum sínum og brotið gegn friðhelgi sinni með því að fara í gegnum persónuupplýsingar í bílnum án dómsúrskurðar.Á að flytja bílinn úr landi Í dómi Hæstaréttar segir að leggja skuli hald á muni hafi þeir sönnunargildi í sakamáli, þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða þeir kunni að verða gerðir upptækir. Í þessu tilviki komi „sterklega“ til greina að krafa verði gerð um að bíllinn verði gerður upptækur með dómi samkvæmt 107. grein a. umferðarlaga nr. 50/1987, „enda sé fyrir hendi sterkur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“. Saksóknarar telja bílinn hafa sönnunargildi og segja mjög líklegt að gerð verði krafa um að bíllinn verði gerður upptækur. Rannsókn málsins er ekki lokið og er ekki búið að gefa út ákæru. Þá bendi gögn málsins til þess að bílnum hafi verið ekið á allt að tæplega 183 kílómetra hraða um fimmtán sekúndum áður en slysið varð. 90 kílómetra hámarkshraði er á Reykjanesbrautinni. Í ljós hafi komið að Magnús sé með tíu hraðakstursmál í kerfinu á Íslandi og eitt í Danmörku. Um hafi verið að ræða „gróf“ hraðakstursbrot og að sjö þeirra séu frá því í fyrra. Enn fremur segist saksóknari telja að verði bíllinn leystur úr haldi og síðar verði fallist á hugsanlega kröfu um upptöku hans, gæti reynst erfitt að nálgast hann. Til standi að flytja hann til útlanda.
United Silicon Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira