Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. maí 2017 15:56 Atkvæði féllu þannig að já sögðu 429 og nei sagði enginn. Vísir/Hörður Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. Verkfall flugfreyja hjá Primera Air Nordic hefst þann 15. september næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Í tilkynningu segir að laun flugliða Primera Air, sem flestir eru frá Lettlandi, eru langt undir íslenskum lágmarkslaunum auk þess sem þeir njóta ekki ýmissa þeirra réttinda sem lög- og kjarasamningsbundin eru hér á landi. Primera Air Nordic starfar á Íslandi og flugliðar þess eru með heimahöfn hér á landi. Flugfreyjufélag Íslands gerði kröfu á hendur Primera Air Nordic SIA þann 2. Júní árið 2015 um að gengið yrði til viðræðna um kjarasamning vegna flugfreyja um borð í flugvélum félagsins. Þessar flugfreyjur eiga, samkvæmt flugáætlun og flugreglum, heimahöfn á Íslandi. Primera flýgur með farþega frá og til Íslands á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi sem öll eru í eigu sama móðurfélags með einum eða öðrum hætti. „Þau störf sem unnin eru um borð í vélum félagsins falla undir íslenska lögsögu og samkvæmt íslenskum lögum er viðeigandi stéttarfélögum heimilt að gera kröfu um gerð kjarasamnings og fylgja þeirri kröfu eftir með þeim lögmætu úrræðum sem mælt er fyrir um í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.“ segir í tilkynningunni. Primera Air sinnti kröfu Flugfreyjufélagsins í engu. Þann 23. desember 2016 var krafan ítrekuð og veittur frestur til 9. janúar 2017 til þess að ákveða upphaf viðræðna annars yrði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Engin viðbrögð bárust Flugfreyjufélaginu frá Primera. Þann 23. janúar 2017 var deilunni vísað til ríkissáttasemjara og þess óskað að hann hefði milligöngu um lausn hennar. Það bar ekki árangur. Atkvæðagreiðsla um verkfall hófst á aðalfundi félagsins 2. maí og stóð til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí. Atkvæðisrétt áttu 1189 félagsmenn. Atkvæði greiddu 429 eða 36.1%. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 429 og nei sagði enginn. Ótímabundin vinnustöðvun flugfreyja um borð í framangreindum flugvélum Primera Air Nordic SIA var því samþykkt og hefst þann 15. september 2017 kl. 06:00 hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. Verkfall flugfreyja hjá Primera Air Nordic hefst þann 15. september næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Í tilkynningu segir að laun flugliða Primera Air, sem flestir eru frá Lettlandi, eru langt undir íslenskum lágmarkslaunum auk þess sem þeir njóta ekki ýmissa þeirra réttinda sem lög- og kjarasamningsbundin eru hér á landi. Primera Air Nordic starfar á Íslandi og flugliðar þess eru með heimahöfn hér á landi. Flugfreyjufélag Íslands gerði kröfu á hendur Primera Air Nordic SIA þann 2. Júní árið 2015 um að gengið yrði til viðræðna um kjarasamning vegna flugfreyja um borð í flugvélum félagsins. Þessar flugfreyjur eiga, samkvæmt flugáætlun og flugreglum, heimahöfn á Íslandi. Primera flýgur með farþega frá og til Íslands á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi sem öll eru í eigu sama móðurfélags með einum eða öðrum hætti. „Þau störf sem unnin eru um borð í vélum félagsins falla undir íslenska lögsögu og samkvæmt íslenskum lögum er viðeigandi stéttarfélögum heimilt að gera kröfu um gerð kjarasamnings og fylgja þeirri kröfu eftir með þeim lögmætu úrræðum sem mælt er fyrir um í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.“ segir í tilkynningunni. Primera Air sinnti kröfu Flugfreyjufélagsins í engu. Þann 23. desember 2016 var krafan ítrekuð og veittur frestur til 9. janúar 2017 til þess að ákveða upphaf viðræðna annars yrði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Engin viðbrögð bárust Flugfreyjufélaginu frá Primera. Þann 23. janúar 2017 var deilunni vísað til ríkissáttasemjara og þess óskað að hann hefði milligöngu um lausn hennar. Það bar ekki árangur. Atkvæðagreiðsla um verkfall hófst á aðalfundi félagsins 2. maí og stóð til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí. Atkvæðisrétt áttu 1189 félagsmenn. Atkvæði greiddu 429 eða 36.1%. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 429 og nei sagði enginn. Ótímabundin vinnustöðvun flugfreyja um borð í framangreindum flugvélum Primera Air Nordic SIA var því samþykkt og hefst þann 15. september 2017 kl. 06:00 hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira