Fótbolti

Kjartan Henry skoraði í Íslendingaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kjartan Henry hefur skorað átta mörk í dönsku deildinni á tímabilinu.
Kjartan Henry hefur skorað átta mörk í dönsku deildinni á tímabilinu. vísir/getty
Kjartan Henry Finnbogason var á skotskónum þegar Horsens bar sigurorð af Randers, 2-1, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Marvin Pourie kom Randers yfir mínútu fyrir hálfleik en Kjartan Henry jafnaði metin á 61. mínútu. Þetta var áttunda mark Kjartans Henrys í dönsku deildinni í vetur.

Fjórum mínútum eftir að Kjartan Henry kom boltanum í netið skoraði Jonas Bager sjálfsmark og tryggði Horsens sigurinn.

Elfar Freyr Helgason lék fyrstu 62 mínúturnar í vörn Horsens sem þarf að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Randers fara hins vegar í umspil um sæti í Evrópudeildinni. Hannes Þór Halldórsson sat á bekknum hjá Randers.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar Esbjerg gerði 1-1 jafntefli við OB á heimavelli.

Esbjerg þarf að fara í umspil um áframhaldandi sæti í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×