Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands og sá yngsti frá upphafi, tekur formlega við embættinu á sunnudaginn. Hann segist vera tákn nýrra tíma og ætlar sér að sameina þjóðina og Evrópuríkin.

Nánar verður fjallað um niðurstöður forsetakosninganna í gær í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö, og þar verðum við í beinni útsendingu frá París.

Þá verður rætt við jarðskjálftafræðing sem telur að allt að sjö stiga jarðskjálfti gæti orðið á Suðurlandi á næstu árum, og skjálfti upp á allt að sex komma fimm stig á Bláfjallasvæðinu.

Loks fjöllum við um miklar umferðartafir á Miklubraut í dag, en þær urðu vegna framkvæmda við nýjan göngu- og hjólastíg og búast má við að tafir vari allt fram í ágústmánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×