Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2017 15:45 Svala Björgvinsdóttir er fulltrúi Íslendinga í Eurovision í ár. vísir/eurovisiontv. Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. Íslendingar eru meðal þátttakenda á morgun en Svala okkar Björgvinsdóttir er þrettánda á svið. Keppnin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma annað kvöld og því ekki seinna vænna en að kynna sér keppinautana, en lög þeirra eru að finna hér fyrir neðan.SvíþjóðSænski hjartaknúsarinn Robin Bengtsson stígur fyrstur á svið með lagið I Can‘t Go On. Bengtson er söngvari og lagahöfundur sem hefur áhuga á ferðamennsku, fjölskyldunni, bílum og mótorhjólum. Hann byrjaði ungur að spila á trompet en skipti yfir í gítarinn sextán árum. Tónlistarferill hans hófst fyrir alvöru þegar hann tók þátt í sænska Idol-inu og heillaði Svía upp úr skónum. Hann hafnaði í þriðja sæti í keppninni. GeorgíaFulltrúi Georgíu, Tamara Gachechiladze, er önnur á svið með lagið Keep The Faith. Tamara, sem kemur fram undir nafninu Tako, er vel þekkt í sínu heimalandi og kemur fram á flest öllum stærri tónleikum og viðburðum í höfuðborginni – og er nánast ómissandi þegar kemur að stærri viðburðum. Þetta er önnur tilraun Tako til þess að taka þátt í Eurovision. Fyrra skiptið var árið 2009 þegar hún spilaði með popphljómsveitinni Stephanie and 3G, en Georgía dró sig úr keppni það ár. Ástralía Hinn sautján ára Isaiah Firebrace flytur lagið Don‘t Come Easy fyrir hönd Ástralíu. Þetta er í þriðja skipti sem Ástralir taka þátt í keppninni en þeim var leyft að taka þátt í tilefni af sextíu ára afmæli keppninnar árið 2015. Isaiah kemur úr litlum smábæ, Moama, sem er skammt frá Melbourne. Þrátt fyrir ungan aldur er hann afar vinsæll í sínu landi, en hann eins og fleiri þátttakendur Eurovision komst í sviðsljósið eftir að hafa tekið þátt í söngkeppninni X Factor í sínu heimalandi, fyrir tveimur árum. Isaiah gaf í framhaldinu út plötuna It's Gotta Be You sem varð vinsæl víða um heim. Albanía Lindita Halimi verður fulltrúi Albana í ár þegar hún flytur lagið World, sem hún samdi ásamt Big Basta. Lindita er 27 ára. Hún hóf tónlistarnám árið 2003, eða fjórtán ára gömul. Átján ára tók hún þátt í albanska Idolinu og hefur síðan þá unnið unnið til fjölmargra verðlauna í Albaníu fyrir tónlist sína. Þá tók hún þátt í American Idol í fyrra þar sem hún komst í topp 25. Lindita talar albönsku, ensku, þýsku, spænsku og króatísku. Belgía Fimmta á svið í Kænugarði er söngkonan Blanche sem syngur lagið City Lights fyrir Belgíu. Lagið er eftir Pierre Dumoulin en hann samdi lagið með rödd Blanche í huga – án þess að hafa nokkurn tímann hitt hana. Lagið virðist hafa slegið í gegn hjá Blanche, en þau tvö segjast þó aldrei hafa búist við að það kæmist inn í undankeppni Eurovision í landinu. Fyrsta útgáfa lagsins var á því sem þau kalla „leynitungumáli“. Svartfjallaland Slavko Kalezić fulltrúi Svartfjallalands flytur lagið Space í fyrri undankeppninni. Kalezić er fastráðinn leikari í þjóðleikhúsi landsins auk þess sem hann leikur í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hann tók jafnframt þátt í X Factor og gaf nýlega út plötuna The Dream of Eternity. Hann talar ensku og ítölsku og þegar hann er beðinn um að lýsa sjálfum sér segist hann vera heimsborgari og vegan. Finnland Vinir okkar Finnar bjóða í ár upp á indítónlist á vegum tvíeykisins Norma John. Það eru vinkonurnar Leena og Lasse sem flytja lagið Blackbird, sem jafnframt er samið af þeim tveimur. Þær semja alla tónlist sjálfar og hafa gert tónlist saman í fimmtán ár, en þær segjast sálufélagar þegar kemur að músík. Aserbaídjan Dihaj fer fyrir Aserbídjan í ár með lagið Skeletons, eða beinagrindur. Dihaj er listamannanafn söngkonunnar en um er að ræða fyrstu þrjá stafina úr eigin- og eftirnafni hennar; Diana Hajiyeva. Hún lauk tónlistarnámi í Bakú árið 2010 en ákvað að fara í áframhaldandi nám í Lundúnum í framhaldinu. Þar heillaðist hún af raftónlist og stofnaði í kjölfarið hljómsveitina Dihaj. Skilaboð hennar til Evrópu eru að það skiptir ekki máli hver þú ert, þú getur látið í þér heyra hvar sem er í heiminum. Portúgal Söngvarinn Salvador Sobral er fulltrúi Portúgala að þessu sinni. Hann flytur lagið Amar Pelos Dois, sem myndi útleggjast sem Fyrir okkur bæði á íslensku, en lagið er samið af systur hans Luísu Sobral. Salvador segist hafa mikla ástríðu fyrir tónlist en hann fór í tónlistarnám bæði í Portúgal og Bandaríkjunum, eftir að hafa hætt í sálfræðinámi. Grikkland Gríska tónlistarkonan Demy flytur lagið This is Love fyrir Grikkland. Áhugi Demyar á tónlist hófst þegar hún byrjaði að spila á píanó fimm ára gömul. Þá byrjaði hún ung að syngja í skólakór og í tónlistarnámi – sem hún gerir enn þann dag í dag, en hún er 26 ára gömul. Einnig nemur hún lögfræði. Pólland Hin pólska Kasia, sem flytur lagið Flashlight, er fædd árið 1987. Tónlistargenin eru í fjölskyldunni en faðir hennar, móðir og bróðir eru öll tónlistarmenn sem spila á fiðlu og fleiri hljóðfæri. Kasia æfði á selló í skóla og árið 2009 lauk hún tónlistarnámi. Hún hefur þrisvar sinnum tekið þátt í undankeppni Eurovision í Póllandi; árið 2006, 2016 og loks í ár þar sem hún stóð uppi sem sigurvegari. Moldóva Hljómsveitin Sunstroke Project, sem stofnuð var árið 2008, fer út með stuðlagið Hey Mamma fyrir hönd Moldóvu. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin tekur þátt í Eurovision, en það var fyrst árið 2010 þegar hún flutti lagið Olia Tira. Atriði þeirra var eftirminnilegt því saxófón leikari hljómsveitarinnar sló gjörsamlega í gegn með sínum snilldar töktum. Hann heitir Sergey Stepanov en flestir þekkja hann undir nafninu Epic Sax Guy.Ísland! Og þá er komið að þrettánda atriðinu. Svölu okkar Björgvinsdóttur. Svala, sem flytur lagið Paper, hefur sungið og komið opinberlega fram frá sjö ára aldri. Hún hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir tónlist sína og komið víða við, en síðustu ár hefur hún starfað mikið í Bandaríkjunum. Hún segir lagið skrifað út frá eigin reynslu og að allir þeir sem gengið hafi í gegnum erfiðleika geti tengt við lagið. Tékkland Martina Bárta flytur lagið My Turn fyrir hönd Tékklands. Martina er jazz söngkona sem ferðast mikið á milli Prag og Berlínar vegna tónlistar sinnar. Hún þeytist á milli verkefna en hún er hvað þekktust í Þýskalandi eftir að hafa lært og starfað í Berlín. Martina segist binda vonir við að tónlist hennar færi fólki jákæða orku og gleði. Kýpur Fulltrúi Kýpverja í ár er hinn 28 ára Hovig Demirjian. Demirijan er af armönskum uppruna en fæddur og uppalinn á Kýpur. Hann hóf tónlistarferil sinn sextán ára þegar hann byrjaði að koma fram á ýmsum skemmtistöðum. Þá tók hann þátt í X Factor Grikklands árið 2009. Árin 2010 og 2015 tók hann þátt í undankeppni Eurovision á Kýpur og komst í úrslit í bæði skiptin, en sigraði þó ekki. Demirijan segist jákvæð, ástríðufull manneskja sem sjái hið góða í öllu. Armenía Artsvik fer út fyrir hönd Armena í ár með lagið Fly With Me. Artsvik er fædd árið 1985 í Armeníu en flutti til Moskvu í Rússlandi við fimm ára aldur. Hún er talmeinafræðingur að mennt en segir tónlistina alla tíð hafa spilað stóran þátt í hennar lífi. Hún segist ekki hafa haft kjark til þess að fylgja draumum sínum fyrr en í seinni tíð þegar hún tók þátt í X Factor Rússlands. Hún flutti svo aftur til Armeníu árið 2016 en hún segir það ávallt hafa verið draum sinn að fá að flytja tónlist fyrir hönd þjóðar sinnar. Slóvenía Næst síðastur á svið er Omar Nabek fyrir hönd Slóvaníu. Omar tók þátt í Eurovision árið 2005 en þá var keppnin haldin í Kænugarði í Úkraínu – líkt og í ár. Hann samdi bæði lag og texta en hann útfærir öll sín lög sjálfur, spilar á gítar, bassa og píanó. Lagið samdi hann fyrir tíu árum en hann segist hafa verið að geyma það fyrir sérstakt tilefni. Lettland Lettar eru síðastir á svið en það er hljómsveitin Triana Park sem mun flytja lagið Line. Um er að ræða eina vinsælustu hljómsveit Lettlands sem spilar blöndu af popp- og raftónlist. Bandið hefur komið fram á flest öllum stærri hátíðum í Lettlandi síðustu ár. Hljómsveitarmeðlimir segjast elska bananapönnukökur með Nutella og segja Eurovision góðan stökkpall inn í framtíðina. Eurovision Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. Íslendingar eru meðal þátttakenda á morgun en Svala okkar Björgvinsdóttir er þrettánda á svið. Keppnin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma annað kvöld og því ekki seinna vænna en að kynna sér keppinautana, en lög þeirra eru að finna hér fyrir neðan.SvíþjóðSænski hjartaknúsarinn Robin Bengtsson stígur fyrstur á svið með lagið I Can‘t Go On. Bengtson er söngvari og lagahöfundur sem hefur áhuga á ferðamennsku, fjölskyldunni, bílum og mótorhjólum. Hann byrjaði ungur að spila á trompet en skipti yfir í gítarinn sextán árum. Tónlistarferill hans hófst fyrir alvöru þegar hann tók þátt í sænska Idol-inu og heillaði Svía upp úr skónum. Hann hafnaði í þriðja sæti í keppninni. GeorgíaFulltrúi Georgíu, Tamara Gachechiladze, er önnur á svið með lagið Keep The Faith. Tamara, sem kemur fram undir nafninu Tako, er vel þekkt í sínu heimalandi og kemur fram á flest öllum stærri tónleikum og viðburðum í höfuðborginni – og er nánast ómissandi þegar kemur að stærri viðburðum. Þetta er önnur tilraun Tako til þess að taka þátt í Eurovision. Fyrra skiptið var árið 2009 þegar hún spilaði með popphljómsveitinni Stephanie and 3G, en Georgía dró sig úr keppni það ár. Ástralía Hinn sautján ára Isaiah Firebrace flytur lagið Don‘t Come Easy fyrir hönd Ástralíu. Þetta er í þriðja skipti sem Ástralir taka þátt í keppninni en þeim var leyft að taka þátt í tilefni af sextíu ára afmæli keppninnar árið 2015. Isaiah kemur úr litlum smábæ, Moama, sem er skammt frá Melbourne. Þrátt fyrir ungan aldur er hann afar vinsæll í sínu landi, en hann eins og fleiri þátttakendur Eurovision komst í sviðsljósið eftir að hafa tekið þátt í söngkeppninni X Factor í sínu heimalandi, fyrir tveimur árum. Isaiah gaf í framhaldinu út plötuna It's Gotta Be You sem varð vinsæl víða um heim. Albanía Lindita Halimi verður fulltrúi Albana í ár þegar hún flytur lagið World, sem hún samdi ásamt Big Basta. Lindita er 27 ára. Hún hóf tónlistarnám árið 2003, eða fjórtán ára gömul. Átján ára tók hún þátt í albanska Idolinu og hefur síðan þá unnið unnið til fjölmargra verðlauna í Albaníu fyrir tónlist sína. Þá tók hún þátt í American Idol í fyrra þar sem hún komst í topp 25. Lindita talar albönsku, ensku, þýsku, spænsku og króatísku. Belgía Fimmta á svið í Kænugarði er söngkonan Blanche sem syngur lagið City Lights fyrir Belgíu. Lagið er eftir Pierre Dumoulin en hann samdi lagið með rödd Blanche í huga – án þess að hafa nokkurn tímann hitt hana. Lagið virðist hafa slegið í gegn hjá Blanche, en þau tvö segjast þó aldrei hafa búist við að það kæmist inn í undankeppni Eurovision í landinu. Fyrsta útgáfa lagsins var á því sem þau kalla „leynitungumáli“. Svartfjallaland Slavko Kalezić fulltrúi Svartfjallalands flytur lagið Space í fyrri undankeppninni. Kalezić er fastráðinn leikari í þjóðleikhúsi landsins auk þess sem hann leikur í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hann tók jafnframt þátt í X Factor og gaf nýlega út plötuna The Dream of Eternity. Hann talar ensku og ítölsku og þegar hann er beðinn um að lýsa sjálfum sér segist hann vera heimsborgari og vegan. Finnland Vinir okkar Finnar bjóða í ár upp á indítónlist á vegum tvíeykisins Norma John. Það eru vinkonurnar Leena og Lasse sem flytja lagið Blackbird, sem jafnframt er samið af þeim tveimur. Þær semja alla tónlist sjálfar og hafa gert tónlist saman í fimmtán ár, en þær segjast sálufélagar þegar kemur að músík. Aserbaídjan Dihaj fer fyrir Aserbídjan í ár með lagið Skeletons, eða beinagrindur. Dihaj er listamannanafn söngkonunnar en um er að ræða fyrstu þrjá stafina úr eigin- og eftirnafni hennar; Diana Hajiyeva. Hún lauk tónlistarnámi í Bakú árið 2010 en ákvað að fara í áframhaldandi nám í Lundúnum í framhaldinu. Þar heillaðist hún af raftónlist og stofnaði í kjölfarið hljómsveitina Dihaj. Skilaboð hennar til Evrópu eru að það skiptir ekki máli hver þú ert, þú getur látið í þér heyra hvar sem er í heiminum. Portúgal Söngvarinn Salvador Sobral er fulltrúi Portúgala að þessu sinni. Hann flytur lagið Amar Pelos Dois, sem myndi útleggjast sem Fyrir okkur bæði á íslensku, en lagið er samið af systur hans Luísu Sobral. Salvador segist hafa mikla ástríðu fyrir tónlist en hann fór í tónlistarnám bæði í Portúgal og Bandaríkjunum, eftir að hafa hætt í sálfræðinámi. Grikkland Gríska tónlistarkonan Demy flytur lagið This is Love fyrir Grikkland. Áhugi Demyar á tónlist hófst þegar hún byrjaði að spila á píanó fimm ára gömul. Þá byrjaði hún ung að syngja í skólakór og í tónlistarnámi – sem hún gerir enn þann dag í dag, en hún er 26 ára gömul. Einnig nemur hún lögfræði. Pólland Hin pólska Kasia, sem flytur lagið Flashlight, er fædd árið 1987. Tónlistargenin eru í fjölskyldunni en faðir hennar, móðir og bróðir eru öll tónlistarmenn sem spila á fiðlu og fleiri hljóðfæri. Kasia æfði á selló í skóla og árið 2009 lauk hún tónlistarnámi. Hún hefur þrisvar sinnum tekið þátt í undankeppni Eurovision í Póllandi; árið 2006, 2016 og loks í ár þar sem hún stóð uppi sem sigurvegari. Moldóva Hljómsveitin Sunstroke Project, sem stofnuð var árið 2008, fer út með stuðlagið Hey Mamma fyrir hönd Moldóvu. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin tekur þátt í Eurovision, en það var fyrst árið 2010 þegar hún flutti lagið Olia Tira. Atriði þeirra var eftirminnilegt því saxófón leikari hljómsveitarinnar sló gjörsamlega í gegn með sínum snilldar töktum. Hann heitir Sergey Stepanov en flestir þekkja hann undir nafninu Epic Sax Guy.Ísland! Og þá er komið að þrettánda atriðinu. Svölu okkar Björgvinsdóttur. Svala, sem flytur lagið Paper, hefur sungið og komið opinberlega fram frá sjö ára aldri. Hún hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir tónlist sína og komið víða við, en síðustu ár hefur hún starfað mikið í Bandaríkjunum. Hún segir lagið skrifað út frá eigin reynslu og að allir þeir sem gengið hafi í gegnum erfiðleika geti tengt við lagið. Tékkland Martina Bárta flytur lagið My Turn fyrir hönd Tékklands. Martina er jazz söngkona sem ferðast mikið á milli Prag og Berlínar vegna tónlistar sinnar. Hún þeytist á milli verkefna en hún er hvað þekktust í Þýskalandi eftir að hafa lært og starfað í Berlín. Martina segist binda vonir við að tónlist hennar færi fólki jákæða orku og gleði. Kýpur Fulltrúi Kýpverja í ár er hinn 28 ára Hovig Demirjian. Demirijan er af armönskum uppruna en fæddur og uppalinn á Kýpur. Hann hóf tónlistarferil sinn sextán ára þegar hann byrjaði að koma fram á ýmsum skemmtistöðum. Þá tók hann þátt í X Factor Grikklands árið 2009. Árin 2010 og 2015 tók hann þátt í undankeppni Eurovision á Kýpur og komst í úrslit í bæði skiptin, en sigraði þó ekki. Demirijan segist jákvæð, ástríðufull manneskja sem sjái hið góða í öllu. Armenía Artsvik fer út fyrir hönd Armena í ár með lagið Fly With Me. Artsvik er fædd árið 1985 í Armeníu en flutti til Moskvu í Rússlandi við fimm ára aldur. Hún er talmeinafræðingur að mennt en segir tónlistina alla tíð hafa spilað stóran þátt í hennar lífi. Hún segist ekki hafa haft kjark til þess að fylgja draumum sínum fyrr en í seinni tíð þegar hún tók þátt í X Factor Rússlands. Hún flutti svo aftur til Armeníu árið 2016 en hún segir það ávallt hafa verið draum sinn að fá að flytja tónlist fyrir hönd þjóðar sinnar. Slóvenía Næst síðastur á svið er Omar Nabek fyrir hönd Slóvaníu. Omar tók þátt í Eurovision árið 2005 en þá var keppnin haldin í Kænugarði í Úkraínu – líkt og í ár. Hann samdi bæði lag og texta en hann útfærir öll sín lög sjálfur, spilar á gítar, bassa og píanó. Lagið samdi hann fyrir tíu árum en hann segist hafa verið að geyma það fyrir sérstakt tilefni. Lettland Lettar eru síðastir á svið en það er hljómsveitin Triana Park sem mun flytja lagið Line. Um er að ræða eina vinsælustu hljómsveit Lettlands sem spilar blöndu af popp- og raftónlist. Bandið hefur komið fram á flest öllum stærri hátíðum í Lettlandi síðustu ár. Hljómsveitarmeðlimir segjast elska bananapönnukökur með Nutella og segja Eurovision góðan stökkpall inn í framtíðina.
Eurovision Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira