Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2017 20:15 Allt að sjö stiga jarðskjálfti gæti orðið austarlega á Suðurlandsundirlendi á næstu árum og allt að 6,5 stiga á Bláfjallasvæðinu, að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir skjálftann við Árnes um helgina sýna að mikil spenna sé til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá hér að ofan. Þótt kominn sé á eftirlaun vinnur Ragnar Stefánsson enn að rannsóknum á því hvernig sjá megi fyrir stóra jarðskjálfta. Hann segir skjálftann við Árnes á laugardag þó ekki hafa beint forspárgildi um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Jarðskjálftinn segir okkur að á þessum stað er tiltölulega mikil spenna og hann segir okkur líka að þessi sprunga, - hún er lifandi,“ segir Ragnar um Árnesskjálftann, sem mældist 4,5 stig. Hann minnir á að Suðurlandsskjálftarnir árið 1896 áttu upptök á sömu slóðum. „Þeir byrjuðu aðeins fyrir austan þennan skjálfta sem varð núna. En síðasti skjálftinn í þeirri hrinu varð ekki fyrr en árið 1912, og hann var austur undir Selsundi, sem er skammt vestur af Heklu. Og hann var stærstur af þessum skjálftum, sem byrjuðu þarna 1896.“ Jarðskjálftinn árið 1912 er talinn hafa verið sjö stig.Suðurlandsvegur eftir skjálftann þann 17. júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Suðurlandsskjálftarnir tveir árið 2000 mældust 6,5 og 6,6 stig, og skjálftinn árið 2008 mældist 6,2 stig. Ragnar telur þeirri hrinu ekki lokið og búast megi við fleiri stórskjálftum, sérstaklega í Rangárvallasýslu. „Á austasta hluta brotabeltisins, frá Landi og austur að Heklu, - og þá suður af Heklu. Og svo aftur vestar, - vestur undir Bláfjöllum. Þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega að skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík.“ Um líklegan tímaramma næsta skjálfta, segir Ragnar: „Þetta gæti orðið á þessu ári og á næstu fimm til tíu árum, - hvort sem maður er að tala um austast á Suðurlandsbrotabeltinu eða hérna á Bláfjallasvæðinu.“ En hve stórum skjálfta má búast við? „Austast á Suðurlandsbrotabeltinu gæti hann örugglega farið upp í sjö. Hérna vestar, á Bláfjallasvæðinu, hugsum við nú frekar um sex og hálfan. Líklega verða ekki eins stórir skjálftar hér á þessu svæði eins og austast á Suðurlandsbrotabeltinu.“ Ragnar telur líkur á að hægt verði að spá fyrir um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Já. Það er langlíklegast. Ef menn myndu fylgjast sæmilega vel með þá er mjög líklegt að það væri hægt að vara við skjálfta þarna á þessu svæði. Og þessvegna má ekki slaka á með það að byggja þessar rannsóknir upp áfram, eins og þær voru byggðar upp hér um árið. Menn hafa slakað svolítið á í sambandi við það, því miður.“ Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47 Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Allt að sjö stiga jarðskjálfti gæti orðið austarlega á Suðurlandsundirlendi á næstu árum og allt að 6,5 stiga á Bláfjallasvæðinu, að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir skjálftann við Árnes um helgina sýna að mikil spenna sé til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá hér að ofan. Þótt kominn sé á eftirlaun vinnur Ragnar Stefánsson enn að rannsóknum á því hvernig sjá megi fyrir stóra jarðskjálfta. Hann segir skjálftann við Árnes á laugardag þó ekki hafa beint forspárgildi um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Jarðskjálftinn segir okkur að á þessum stað er tiltölulega mikil spenna og hann segir okkur líka að þessi sprunga, - hún er lifandi,“ segir Ragnar um Árnesskjálftann, sem mældist 4,5 stig. Hann minnir á að Suðurlandsskjálftarnir árið 1896 áttu upptök á sömu slóðum. „Þeir byrjuðu aðeins fyrir austan þennan skjálfta sem varð núna. En síðasti skjálftinn í þeirri hrinu varð ekki fyrr en árið 1912, og hann var austur undir Selsundi, sem er skammt vestur af Heklu. Og hann var stærstur af þessum skjálftum, sem byrjuðu þarna 1896.“ Jarðskjálftinn árið 1912 er talinn hafa verið sjö stig.Suðurlandsvegur eftir skjálftann þann 17. júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Suðurlandsskjálftarnir tveir árið 2000 mældust 6,5 og 6,6 stig, og skjálftinn árið 2008 mældist 6,2 stig. Ragnar telur þeirri hrinu ekki lokið og búast megi við fleiri stórskjálftum, sérstaklega í Rangárvallasýslu. „Á austasta hluta brotabeltisins, frá Landi og austur að Heklu, - og þá suður af Heklu. Og svo aftur vestar, - vestur undir Bláfjöllum. Þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega að skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík.“ Um líklegan tímaramma næsta skjálfta, segir Ragnar: „Þetta gæti orðið á þessu ári og á næstu fimm til tíu árum, - hvort sem maður er að tala um austast á Suðurlandsbrotabeltinu eða hérna á Bláfjallasvæðinu.“ En hve stórum skjálfta má búast við? „Austast á Suðurlandsbrotabeltinu gæti hann örugglega farið upp í sjö. Hérna vestar, á Bláfjallasvæðinu, hugsum við nú frekar um sex og hálfan. Líklega verða ekki eins stórir skjálftar hér á þessu svæði eins og austast á Suðurlandsbrotabeltinu.“ Ragnar telur líkur á að hægt verði að spá fyrir um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Já. Það er langlíklegast. Ef menn myndu fylgjast sæmilega vel með þá er mjög líklegt að það væri hægt að vara við skjálfta þarna á þessu svæði. Og þessvegna má ekki slaka á með það að byggja þessar rannsóknir upp áfram, eins og þær voru byggðar upp hér um árið. Menn hafa slakað svolítið á í sambandi við það, því miður.“
Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47 Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47
Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45