Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni frá París

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Þó að Emmanuel Macron hafi unnið öruggan kosningasigur í frönsku forsetakosningunum í gær bíða hans mörg stór verkefni. Hann og samstarfsfólk hans í flokknum sem hann stofnaði fyrir ári síðan, En Marche!, eru nú í óða önn að skipuleggja kosningabaráttu fyrir komandi þingkosningar í júní. Afar óvenjulegt er að forseti landsins sé utan þingflokks.

Ítarleg umfjöllun verður um frönsku forsetakosningarnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Þórhildur Þorkelsdóttir fréttakona verður í beinni frá París. Þar spáir hún í stöðuna og næstu skref.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×