Hringamyndun og stjórnmál Þorvaldur Gylfason skrifar 20. apríl 2017 07:00 Hringamyndun er eðlileg freisting í viðskiptum. Vitaskuld vilja seljendur geta bundizt samtökum um að selja vöru sína og þjónustu sem allra dýrustu verði. Adam Smith, faðir hagfræðinnar, lýsti þessari freistingu vel í höfuðriti sínu Auðlegð þjóðanna 1776. Þess vegna höfum við samkeppnislög sem er ætlað að tryggja hag neytenda gegn hringamyndunartilburðum framleiðenda. Samkeppnislög duga þó misvel. Fyrir kemur að neytendur njóta þess hversu samkeppnislögin hrökkva skammt. Dæmi um það er atlaga bandarískra yfirvalda gegn hugbúnaðarrisanum Microsoft sem tókst að verja sig fyrir dómstólum og semja að endingu við yfirvöld m.a. með þeim rökum að fyrirtækið hafi í krafti sterkrar stöðu sinnar á markaði getað framleitt æ öflugri og ódýrari hugbúnað til hagsbóta fyrir neytendur. Olíuhringurinn OPEC Samkeppnislög einstakra landa ná ekki yfir landamæri og milliríkjasamningar um viðskipti ná ekki að fylla skarðið. Þannig gátu nokkur olíuútflutningsríki bundizt samtökum um að margfalda olíuverð í tvígang 1973 og 1979. Hringurinn heitir OPEC, var stofnaður í Bagdad í Írak 1960 og telur nú 13 aðildarlönd, en þó hvorki Noreg, Mexíkó né Rússland. Samstaða hringsins brast á endanum þar eð freistingin til að lækka verð á olíu niður fyrir sameiginlegt verð hringsins nær ævinlega yfirhöndinni einhvers staðar áður en lýkur. Þannig m.a. stendur á því að olíuverð á heimsmarkaði er nú þrátt fyrir OPEC innan við helmingur af olíuverði 1980 í sambærilegum Bandaríkjadölum. Hringurinn brast og við bættist ný tækni (e. hydrolic fracturing eða fracking) sem gerir olíufélögum kleift að bora lárétt eftir olíu og skyldum orkugjöfum frekar en lóðrétt. Þessi nýja tækni hefur aukið orkuframboð til muna og þrýst heimsmarkaðsverðinu niður en hún er umdeild af umhverfisástæðum og er t.d. bönnuð með lögum í Frakklandi. Stjórnmálahringar Og þá er ég loksins kominn að efninu sem er hringamyndun í stjórnmálum. Hvað er fjórflokkurinn eða fimmflokkurinn annað en hringur? (e. cartel) – þ.e. bandalag misgamalla stjórnmálaflokka gegn nýju fólki sem vill gera breytingar á lögum og stjórnarskrá í samræmi við skýran vilja meiri hluta kjósenda eins og hann hefur birzt í skoðanakönnunum ár fram af ári og einnig í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um nýju stjórnarskrána. Þessi hringur skilur eftir sig langan slóða. Það er hans verk að fiskveiðistjórnin er í aðalatriðum óbreytt eftir öll þessi ár gegn skýrum vilja meiri hluta kjósenda. Það er hans verk að nýja stjórnarskráin liggur enn á ís í frystigeymslu Alþingis. Það er hans verk að ný framboð þurfa a.m.k. 5% atkvæða til að koma uppbótarmönnum á þing, en þessi regla var leidd í lög eftir að Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbanka Íslands hafði sem þingmaður Frjálslynda flokksins velgt hringnum hressilega undir uggum úr ræðustól Alþingis. Þennan lista mætti lengja.Noregur, Svíþjóð, Þýzkaland Vandinn er ekki bundinn við Ísland. Ein ástæða þess að nýir flokkar ryðja sér nú til rúms í Evrópu er að gömlu flokkarnir hafa snúið bökum saman gegn nýgræðingunum og virða þá jafnvel ekki viðlits heldur úthrópa þá sem lýðskrumara. Þetta á t.d. við um norska Framfaraflokkinn sem var stofnaður 1973 og enginn annar þingflokkur virti viðlits þar til hann tók sæti í ríkisstjórn 2013, þriðji stærsti flokkur Noregs. Þetta á einnig við um Svíþjóðardemókrata sem hlutu 13% atkvæða í þingkosningunum í Svíþjóð 2014, þriðji stærsti flokkurinn á þingi, og enginn annar flokkur virðir enn viðlits. Og þetta á einnig við um nýja AfD-flokkinn (þ. Alternative für Deutschland) í Þýzkalandi sem mælir með úrsögn landsins úr ESB og gegn frekara innstreymi flóttafólks og aðrir flokkar forðast eins og heitan eld eins og það sé vænlegasta leiðin til að halda þessum nýja andstæðingi niðri. Hvaða rétt hafa gömlu flokkarnir til að kalla nýja flokka lýðskrumara? – flokka sem vara við stríðu innstreymi útlendinga, vilja úrsögn úr ESB o.s.frv. Væri ekki nær að rökræða við nýja andstæðinga frekar en að reyna að brennimerkja þá? Nýju flokkarnir liggja margir vel við höggi í rökræðum. T.d. vill norski Framfaraflokkurinn einn flokka nota olíusjóð Norðmanna strax frekar en að geyma hann til síðari nota. Geymslurökin eru þó býsna sterk enda nýtur Noregur aðdáunar og virðingar um allan heim fyrir styrka umsýslu þjóðareignarinnar. Svíþjóðardemókratar vilja einir flokka hefta innstreymi útlendinga til Svíþjóðar. Í því máli eru rökin býsna sterk á báða bóga. Hvorir eru meiri lýðskrumarar? – nýgræðingarnir sem benda á nýjan, viðkvæman vanda og leggja til viðbrögð við honum eða gömlu jaxlarnir sem hafa brugðizt við vandanum með því einu að gera hróp að þeim sem biðja um lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Hringamyndun er eðlileg freisting í viðskiptum. Vitaskuld vilja seljendur geta bundizt samtökum um að selja vöru sína og þjónustu sem allra dýrustu verði. Adam Smith, faðir hagfræðinnar, lýsti þessari freistingu vel í höfuðriti sínu Auðlegð þjóðanna 1776. Þess vegna höfum við samkeppnislög sem er ætlað að tryggja hag neytenda gegn hringamyndunartilburðum framleiðenda. Samkeppnislög duga þó misvel. Fyrir kemur að neytendur njóta þess hversu samkeppnislögin hrökkva skammt. Dæmi um það er atlaga bandarískra yfirvalda gegn hugbúnaðarrisanum Microsoft sem tókst að verja sig fyrir dómstólum og semja að endingu við yfirvöld m.a. með þeim rökum að fyrirtækið hafi í krafti sterkrar stöðu sinnar á markaði getað framleitt æ öflugri og ódýrari hugbúnað til hagsbóta fyrir neytendur. Olíuhringurinn OPEC Samkeppnislög einstakra landa ná ekki yfir landamæri og milliríkjasamningar um viðskipti ná ekki að fylla skarðið. Þannig gátu nokkur olíuútflutningsríki bundizt samtökum um að margfalda olíuverð í tvígang 1973 og 1979. Hringurinn heitir OPEC, var stofnaður í Bagdad í Írak 1960 og telur nú 13 aðildarlönd, en þó hvorki Noreg, Mexíkó né Rússland. Samstaða hringsins brast á endanum þar eð freistingin til að lækka verð á olíu niður fyrir sameiginlegt verð hringsins nær ævinlega yfirhöndinni einhvers staðar áður en lýkur. Þannig m.a. stendur á því að olíuverð á heimsmarkaði er nú þrátt fyrir OPEC innan við helmingur af olíuverði 1980 í sambærilegum Bandaríkjadölum. Hringurinn brast og við bættist ný tækni (e. hydrolic fracturing eða fracking) sem gerir olíufélögum kleift að bora lárétt eftir olíu og skyldum orkugjöfum frekar en lóðrétt. Þessi nýja tækni hefur aukið orkuframboð til muna og þrýst heimsmarkaðsverðinu niður en hún er umdeild af umhverfisástæðum og er t.d. bönnuð með lögum í Frakklandi. Stjórnmálahringar Og þá er ég loksins kominn að efninu sem er hringamyndun í stjórnmálum. Hvað er fjórflokkurinn eða fimmflokkurinn annað en hringur? (e. cartel) – þ.e. bandalag misgamalla stjórnmálaflokka gegn nýju fólki sem vill gera breytingar á lögum og stjórnarskrá í samræmi við skýran vilja meiri hluta kjósenda eins og hann hefur birzt í skoðanakönnunum ár fram af ári og einnig í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um nýju stjórnarskrána. Þessi hringur skilur eftir sig langan slóða. Það er hans verk að fiskveiðistjórnin er í aðalatriðum óbreytt eftir öll þessi ár gegn skýrum vilja meiri hluta kjósenda. Það er hans verk að nýja stjórnarskráin liggur enn á ís í frystigeymslu Alþingis. Það er hans verk að ný framboð þurfa a.m.k. 5% atkvæða til að koma uppbótarmönnum á þing, en þessi regla var leidd í lög eftir að Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbanka Íslands hafði sem þingmaður Frjálslynda flokksins velgt hringnum hressilega undir uggum úr ræðustól Alþingis. Þennan lista mætti lengja.Noregur, Svíþjóð, Þýzkaland Vandinn er ekki bundinn við Ísland. Ein ástæða þess að nýir flokkar ryðja sér nú til rúms í Evrópu er að gömlu flokkarnir hafa snúið bökum saman gegn nýgræðingunum og virða þá jafnvel ekki viðlits heldur úthrópa þá sem lýðskrumara. Þetta á t.d. við um norska Framfaraflokkinn sem var stofnaður 1973 og enginn annar þingflokkur virti viðlits þar til hann tók sæti í ríkisstjórn 2013, þriðji stærsti flokkur Noregs. Þetta á einnig við um Svíþjóðardemókrata sem hlutu 13% atkvæða í þingkosningunum í Svíþjóð 2014, þriðji stærsti flokkurinn á þingi, og enginn annar flokkur virðir enn viðlits. Og þetta á einnig við um nýja AfD-flokkinn (þ. Alternative für Deutschland) í Þýzkalandi sem mælir með úrsögn landsins úr ESB og gegn frekara innstreymi flóttafólks og aðrir flokkar forðast eins og heitan eld eins og það sé vænlegasta leiðin til að halda þessum nýja andstæðingi niðri. Hvaða rétt hafa gömlu flokkarnir til að kalla nýja flokka lýðskrumara? – flokka sem vara við stríðu innstreymi útlendinga, vilja úrsögn úr ESB o.s.frv. Væri ekki nær að rökræða við nýja andstæðinga frekar en að reyna að brennimerkja þá? Nýju flokkarnir liggja margir vel við höggi í rökræðum. T.d. vill norski Framfaraflokkurinn einn flokka nota olíusjóð Norðmanna strax frekar en að geyma hann til síðari nota. Geymslurökin eru þó býsna sterk enda nýtur Noregur aðdáunar og virðingar um allan heim fyrir styrka umsýslu þjóðareignarinnar. Svíþjóðardemókratar vilja einir flokka hefta innstreymi útlendinga til Svíþjóðar. Í því máli eru rökin býsna sterk á báða bóga. Hvorir eru meiri lýðskrumarar? – nýgræðingarnir sem benda á nýjan, viðkvæman vanda og leggja til viðbrögð við honum eða gömlu jaxlarnir sem hafa brugðizt við vandanum með því einu að gera hróp að þeim sem biðja um lausnir.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun