Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. apríl 2017 23:47 Fatakeðjurnar þrjár hafa verið metnar á undir hundrað milljónir punda, sem samsvarar tæplega 14 milljörðum íslenskra króna. vísir/stefán Gert er ráð fyrir að Kaupþing fái undir hundrað milljónir punda fyrir fataverslanir sínar Coast, Warehouse og Oasis. Þá er talið að væntanlegir eigendur muni loka nokkrum verslunum sínum í Bretlandi til þess að bregðast við erfiðu rekstrarumhverfi þar í landi.Þetta kemur fram á vef Telegraph en þar segir að tvö fyrirtæki hið minnsta hafi sýnt verslunarkeðjunni áhuga, og að þau hafi í hyggju að reyna að snúa erfiðum rekstri við með því að loka nokkrum verslunum. Bresku verslanakeðjurnar þrjár hafa verið í eigu Kaupþings frá árinu 2009, sem heldur utan um erlendar eignir gamla Kaupþings. Áður voru þær í eigu Mosaic Fashions en Baugur var stærsti hluthafinn í því félagi. Fyrrnefnt félag varð gjaldþrota í framhaldi af gjaldþroti Baugs árið 2009. Kaupþing setti verslanirnar á sölu í nóvember í fyrra. Fimm þúsund manns starfa í verslununum, en um er að ræða eina stærstu tískuvörukeðju Bretlands. Heimildir Telegraph herma að nýir eigendur muni loka öllum verslunum á Oxford stræti í Lundúnum meðal annars vegna sífellt hækkandi leigu sem hafi gert rekstraraðilum erfitt fyrir, þrátt fyrir að um sé að ræða eina stærstu tískuvörukeðju Bretlands. Sömuleiðis hefur verið mikill samdráttur í breskri fataverslun síðustu misseri og hafa fatakeðjurnar þrjár verið metnar á undir hundrað milljónir punda, sem samsvarar tæplega 14 milljörðum íslenskra króna. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Kaupþing fái undir hundrað milljónir punda fyrir fataverslanir sínar Coast, Warehouse og Oasis. Þá er talið að væntanlegir eigendur muni loka nokkrum verslunum sínum í Bretlandi til þess að bregðast við erfiðu rekstrarumhverfi þar í landi.Þetta kemur fram á vef Telegraph en þar segir að tvö fyrirtæki hið minnsta hafi sýnt verslunarkeðjunni áhuga, og að þau hafi í hyggju að reyna að snúa erfiðum rekstri við með því að loka nokkrum verslunum. Bresku verslanakeðjurnar þrjár hafa verið í eigu Kaupþings frá árinu 2009, sem heldur utan um erlendar eignir gamla Kaupþings. Áður voru þær í eigu Mosaic Fashions en Baugur var stærsti hluthafinn í því félagi. Fyrrnefnt félag varð gjaldþrota í framhaldi af gjaldþroti Baugs árið 2009. Kaupþing setti verslanirnar á sölu í nóvember í fyrra. Fimm þúsund manns starfa í verslununum, en um er að ræða eina stærstu tískuvörukeðju Bretlands. Heimildir Telegraph herma að nýir eigendur muni loka öllum verslunum á Oxford stræti í Lundúnum meðal annars vegna sífellt hækkandi leigu sem hafi gert rekstraraðilum erfitt fyrir, þrátt fyrir að um sé að ræða eina stærstu tískuvörukeðju Bretlands. Sömuleiðis hefur verið mikill samdráttur í breskri fataverslun síðustu misseri og hafa fatakeðjurnar þrjár verið metnar á undir hundrað milljónir punda, sem samsvarar tæplega 14 milljörðum íslenskra króna.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira