Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 08:49 Donald Trump fór mikinn á fundinum í gær. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. BBC greinir frá. Fundurinn var haldinn í Pennsylvaníu-ríki og sagði Trump við stuðningsmenn hans að hann væri að efna hvert loforðið á fætur öðru. Blés hann á alla gagnrýni og sagði hana vera „falskar fréttir“ frá „gamaldags“ blaðamönnum Trump hafði tilkynnt að hann myndi ekki mæta á kvöldverð blaðamanna en hefð er fyrir því að forsetinn mæti þangað, þar sem yfirleitt er gert góðlátlegt grín að sitjandi forseta. Er Trump fyrsti forsetinn frá árinu 1981 til þess að sleppa því að sitja kvölverðinn en það ár var Ronald Reagan að jafna sig eftir banatilræði. Á fundinum í gær sagði Trump að fjölmiðlar ættu skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ vegna umfjöllunar þeirra um það sem Trump hefur áorkað á fyrstu 100 dögum hans sem forseti. Þá sagði Trump að hann væri hæstánægður með að vera meira en í 150 kílómetra fjarlægð frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Minntist Trump lauslega á kvöldverð blaðamanna þar sem hann sagði stóra hópa Hollywood-leikara og blaðamanna í Washington vera að hugga hvorn annnan á kvöldverðinum sem myndi verða „mjög leiðinlegur“. Þá minntist hann stuttlega á umdeildan landamæramúr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reynst hefur erfitt að fjármagna en múrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári. „Við erum að fara að byggja múr, ekki einu sinni hafa áhyggjur af því,“ sagði Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Donald Trump hefur efnt fimm af 28 kosningaloforðum á sínum fyrstu hundrað dögum í embætti. Fimm loforð eru út af borðinu. 29. apríl 2017 15:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. BBC greinir frá. Fundurinn var haldinn í Pennsylvaníu-ríki og sagði Trump við stuðningsmenn hans að hann væri að efna hvert loforðið á fætur öðru. Blés hann á alla gagnrýni og sagði hana vera „falskar fréttir“ frá „gamaldags“ blaðamönnum Trump hafði tilkynnt að hann myndi ekki mæta á kvöldverð blaðamanna en hefð er fyrir því að forsetinn mæti þangað, þar sem yfirleitt er gert góðlátlegt grín að sitjandi forseta. Er Trump fyrsti forsetinn frá árinu 1981 til þess að sleppa því að sitja kvölverðinn en það ár var Ronald Reagan að jafna sig eftir banatilræði. Á fundinum í gær sagði Trump að fjölmiðlar ættu skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ vegna umfjöllunar þeirra um það sem Trump hefur áorkað á fyrstu 100 dögum hans sem forseti. Þá sagði Trump að hann væri hæstánægður með að vera meira en í 150 kílómetra fjarlægð frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Minntist Trump lauslega á kvöldverð blaðamanna þar sem hann sagði stóra hópa Hollywood-leikara og blaðamanna í Washington vera að hugga hvorn annnan á kvöldverðinum sem myndi verða „mjög leiðinlegur“. Þá minntist hann stuttlega á umdeildan landamæramúr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reynst hefur erfitt að fjármagna en múrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári. „Við erum að fara að byggja múr, ekki einu sinni hafa áhyggjur af því,“ sagði Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Donald Trump hefur efnt fimm af 28 kosningaloforðum á sínum fyrstu hundrað dögum í embætti. Fimm loforð eru út af borðinu. 29. apríl 2017 15:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39
Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Donald Trump hefur efnt fimm af 28 kosningaloforðum á sínum fyrstu hundrað dögum í embætti. Fimm loforð eru út af borðinu. 29. apríl 2017 15:00