Flugfélag Íslands losar sig við alla Fokkerana Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2017 10:04 Fokker 50 vél Flugfélags Íslands. Vísir/Pjetur Flugfélag Íslands hefur skrifað undir samninga við kanadíska fyrirtækið Avmax um sölu á fjórum Fokker 50 vélum félagsins, varahreyfli og varahlutum tengdum Fokker vélunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en með samningunum lýkur sögu Fokker 50 véla í eigu Flugfélags Íslands. Vélarnar hafa verið hjá félaginu frá 1992 og fyrirrennarar þeirra, Fokker 27 frá því árið 1965. „Í tengslum við þessa sölu kaupir Flugfélag Íslands eina Bombardier Q200, 37 sæta vél af Avmax en fyrir er félagið með tvær slíkar vélar í rekstri. Gert er ráð fyrir að Q200 vélin komi í rekstur félagsins um næstu áramót en afhending Fokker 50 vélanna mun fara fram á næstu vikum. Í kjölfar breytinga á flugflota félagsins á síðasta ári þegar 3 Bombardier Q400 72-76 sæta vélar voru teknar í notkun urðu miklar breytingar á rekstri félagsins. Nýjum áfangastöðum hefur verið bætt við leiðarkerfi félagsins, flug til Aberdeen í Skotlandi frá Keflavík hófst í mars 2016, flug til Kangerlussuaq á Grænlandi hófst í júní síðastliðnum og í febrúar á þessu ári hófst heilsársflug milli Keflavíkur og Akureyrar. Í júní næstkomandi mun síðan hefjast flug frá Keflavík til Belfast á Norður-Írlandi,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, að með samningunum sé þeirri endurnýjun lokið sem lagt var upp með í flugflota félagsins og það sé mjög mikilvægur áfangi í því að efla félagið til frekari vaxtar. „Með því að bæta einni Bombardier Q200 vél í rekstur félagsins mun sveigjanleiki félagsins aukast og ný tækifæri skapast til að efla leiðarkerfið enn frekar“ segir Árni. Fréttir af flugi Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Flugfélag Íslands hefur skrifað undir samninga við kanadíska fyrirtækið Avmax um sölu á fjórum Fokker 50 vélum félagsins, varahreyfli og varahlutum tengdum Fokker vélunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en með samningunum lýkur sögu Fokker 50 véla í eigu Flugfélags Íslands. Vélarnar hafa verið hjá félaginu frá 1992 og fyrirrennarar þeirra, Fokker 27 frá því árið 1965. „Í tengslum við þessa sölu kaupir Flugfélag Íslands eina Bombardier Q200, 37 sæta vél af Avmax en fyrir er félagið með tvær slíkar vélar í rekstri. Gert er ráð fyrir að Q200 vélin komi í rekstur félagsins um næstu áramót en afhending Fokker 50 vélanna mun fara fram á næstu vikum. Í kjölfar breytinga á flugflota félagsins á síðasta ári þegar 3 Bombardier Q400 72-76 sæta vélar voru teknar í notkun urðu miklar breytingar á rekstri félagsins. Nýjum áfangastöðum hefur verið bætt við leiðarkerfi félagsins, flug til Aberdeen í Skotlandi frá Keflavík hófst í mars 2016, flug til Kangerlussuaq á Grænlandi hófst í júní síðastliðnum og í febrúar á þessu ári hófst heilsársflug milli Keflavíkur og Akureyrar. Í júní næstkomandi mun síðan hefjast flug frá Keflavík til Belfast á Norður-Írlandi,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, að með samningunum sé þeirri endurnýjun lokið sem lagt var upp með í flugflota félagsins og það sé mjög mikilvægur áfangi í því að efla félagið til frekari vaxtar. „Með því að bæta einni Bombardier Q200 vél í rekstur félagsins mun sveigjanleiki félagsins aukast og ný tækifæri skapast til að efla leiðarkerfið enn frekar“ segir Árni.
Fréttir af flugi Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira