Þjónustumiðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi Kristín Einarsdóttir skrifar 9. maí 2017 12:39 Mig langar til að tala um þjónustumiðstöðvar. Ég er öll sumur á ferðalagi með stóra hópa í stórum rútum vítt og breitt um Írland og ég þakka mínum sæla fyrir þjónustumiðstöðvar. Ég hreinlega elska þjónustumiðstöðvar við náttúruperlur og fyrirbæri. Ég ætla að segja ykkur af hverju:Giant's Causeway á Norður Írlandi. Basalt stuðlabergssúlur sem þúsundir ferðamanna skoða daglega. Þetta er þjónustumiðstöðin sem er í 20 min göngufjarlægð frá stuðlabergssúlunum. Eins og sjá má hefur arkitektinn tekið mið af hinum eiginlegu stuðlabersgssúlum.1. Írar eru snjallir og þeir að sjálfsögðu selja inn á sínar helstu ferðamannaperlur, þannig viðhalda þeir náttúrunni og umhverfinu og hafa um leið stjórn á öllum aðstæðum og átroðningi ferðamanna. 2. Þjónustumiðstöðvar halda utan um: Sómasamleg salerni, hópabókanir, kaffisölu og aðrar veitingar auk þess sem ávallt er fræðslusetur sem greinir frá náttúruundrinu og segir sögur af svæðinu í máli og myndum (oftar en ekki kvikmyndum lika). 3. Rútur eru alltaf vandamál. Við þjónustumiðstöðvarnar eru sérstök bílastæði fyrir rúturnar. 4. Írar hafa vit á því að hafa þessar þjónustumiðstöðvar töluvert langt frá sjálfu náttúruundrinu þannig að fólk er yfirleitt að ganga uþb 20 mín (og verður svangt) eða því er boðið upp á að taka rútu eða skutlu sem þjónustumiðstöðin er með. Þannig er það t.d. bæði við Brú na Boinne þjónustumiðstöðina sem heldur utan um bæði Knowth og Newgrange grafhýsin og einnig við Giant's Causeway á N-Írlandi.Cliffs of Moher þjónustumiðstöðin.Mig langar að bæta því við að það þarf að bóka inn á marga þessa staði með margra mánaða fyrirvara. Það kemur fyrir að ég fæ ekki tíma eða aðgang að náttúruperlunum, vegna þess að þá er stundum bara orðið fullt þann daginn. Það eru nefnilega fjöldatakmarkanir á flestum þessum stöðum. Þá er mér alltaf boðið að borga okkur inn með hópinn og skoða sýninguna sem er í þjónustumiðstöðinni. Þær eru veglegar og mjög sjónrænar.Newgrange í Boyne dalnum.Hinn almenni borgari sem kemur á sínum prívatbíl getur valið hvort hann fer í gegnum þjónustumiðstöðina og greiði þar með aðgang að þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á, eða hvort að hann leggi á öðru bílastæði sem ekki er gjaldskylt og gangi í sveig framhjá þjónustumiðstöðinni. En það er bæði ljúft og skylt fyrir okkur ferðaskipuleggjendur sem erum með hópa að bóka fólk inn og greiða tilskilin gjöld, sem eru yfirleitt á bilinu 4-15 evrur.Þjónustumiðstöðin Brú na Boinne eins og hún kallast - allir gestir fara hér í gegn áður en þeir ganga í ca 10 min út hinu megin, fara upp í rútur sem ekur þeim að Newgrange eða Knowth. Sérstök tímaslott eru fyrir hvern hóp og þessu er öllu stýrt á þann hátt að ekki er hætta á að náttúruperlan verði fyrir hnjaski.Þessar þjónustumiðstöðvar eru þaulhugsaðar og hannaðar af arkitektum sem að sjálfsögðu taka mið af náttúrunni og líkindum við það sem skoða á. Ég hef tekið hér saman nokkar myndir af helstu þjónustumiðstöðum á Írlandi. Við eigum ekki að vera hrædd við að setja upp þjónustumiðstöðvar. Um hitt má svo deila hvort þessi við Seljalandsfoss er á réttum stað. Ég hef sjálf ekki neina sérstaka skoðun á því akkúrat núna. En það er alveg ljóst að slíkar miðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi og mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að selja inn á okkar helstu ferðamannaperlur. Annað er fásinna.Varðandi fjármögnun þá er Fáilté Ireland (Ferðamálastofa Írlands) fjármagnað með ríkisfé. Fáilté Ireland er síðan í góðri samvinnu við OPW (Office of Public Works) sem rekur allar helstu þjónustumiðstöðvarnar og heldur utan um merkustu arfleifðir Írlands. Í ár setur Fáilé Ireland €11.5m í endurbætur og viðhald á þjónustumiðstöðvunum hringinn í kringum landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mig langar til að tala um þjónustumiðstöðvar. Ég er öll sumur á ferðalagi með stóra hópa í stórum rútum vítt og breitt um Írland og ég þakka mínum sæla fyrir þjónustumiðstöðvar. Ég hreinlega elska þjónustumiðstöðvar við náttúruperlur og fyrirbæri. Ég ætla að segja ykkur af hverju:Giant's Causeway á Norður Írlandi. Basalt stuðlabergssúlur sem þúsundir ferðamanna skoða daglega. Þetta er þjónustumiðstöðin sem er í 20 min göngufjarlægð frá stuðlabergssúlunum. Eins og sjá má hefur arkitektinn tekið mið af hinum eiginlegu stuðlabersgssúlum.1. Írar eru snjallir og þeir að sjálfsögðu selja inn á sínar helstu ferðamannaperlur, þannig viðhalda þeir náttúrunni og umhverfinu og hafa um leið stjórn á öllum aðstæðum og átroðningi ferðamanna. 2. Þjónustumiðstöðvar halda utan um: Sómasamleg salerni, hópabókanir, kaffisölu og aðrar veitingar auk þess sem ávallt er fræðslusetur sem greinir frá náttúruundrinu og segir sögur af svæðinu í máli og myndum (oftar en ekki kvikmyndum lika). 3. Rútur eru alltaf vandamál. Við þjónustumiðstöðvarnar eru sérstök bílastæði fyrir rúturnar. 4. Írar hafa vit á því að hafa þessar þjónustumiðstöðvar töluvert langt frá sjálfu náttúruundrinu þannig að fólk er yfirleitt að ganga uþb 20 mín (og verður svangt) eða því er boðið upp á að taka rútu eða skutlu sem þjónustumiðstöðin er með. Þannig er það t.d. bæði við Brú na Boinne þjónustumiðstöðina sem heldur utan um bæði Knowth og Newgrange grafhýsin og einnig við Giant's Causeway á N-Írlandi.Cliffs of Moher þjónustumiðstöðin.Mig langar að bæta því við að það þarf að bóka inn á marga þessa staði með margra mánaða fyrirvara. Það kemur fyrir að ég fæ ekki tíma eða aðgang að náttúruperlunum, vegna þess að þá er stundum bara orðið fullt þann daginn. Það eru nefnilega fjöldatakmarkanir á flestum þessum stöðum. Þá er mér alltaf boðið að borga okkur inn með hópinn og skoða sýninguna sem er í þjónustumiðstöðinni. Þær eru veglegar og mjög sjónrænar.Newgrange í Boyne dalnum.Hinn almenni borgari sem kemur á sínum prívatbíl getur valið hvort hann fer í gegnum þjónustumiðstöðina og greiði þar með aðgang að þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á, eða hvort að hann leggi á öðru bílastæði sem ekki er gjaldskylt og gangi í sveig framhjá þjónustumiðstöðinni. En það er bæði ljúft og skylt fyrir okkur ferðaskipuleggjendur sem erum með hópa að bóka fólk inn og greiða tilskilin gjöld, sem eru yfirleitt á bilinu 4-15 evrur.Þjónustumiðstöðin Brú na Boinne eins og hún kallast - allir gestir fara hér í gegn áður en þeir ganga í ca 10 min út hinu megin, fara upp í rútur sem ekur þeim að Newgrange eða Knowth. Sérstök tímaslott eru fyrir hvern hóp og þessu er öllu stýrt á þann hátt að ekki er hætta á að náttúruperlan verði fyrir hnjaski.Þessar þjónustumiðstöðvar eru þaulhugsaðar og hannaðar af arkitektum sem að sjálfsögðu taka mið af náttúrunni og líkindum við það sem skoða á. Ég hef tekið hér saman nokkar myndir af helstu þjónustumiðstöðum á Írlandi. Við eigum ekki að vera hrædd við að setja upp þjónustumiðstöðvar. Um hitt má svo deila hvort þessi við Seljalandsfoss er á réttum stað. Ég hef sjálf ekki neina sérstaka skoðun á því akkúrat núna. En það er alveg ljóst að slíkar miðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi og mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að selja inn á okkar helstu ferðamannaperlur. Annað er fásinna.Varðandi fjármögnun þá er Fáilté Ireland (Ferðamálastofa Írlands) fjármagnað með ríkisfé. Fáilté Ireland er síðan í góðri samvinnu við OPW (Office of Public Works) sem rekur allar helstu þjónustumiðstöðvarnar og heldur utan um merkustu arfleifðir Írlands. Í ár setur Fáilé Ireland €11.5m í endurbætur og viðhald á þjónustumiðstöðvunum hringinn í kringum landið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun